Fréttablaðið - 13.11.2010, Page 106

Fréttablaðið - 13.11.2010, Page 106
74 13. nóvember 2010 LAUGARDAGUR Sigga Beinteins heldur í desem- ber sína árlegu jólatónleika í nokkrum kirkjum landsins. Á tónleikunum syngur Sigga falleg jóla- lög í bland við lög af plöt- um sínum. Að þessu sinni koma fram með Siggu góðir gestir og kórar. Þar má nefna Pál Óskar Hjálm- týsson, Diddú, Guðrúnu Gunnarsdótt- ur og Karlakórinn Heimi. Tón- leikarnir verða fernir og verða þeir haldnir í Sauðárkrókskirkju 1. desember, Keflavíkurkirkju 2. desember, Digraneskirkju 9. desember og Grafarvogskirkju 10. desember. Nánari upplýsing- ar má sjá á síðunni Siggabein- teins.is. Með ferna jólatónleika SIGGA BEINTEINS Árlegir jólatónleikar Siggu Beinteins verða haldnir í desember. Victoria Beckham kveðst ánægð með ímynd sína og er alveg sama þótt sumir haldi að hún sé leið- indabykkja, eins og hún orðar það sjálf í samtali við breska Cosmopolit- an. Þessum fyrrverandi liðsmanni Spice Girls hefur tekist hvað best að viðhalda frægð sinni af stúlkunum í stúlknasveit- inni og þykir mikil tísku gyðja. Hins vegar virðast alltaf nokkrir hafa horn í síðu hennar og telja hana vera fúllynda kerlingu. „Þegar maður er búinn að vera svona lengi í kastljósinu þá verður manni alveg sama hvað fólki finnst. Ég lít alltaf út fyrir að vera einhver herfa á myndunum og það er bara fínt.“ Victoria segir hins vegar að strákarnir henn- ar og Davids Beckham séu mjög meðvitaðir um tísku. „Cruz finnst mjög gaman að fikta með hárið á sér. Við vildum krúnuraka hann einu sinni en hann vildi hanak- amb. Romeo er mjög hrifinn af föt- unum sínum. Það er kannski helst Brooklyn sem stendur á sama.“ Ánægð með ímyndina ALVEG SAMA Victoriu Beckham er alveg sama þótt fólk haldi að hún sé fúl herfa. Söngkonan Jessica Simpson seg- ist ánægð fyrir hönd fyrrum eig- inmanns síns, söngvarans Nicks Lachey, sem trúlofaðist nýverið kærustu sinni, þáttastjórnandan- um Vanessu Minnillo. Slúðurrit hið vestra hafa hald- ið því fram að Simpson sé miður sín vegna fregnanna en í nýlegu viðtali sagði hún það fjarri lagi. „Ég samgleðst honum innilega. Ég skil ekki hvaðan þessi orðróm- ur kemur, ég varð alls ekki leið þegar ég heyrði fréttirnar,“ sagði söngkonan. „Sambandi okkar lauk fyrir löngu síðan og það væri gaman ef allir hinir kæm- ust nú yfir það og gætu í stað- inn fagnað sambandi Nicks og Vanessu. Ég óska þeim alls hins besta í framtíðinni.“ Sjálf hefur Simpson verið í föstu sambandi við fyrrum ruðn- ingshetjuna Eric Johnson og seg- ist hún afar hamingjusöm með honum. Jessica græt- ur ekki Nick EKKI LEIÐ Jessica Simpson segist sam- gleðjast fyrrum eiginmanni sínum sem trúlofaði sig fyrir stuttu. NORDICPHOTOS/GETTY Bókin Millennium, Stieg og ég eftir Evu Gabrielsson, fyrrverandi sambýliskonu sænska rithöfundarins Stiegs Larsson, kemur út í Frakklandi í janúar hjá for- laginu Actes Sud. Í bókinni fjallar Gabri- elsson um 32 ára samband sitt og Larssons og hinn vinsæla Millennium-þríleik. Einn- ig ræðir hún um samskipti sín við fjöl- skyldu Larssons, sem hafa verið mjög stirð eftir dauða hans og spila pening- ar þar stærsta hlutverkið. Útgefendur tímaritsins Expo og Larsson-feðgarnir hafa lesið hand- ritið og þeir mótmæla því sem þar kemur fram. Þeir telja að Gabri- elsson leggi fram staðhæfingar sem eigi ekki við nein rök að styðjast. Forlagið Bjartur hefur fengið afrit bókarinnar í hendurnar og er að íhuga hvort hún verði gefin út hér á landi. For- lagið hefur einnig lengi reynt að fá Gabrielsson til Íslands. „Við höfum alltaf verið í tölvupóst- sambandi við hana og það hefur lengi staðið til að hún komi hingað,“ segir Guðrún Vil- mundardóttir hjá Bjarti. „Við ætl- uðum að bjóða henni hingað í vor þegar kiljurnar [eftir Lars- son] komu út en það gekk ekki eftir. En þetta er stórmerkileg kona og það væri gaman að fá hana.“ - fb Frakkar gefa út umdeilda bók UMDEILD BÓK Fyrrum sambýl- iskona Stiegs Larsson gefur út nýja bók sína í Frakklandi.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.