Fréttablaðið - 13.11.2010, Síða 32

Fréttablaðið - 13.11.2010, Síða 32
32 13. nóvember 2010 LAUGARDAGUR E itthvað er bogið við það þegar Miðjarð- arhafsmatreiðsla er orðin Norðurlanda- búum tamari en rétt- ir sem eiga sér rætur í matarmenningu svæðisins. Dönsku kokkarnir Claus Meyer og René Redzepi skáru upp herör gegn þessari þróun árið 2004 þegar þeir kölluðu saman kollega sína frá öllum Norðurlöndunum til skrafs og ráðagerða um hvernig væri hægt að koma norrænu hrá- efni aftur á kortið. Stefnuyfirlýsing kokka Afraksturinn varð stefnuyfirlýsing nýrrar norrænnar matargerðarlist- ar eins og hún er kölluð. Hugmynd- in var að auka áhuga og smekk íbúa á Norðurlöndum fyrir hráefnum til matargerðar sem finna má í nán- asta umhverfi: Hér er ekki síst átt við hráefni sem um aldir nærði forfeður okkar og -mæður en hafa ekki endilega notið sérlegra vin- sælda undanfarna áratugi, svo sem skarfakál, ætihvönn og söl sem voru notuð í matargerð fyrri alda hér á landi, duttu af matseðl- um en hafa fengið uppreisn æru á veitingastöðum undanfarin ár. Hugmyndafræði stefnunnar byggir á að matreiða úr hreinu, fersku og árstíðabundnu hráefni og vinna með svæðisbundna matar- hefð. Leitast er við að setja gömlu góðu hráefnin í nýtt og frumlegt samhengi en jafnframt að leyfa þeim að njóta sín með því að leggja áherslu á ákveðinn einfaldleika í matreiðslunni. Ekki kreddueldhús Forvígismenn stefnuyfirlýsingar- innar hafa unnið markvisst að nýju norrænu eldhúsi síðan þeir lögðu drög að veitingastaðnum Noma í Kaupmannahöfn. René Redzepi ræður þar enn ríkjum og undir hans stjórn er borinn fram ævin- týralegur matur úr norrænu hrá- efni. Velgengni staðarins er mikil og var hann valinn besti veitinga- staður heims í vor og kom þannig norrænum mat á matgæðingakort heimsins. Þrátt fyrir áherslu á norrænt hráefni er ekki þar með sagt að hráefni annars staðar að séu úti- lokuð. „Þetta á alls ekki að vera kreddueldhús, þó að norrænu hrá- efni sé gert hátt undir höfði þýðir það ekki að útiloka eigi annað. Stefnan snýst ekki heldur um að framreiða gamaldags mat, þetta er ný norræn matargerðarlist,“ segir Mads Holm sem er verkefn- isstjóri verkefnisins Nýr norrænn matur á Íslandi sem er fjármagnað af Norðurlandaráði. Matarbylting til fjöldans „Það má líka segja að áherslan sé meiri núna á það að kynna nor- ræna matarmenningu fyrir fjöld- anum. Kokkar voru upphafsmenn en nú á að ná til breiðari hóps,“ segir Mads Holm sem bendir á að margir kokkar hafi starfað í anda hugmyndafræðinnar bæði áður en stefnuyfirlýsingin var sett fram og eftir það, til dæmis Rúnar Marvinsson, Siggi Hall, Friðrik V. Karlsson og auðvitað Gunnar Karl Gíslason. „Íslendingar segjast gjarnan vilja borða íslenskan mat og það er auðvitað í anda stefnuyfirlýs- ingarinnar að borða lókal mat. Svo má auðvitað segja að íslensk matreiðsluhefð sé undir dönskum áhrifum, enda gengu margar konur á húsmæðraskóla í Danmörku,“ segir Mads og bendir á að matar- menning Norðurlandanna tengist á ýmsa vegu. Hins vegar sé oft erf- itt að fá vörur frá Norðurlöndun- um á Íslandi, epli frá Danmörku sé til að mynda sjaldan að finna hér. Sama er reyndar uppi á teningnum á hinum Norðurlöndunum. Menningarvitar þekkja vel til bókmennta, kvikmynda og hönn- unar nágrannalandanna. Hvort þekking á norrænni matargerð- arlist verður jafn útbreidd eftir nokkur ár leiðir tíminn í ljós. Ég byrjaði að vinna eftir manifestóinu um nýjan norrænan mat þegar ég var að vinna á Vox. Svo langaði okkur á Dilli að taka þetta alla leið og ákváðum að kýla á það þegar okkur bauðst að hefja rekstur í Norræna húsinu, fannst við eiginlega ekki geta fengið flottara tæki- færi til að elda norrænan mat en þar,“ segir Gunnar Karl Gíslason kokkur á veitingastaðnum Dilli í Norræna húsinu. Gunnar segir stefnuyfirlýsinguna vera bæði gott viðmið og innblást- ur. „Það eru margir sem taka þessu sem ægilegum reglum en hún er frekar eins og gott viðmið. Við hér eldum upp úr íslensku hráefni númer