Morgunn


Morgunn - 01.12.1945, Side 71

Morgunn - 01.12.1945, Side 71
M 0 R G U N N 149 Á víð og dreif. Eftir ritstj. Úrelt Alda aukinnar þekkingar og skilnings síð- sjónarmiö ustu 50 ára er sem örast að grafa undan þeim höfuðstoðum, sem efnishyggja 19. ald arinnar hvíldi á. Hinn kunni þýzki vísindamaður dr. Rudolf Tischner vitnar í marga stéttarbræður sína þar í landi, sem kemur saman um, að fjarhrif (telepathie) sé ekki til. Heimspekingurinn Jodl segir ennfremur svo: „Það er fjar- stæða og barnskapur, að láta sér detta í hug, að fjarhrifin séu staðreynd. Ef það væri raunverulega svo,að hugsunin gæti borizt frá einum huga til annars á'n nokkurrar hjálpar frá líkamlegum tækjum, mundi það blátt áfram þýða hrun allra hugmynda vorra um tilveruna. Ef svo sterkar sann- anir fyrir fjarhrifum kæmu fram, að vér yrðum að viður- kenna þær, yrðum vér samtímis að endurskoða allar gi-und- vallarhugmyndir vorar“. Þannig mæla efnishyggjuvísindamennirnir, sem gera sér það fyllilega ljóst, að ef fjarhrifin eru staðreynd, ef hugsunin getur flutzt milliliðalaust frá einum mannshjga til annars, en grundvöllur efnishyggjunnar hruninn, og það meiri og minni heimska allt, sem vísindi 19. aldarinnar kenndu oss um efnið, og kenna oss raunar að nokkuru leyti enn í dag. Fjarhrifin Það er að verða stórkostleg breyting á sannast þessu. Fyrir ekki ýkjamörgum árum feng- ust vísindamenn og heimspekingar ekki til, að fáum undanteknum, að rannsaka eða kvnna sér rök

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.