Fréttablaðið - 13.11.2010, Qupperneq 92
60 13. nóvember 2010 LAUGARDAGUR
ÞETTA ER ALLT SAMAN
SKILMISINGUR
Fíasól er rosalega upptekin þessa dagana í þjóðleikhús-
inu. Hún gaf sér samt smá tíma til að svara nokkrum
spurningum Fréttablaðsins.
Þú getur sent brandara til krakkar@frettabladid.is
krakkar@frettabladid.is
HITT OG ÞETTA
Nafn: Hinrik Aron Hilmarsson.
Aldur: Að verða 11 ára.
Skóli: Háteigsskóli.
Stjörnumerki: Sporðdreki.
Áhugamál? Breikdans og
fótbolti.
Eftirlætissjónvarps-
þáttur? Hann er á
Stöð 2 og heitir NCIS
Los Angeles.
Uppáhaldsmatur?
Margarítupítsa.
Eftirlætisdrykkur?
Kók.
Skemmtilegustu
námsgreinarnar:
Smíði, myndmennt og
tölvur.
Áttu gælu-
dýr? Nei, en
ég átti
einu
sinni kött sem hét Kjara.
Eftirlætisdagurinn í vikunni?
Föstudagur því helgin er þá fram
undan.
Eftirlætistónlist? Emin-
em.
Uppáhalds litur?
Grænn.
Skemmtileg-
asta bók sem
þú hefur lesið?
Skelmir Gott-
skálks eftir Derek
Landy.
Hvað gerðirðu í
sumarfríinu? Ég fór
í sumarbústað og
til Ítalíu þar sem við
fórum þar meðal annars
í skemmtigarð.
Hefurðu heyrt um gluggatjöldin sem eru alltaf niðurdregin?
Eða sundkappann sem var alltaf svo niðursokkinn?
Eða trommarann sem sló í gegn?
Eða skósmiðinn sem hringsólaði?
Tvær appelsínur voru að ganga yfir brú þegar önnur þeirra datt
út af og í ána. Þegar hún hrópaði á hjálp sagði hin: „Bíddu, ég
þarf að skera mig í báta til að geta bjargað þér!“
Hvað varð um strákinn sem var svo flinkur að herma eftir
fuglunum?
Kötturinn át hann.
Af hverju heitir herbergið þitt
hræðilegi ruslahaugurinn?
Þetta er nú bara skilmising-
ur. Það er ekki rusl í herberg-
inu mínu og alls ekki drasl. Ég
bara raða svona.
Finnst þér ekkert gaman að
laga til? Neibbs, eða júbbs,
stundum. Þegar ég nenni og
þegar ég er ekki voðalega
þreytt.
Ertu ekkert hrædd við
drauga? Neibbs. Ég er með
venjulega gólfdrauga inni hjá
mér. Þeir eru undir rúmi og
reyna stundum að hreyfa það.
Hver er uppáhalds liturinn
þinn? Alls ekki bleikur.
Hver er uppáhalds maturinn
þinn? Slátur og súkkulaði.
Hvert er uppáhalds lagið
þitt? Halló, halló, halló, Fíasól!
Er oft verið að skamma þig?
Neibbs, eiginlega aldrei.
Hvað gerirðu þegar þú veist
að þú hefur gert eitthvað af
þér? Ég geri aldrei neitt af
mér.
Hvert er stærsta skammar-
strikið sem þú hefur gert?
Æ, litla ljónaránið. En það var
óvart.
Hvert er mesta ævintýrið sem
þú hefur lent í? Það er líka litla
ljónaránið … Það voru fárán-
legir atburðir sem fjölskyldan
talar aldrei um. Ég, af því að ég
skammast mín svolítið; amma,
mamma og Glóa af því að þær
eru svo hneykslaðar á sjálfum
sér; og Pippa, Gutti og Bidda af
því að þeim finnst það enn þá
svo heimskulegt. Ég held samt
að lítil ljón eigi bara heima þar
sem þau fá ást og hlýju. En það
á ekkert að tala mikið um þetta
ljónarán.
Ferðu stundum að skæla?
Neibbs, aldrei. Ég hef aldrei
skælt.
Sefurðu með tíkarspenana
í hárinu? Jebbs, ég sef með
marga tígóa.
Hlakkarðu til jólanna? Jaháá!
Hefurðu fengið kartöflu í skó-
inn? Jebbs og ég sauð hana
og át.
Ég er með
venjulega
gólfdrauga inni hjá
mér. Þeir eru undir
rúmi og reyna
stundum að
hreyfa það.
Í AÐALSAFNI
Menningarmið-
stöðvarinnar
Gerðubergs
verður Björn
Finnsson
með kennslu í
undirstöðuatriðum
í origami/bréfbroti.
Hefst klukkan 15.
SUNNUDAGAR eru barnadagar
í Gerðubergssafni. Kristín Arngríms-
dóttir myndlistar-
kona verður
með leiðsögn
í Afríku-
föndri frá
klukkan 14.
LEIKSÝNINGIN HORN Á
HÖFÐI er sýnd í Borgarleikhúsinu
bæði laugardag og sunnudag. Sýning-
in er fyrir alla fjölskylduna. Miðaverð
er 3.000 krónur, nánar á midi.is.
Á FJÖLSKYLDUDÖGUM í
Tjarnarbíói verður Sirkus Sóley með
sýningu á sunnudaginn klukkan
14.00. Miðaverð er 1.500 krónur.
SERVEFIR.RUV.IS/HVALIR Þessi síða er fyrir krakka sem vilja fræðast
um hvali. Auk þess er á síðunni að finna ýmsa leiki tengda hvölum.