eitt, tvö og þrjú, það er líka skynsamlegt sérstaklega eftir að kreppan skall á og verð á innfluttum vörum hækkaði mikið. Við erum með kryddjurtagarð og ræktum líka grænmeti. Svo leitum við aðeins fanga á hinum Norðurlöndunum,“ segir Gunnar sem leggur mikið kapp á það að kaupa hráefni til matseldar á Dilli frá litlum og sjálfstæðum framleiðendum. Stefnuyfirlýsingin um Nýjan norrænan mat er frá árinu 2004 og segir Gunnar að vitneskjan um norræna matseld hafi breiðst hrað- ar út en hann átti von á. Gott hráefni og framúrskarandi veitingastað- ir á Norðurlöndum, á borð við hinn danska Noma, hafi þar haft sitt að segja. En hvernig getur hinn venjulegi neytandi lifað eftir stefnu nýja norræna eldhúss- ins? „Við eigum gott kjöt og frábæran fisk og stefnan snýst í stórum dráttum um að nota það sem er nálægt manni. Svo er alltaf gott að rækta garð- inn sinn. Nýta jurtir, sulta ber og súrsa grænmeti. Ég heyrði yndislega kenningu um vetr- arþunglyndi Íslendinga sem snerist um að það hefði aukist eftir að fólk hætti að undirbúa veturinn, sulta og súrsa eins og áður var, en ég sel hana ekki dýrar en ég keypti hana,“ segir Gunnar og hlær. Hann segir að í fyrstu hafi honum þótt svolítið hamlandi að vinna eftir stefnuyfirlýsingunni en eftir að hann hafi kynnst íslensku hrá- efni betur hafi opnast heill heimur. „Allt í einu fer maður að nota alls konar hráefni sem maður hefur aldrei gert sér grein fyrir hversu gott er. Og það er gaman frá því að segja að mörgum gestum okkar finnst þeir vera að borða eitthvað nýtt og framandi þegar þeir eru hjá okkur þó að hráefnið sé allt íslenskt. Við notum til dæmis mikið súrsaða hvönn sem fólk þekkir ekki. Svo notum við ber, skessujurt, fífla, fífla- blóm og rætur. Svo hef ég aldeilis komist að því að skyr er ekki bara skyr, núna kaupum við alltaf óhrært skyr gert með gamla laginu, bæði frá Kea og Erpsstöðum.“ Gunnar mælir með Matreiðslubók Helgu Sigurðardóttur og bókum Nönnu Rögnvaldardóttur fyrir þá sem vantar innblástur til þess að gera rétti úr íslensku hráefni. ■ GOTT AÐ RÆKTA GARÐINN SINN Gunnar Karl Gíslason eldar einkum úr íslensku hráefniRófur og kál öðlast nýtt líf Áhyggjur af matarmenningu Norðurlandabúa ollu því að stjörnukokkar frá öllum Norðurlöndunum ákváðu að hefja hana til virðingar að nýju. Steinunn Stefánsdóttir og Sigríður Björg Tómas- dóttir kynntu sér nýja og gamla matargerðarlist á Norðurlöndum. Við, norrænir kokkar, teljum tímabært að skapa nýja norræna matargerð- arlist, þar sem bragðgæði og önnur sérkenni eru fyllilega sambærileg við fremstu matargerðarlist í heiminum. Ný norræn matargerðarlist á að: 1. einkennast af hreinleika, fersk- leika, einfaldleika og siðferði sem við viljum tengja við okkar heimshluta. 2. Endurspegla árstíðirnar í máltíð- unum. 3. Byggja á hráefni sem vex við fram- úrskarandi skilyrði í loftslagi okkar, náttúru og vötnum. 4. Sameina kröfuna um ljúffengan mat og nútíma þekkingu á heilsu og vellíðan fólks. 5. Efla fjölbreytni norrænna afurða og úrval framleiðenda og breiða út þekkingu á menningarumhverfi matarins. 6. Efla velferð dýra og sjálfbæra þróun í hafi, á ræktuðu landi og í óbyggðum. 7. Þróa nýjar vinnsluaðferðir á hefð- bundnum norrænum matvælum. 8. Flétta saman bestu norrænu matreiðsluaðferðir og matarhefðir sem völ er á við utanaðkomandi hugmyndir og áhrif. 9. Sameina sjálfsþurftarbúskap og vöruskipti á hágæða afurðum milli svæða í þessum heimshluta. 10. Bjóða neytendum, öðrum matar- gerðarmönnum, fulltrúum landbún- aðar og fiskveiða, stórum og smærri matvælafyrirtækjum, kaupmönnum og dreifingaraðilum, vísindamönn- um, kennurum, stjórnmálamönnum og yfirvöldum til samvinnu að sam- eiginlegu verkefni, sem verði öllum Norðurlandabúum til gagns og gleði. NÝ NORRÆN MATARGERÐARLIST - STEFNUYFIRLÝSING GJAFIR NÁTTÚRUNNAR Rótargrænmeti, norrænar korntegundir og ber eru meðal þess sem er í hávegum haft í nýrri norrænni matargerðarlist.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.