Fréttablaðið - 13.11.2010, Síða 120
Mest lesið
DREIFING: dreifing@posthusid.is
EF BLAÐIÐ BERST EKKI: 512 5060
VIÐ SEGJUM FRÉTTIR SMÁAUGLÝSINGASÍMINN OG SKIPTIBORÐ: 512 5000 VISIR.IS
Ritstjórn: 512 5313, Fax: 512 5301, ritstjorn@frettabladid.is Auglýsingadeild: auglysingar@frettabladid.is PRENTUN: Ísafoldarprentsmiðja
FRÉTTIR AF FÓLKI
Hvað breyttist?
Illugi Gunnarsson, þingmaður í
leyfi, fjallaði í ræðu á málþingi
Félags viðskipta- og hagfræðinga í
fyrradag um mikilvægi sjálfstæðis
seðlabanka. Trú á stefnu þeirra
yki líkur á að verðbólgumarkmið
þeirra gengi eftir. „Tekin var sú
ákvörðun að gera seðlabankana
sjálfstæða og gríðarlegt samfélags-
legt vald sem flutt var til þeirra frá
stjórnmálamönnum og skiptir máli
hvernig það var gert og af hverju.
Menn treysta seðlabönkunum
betur fyrir því verkefni að ákvarða
verð á myntinni heldur en að láta
stjórnmálamönnunum það eftir og
saga stjórnmálamanna ekkert of
góð í þeim efnum,“ sagði
hann. Illugi var aðstoðar-
maður Davíðs Odds-
sonar forsætisráðherra
þegar ákveðið var að
taka hér upp verð-
bólgumarkmið,
en Davíð varð
sem kunnugt
er síðar
seðlabanka-
stjóri.
Útlendingar hissa
„Eins og bent var á í inngangi er ég
bara jarðfræðingur og fyrrverandi
vörubílstjóri,“ sagði Steingrímur J.
Sigfússon fjármálaráðherra í upp-
hafi máls síns í pallborði á fundi
Félags Viðskipta- og hagfræðinga
í fyrradag. Hann ætlaði því ekki að
hafa vit fyrir hagfræðingum um
stjórn peningamála, en kallaði eftir
því að heilbrigð skynsemi fengi
að ráða. Hann sagði blaðamanni
New York Times hins vegar nýverið
hafa þótt forvitnilegt að
landinu væri stjórnað af
flugfreyju og vörubíl-
stjóra, en líkt og kunn-
ugt er sinnti Jóhanna
Sigurðardóttir
forsætisráð-
herra eitt sinn
flugfreyju-
starfinu. - óká
10 kjötbollur með
sveppasósu, frönskum
745,-
FRÉTTIR VIÐSKIPTI ÍÞRÓTTIR LÍFIÐ UMRÆÐAN
Meiri Vísir.
1 Gamall vasi gerði systkin að
milljarðamæringum
2 Arnar Már borinn út í kyrrþey
3 Sterkar íslenskar konur í
Marie Claire
4 Mexíkósk kona ól barnabarn
sitt
5 Hrottinn í Laugardal fundinn
6 Helga og Bedi fái makleg
málagjöld