Morgunn - 01.12.1945, Page 83
Þjóðlegar Ssækur.
Nýlega eru komnar út hjá ísafoldarprentsmiðju
nokkrar bækur, sem íslenzkir bókamenn hafa gam-
an af.
1. Rauðskinna Jóns Thorarensen, VI. hefti, og
fylgir nafnaskrá yfir 2. bindi Rauðskinnu.
2. íslenzkir sagnaþættir og þjóðsögur Guðna Jóns-
sonar, VI. h., ásamt nafnaskrá yfir 2. bindi allt.
3. Frá yztu nesjum III., eftir Gils Guðmundsson.
Er þar með lokið 1. bindi og fylgir nafnaskrá
yfir bindið. Þetta eru allt mjög eigulegar bæk-
ur, sem bókamenn og allir, sem hafa ánægju af
íslenzkum fróðleik, vilja lesa og eiga.
4. íslenzkir þjóðhættir Jónasar frá Ili'afnagili.
önnur útgáfa þessaray vinsælu bókar kom út
nokkrum dögum fyrir jól, en seldist þá jafn-
óðum og hún kom úr bókbandinu. Nú hafa verið
send út um land nokkur eintök, en ráðlegast er
að draga það ekki lengi að tryggja sér bókina.
íslenzkir þjóðhættir Jónasar frá Hrafnagili er
bezta bókin, sem þér getið gefið fullorðnum vin-
um yðar.
Þessar bækur fást hjá flestum hóksölum og
beint frá
Bókaverzlun Isafoldar