Fréttablaðið - 13.11.2010, Síða 53
LAUGARDAGUR 13. nóvember 2010 3
Úrslit verða gerð kunn um
helgina í klippimyndasamkeppni
Errós og Listasafns Reykjavíkur.
Úrslit klippimyndasamkeppni
Errós verða gerð kunn í Lista-
safni Reykjavíkur - Hafnarhúsi í
dag. Athöfnin hefst klukkan 15 og
verður við sama tækifæri opnuð
sýning á úrvali þeirra verka sem
send voru inn í keppnina og stend-
ur hún yfir til 9. janúar.
Mikill fjöldi klippimynda barst
og var þeim skipt í tvo flokka, í
annan flokkinn fóru 92 tillögur frá
nemendum 7. og 8. bekkja grunn-
skóla og í hinn fóru 130 tillögur frá
almenningi, 14 ára og eldri.
Erró leggur til vegleg verðlaun
og verða tvö árituð verk af Nób-
elskáldinu Halldóri Laxness veitt
þeim sem dómnefndum þykja
skara fram úr.
Listasafn Reykjavíkur stend-
ur fyrir keppninni að frumkvæði
Errós, en markmiðið var að auka
skilning, þekkingu og áhuga
almennings og nemenda á sam-
klippi sem listformi. - jbá
Klippimyndasamkeppni Errós
Call for backup eftir Þorstein Orra Jónsson.
Frjálshyggja eftir Brynjar Darra Baldursson.
Köngulóarmaðurinn og Kína eftir Jón
Andra Óskarsson úr 8. bekk í Réttar-
holtsskóla.
Ást er … eftir Karólínu Rós Ólafsdóttur
úr 8. bekk í Brekkuskóla.
Sterkur eftir Lilju Sóleyju Hermannsdóttur í 8. bekk Engjaskóla.
Jólagleði UNICEF og Bókabúðar
Máls og menningar verður hald-
in í dag klukkan 15.
Í tilefni þess að sala UNICEF-jóla-
korta og -gjafavöru er nú hafin
munu UNICEF og Bókabúð Máls
og menningar halda lítið jólateiti
klukkan 15 í dag.
Gjafavara UNICEF er nú seld
í Bókabúð Máls og menningar í
Reykjavík. Er bæði um að ræða
leikföng og jólalega gjafavöru, svo
sem hina árlegu jólakúlu. Þess má
geta að verslunin afgreiðir pantan-
ir fyrir viðskiptavini um land allt.
Í fyrsta sinn er nú boðið upp á
jólakort með íslenskri hönnun.
Tvær stúlkur og tveir drengir á
aldrinum 10 til 12 ára unnu með
íslenskum hönnuðum að íslensku
jólakortunum. Mætti því segja
að krakkarnir hafi verið listræn-
ir stjórnendur verkefnisins. Jóla-
kort með hinu sígilda og sívinsæla
útliti UNICEF verða einnig áfram
til sölu.
Að senda UNICEF-jólakort til
vina og vandamanna er hefð á
mörgum heimilum enda eiga kort-
in sér yfir hálfrar aldar sögu á
Íslandi. Jólakortin má nálgast í
Bókabúð Máls og menningar, póst-
húsum um land allt, í verslunum
Pennans/Eymyndssonar, Bóksölu
stúdenta og A4.
Gjafavörur UNICEF eru unnar
af félagslega ábyrgum fyrirtækj-
um. Þannig geta kaupendur verið
vissir um að börn séu ekki notuð
við framleiðslu vörunnar, að engin
náttúruspjöll séu unnin af viðkom-
andi fyrirtæki og að fyrirtækið sé
ekki tengt misferli eða spillingu.
Boðið verður upp á léttar veit-
ingar í jólateitinu í dag og er von-
ast til að sem flestir sjái sér fært
að mæta.
Hanna íslensk
UNICEF jólakort
Árleg jólakúla UNICEF.
Styrktarsjóðurinn Hjartnæm
hönnun er til styrktar Umhyggju,
félagi til stuðnings langveikum
börnum. Umhyggja var stofnuð
árið 1980 og hefur unnið í 20 ár
að bættum hag langveikra barna
og fjölskyldna þeirra.
Katla Hreiðardóttir hefur, undir
merkjum Volcano Design, hann-
að barnaboli sem á er prentuð
á skemmtileg grafík. Allur ágóði
af sölu bolanna rennur óskiptur í
styrktarsjóðinn og þar með hægt
að slá tvær flugur í einu höggi,
fjárfesta í fallegri flík og styrkja
gott málefni.
Hægt verður að kaupa barnabol-
ina í verslun Volcano Design að
Laugavegi 40.
Hjartnæm hönnun
HÖNNUÐURINN KATLA HREIÐARS-
DÓTTIR, SEM STENDUR AÐ BAKI
VOLCANO DESIGN, HEFUR STOFN-
AÐ STYRKTARSJÓÐINN HJARTNÆM
HÖNNUN.
LJÓÐABÓK TIL STYRKTAR SUMARBÚÐASTARFI VINDÁSHLÍÐAR.
Þórdís Klara Ág stsdó ir ljósmóðir hef r sent á sér nýja ljóðabók.
Ljóðin spanna ví svið mannleg ar tilver .
Hindin
Þórdís Klara Ág stsdó ir
Tr , von og kærleikur er y kisef i Þórdísar.
Allur ágóði af sölu bókarinnar rennur ósker r
til sumarbúðastarfs KFUK f ir st lkur í
Vindáshlíð.
Verð aðeins 3.990 krónur.
Bókin er til sölu í Þjónust miðstöð
KFUM og KFUK að Holtavegi 28, Reykjavík.
VIÐ BJÓÐUM BETUR
SANNKALLAÐ
JÓLAVERÐ Á ÖLLUM
INNRÉTTINGUM
LÁTTU REYNA Á ÞAÐ
Laugavegi 63 • s: 551 4422
Vetrarkápur
Vetrarjakkar
skoðið yfirhafnir
á heimasíðu
www.laxdal.is
!"
# $
%
'
%
(
)
*
!+,"
!!" #
$%&