Fréttablaðið - 13.11.2010, Page 106
74 13. nóvember 2010 LAUGARDAGUR
Sigga Beinteins heldur í desem-
ber sína árlegu jólatónleika í
nokkrum kirkjum landsins. Á
tónleikunum
syngur Sigga
falleg jóla-
lög í bland við
lög af plöt-
um sínum. Að
þessu sinni
koma fram
með Siggu
góðir gestir
og kórar. Þar
má nefna Pál
Óskar Hjálm-
týsson, Diddú,
Guðrúnu
Gunnarsdótt-
ur og Karlakórinn Heimi. Tón-
leikarnir verða fernir og verða
þeir haldnir í Sauðárkrókskirkju
1. desember, Keflavíkurkirkju
2. desember, Digraneskirkju 9.
desember og Grafarvogskirkju
10. desember. Nánari upplýsing-
ar má sjá á síðunni Siggabein-
teins.is.
Með ferna
jólatónleika
SIGGA BEINTEINS
Árlegir jólatónleikar
Siggu Beinteins
verða haldnir í
desember.
Victoria Beckham kveðst
ánægð með ímynd sína og
er alveg sama þótt sumir
haldi að hún sé leið-
indabykkja, eins og hún
orðar það sjálf í samtali
við breska Cosmopolit-
an. Þessum fyrrverandi
liðsmanni Spice Girls
hefur tekist hvað best að
viðhalda frægð sinni af
stúlkunum í stúlknasveit-
inni og þykir mikil tísku gyðja. Hins
vegar virðast alltaf nokkrir hafa
horn í síðu hennar og telja hana
vera fúllynda kerlingu. „Þegar
maður er búinn að vera svona lengi
í kastljósinu þá verður
manni alveg sama hvað
fólki finnst. Ég lít alltaf
út fyrir að vera einhver
herfa á myndunum og það
er bara fínt.“
Victoria segir hins
vegar að strákarnir henn-
ar og Davids Beckham
séu mjög meðvitaðir um
tísku. „Cruz finnst mjög
gaman að fikta með hárið
á sér. Við vildum krúnuraka hann
einu sinni en hann vildi hanak-
amb. Romeo er mjög hrifinn af föt-
unum sínum. Það er kannski helst
Brooklyn sem stendur á sama.“
Ánægð með ímyndina
ALVEG SAMA Victoriu
Beckham er alveg
sama þótt fólk haldi
að hún sé fúl herfa.
Söngkonan Jessica Simpson seg-
ist ánægð fyrir hönd fyrrum eig-
inmanns síns, söngvarans Nicks
Lachey, sem trúlofaðist nýverið
kærustu sinni, þáttastjórnandan-
um Vanessu Minnillo.
Slúðurrit hið vestra hafa hald-
ið því fram að Simpson sé miður
sín vegna fregnanna en í nýlegu
viðtali sagði hún það fjarri lagi.
„Ég samgleðst honum innilega.
Ég skil ekki hvaðan þessi orðróm-
ur kemur, ég varð alls ekki leið
þegar ég heyrði fréttirnar,“ sagði
söngkonan. „Sambandi okkar
lauk fyrir löngu síðan og það
væri gaman ef allir hinir kæm-
ust nú yfir það og gætu í stað-
inn fagnað sambandi Nicks og
Vanessu. Ég óska þeim alls hins
besta í framtíðinni.“
Sjálf hefur Simpson verið í
föstu sambandi við fyrrum ruðn-
ingshetjuna Eric Johnson og seg-
ist hún afar hamingjusöm með
honum.
Jessica græt-
ur ekki Nick
EKKI LEIÐ Jessica Simpson segist sam-
gleðjast fyrrum eiginmanni sínum sem
trúlofaði sig fyrir stuttu. NORDICPHOTOS/GETTY
Bókin Millennium, Stieg og ég eftir Evu
Gabrielsson, fyrrverandi sambýliskonu
sænska rithöfundarins Stiegs Larsson,
kemur út í Frakklandi í janúar hjá for-
laginu Actes Sud. Í bókinni fjallar Gabri-
elsson um 32 ára samband sitt og Larssons
og hinn vinsæla Millennium-þríleik. Einn-
ig ræðir hún um samskipti sín við fjöl-
skyldu Larssons, sem hafa verið mjög
stirð eftir dauða hans og spila pening-
ar þar stærsta hlutverkið.
Útgefendur tímaritsins Expo og
Larsson-feðgarnir hafa lesið hand-
ritið og þeir mótmæla því sem þar
kemur fram. Þeir telja að Gabri-
elsson leggi fram staðhæfingar sem eigi ekki
við nein rök að styðjast. Forlagið Bjartur hefur
fengið afrit bókarinnar í hendurnar og er að
íhuga hvort hún verði gefin út hér á landi. For-
lagið hefur einnig lengi reynt að fá Gabrielsson
til Íslands. „Við höfum alltaf verið í tölvupóst-
sambandi við hana og það hefur lengi staðið til
að hún komi hingað,“ segir Guðrún Vil-
mundardóttir hjá Bjarti. „Við ætl-
uðum að bjóða henni hingað í
vor þegar kiljurnar [eftir Lars-
son] komu út en það gekk ekki
eftir. En þetta er stórmerkileg
kona og það væri gaman að fá
hana.“ - fb
Frakkar gefa út umdeilda bók
UMDEILD BÓK Fyrrum sambýl-
iskona Stiegs Larsson gefur út
nýja bók sína í Frakklandi.