Fréttablaðið - 20.11.2010, Síða 2

Fréttablaðið - 20.11.2010, Síða 2
2 20. nóvember 2010 LAUGARDAGUR DÓMSMÁL „Ég játa brotið,“ sagði Gunnar Rúnar Sigurþórsson, tuttugu og þriggja ára maður, í Héraðsdómi Reykjaness í gær. Þar fór fram þingfesting á ákæru ríkis- saksóknara, þar sem Gunnari Rún- ari er gert að sök að hafa banað Hannesi Þór Helgasyni að morgni sunnudagsins 15. ágúst 2010. Niður- staða geðrannsóknar sem Gunnar Rúnar hefur gengist undir er sú að hann sé ekki sakhæfur, að sögn Sigríðar Elsu Kjartansdóttur, sak- sóknara í málinu. Fjölmargir ættingjar og vinir voru mættir í dómsal þegar Gunn- ar Rúnar var leiddur þar inn eftir hádegið í gær. Ekki voru sæti fyrir alla í salnum, þannig að nokkrir urðu að standa meðan þinghald stóð yfir. Mörgum viðstaddra var greinilega mjög brugðið þegar saksóknari las ákæruna upp, en í henni er lýst þeim áverkum sem drógu Hannes til dauða. Þar segir að Gunnar Rúnar hafi banað Hann- esi með því að stinga hann ítrekað með hnífi í brjóst, bak, háls, and- lit, handleggi og hendur. „Gengu hnífstungur meðal annars í hjarta, lunga og nýra,“ segir í ákærunni. Þá er þess aðallega krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar en til vara að honum verði gert að sæta öryggisgæslu á viðeigandi stofnun. Fram kom að tveir geðlæknar myndu leggja yfirmat á geðrann- sókn sem Gunnar Rúnar hefði gengist undir. Samkvæmt henni er hann ekki talinn sakhæfur, eins og áður sagði, en dómari úrskurð- ar endanlega um sakhæfi hans. Verjandi Gunnars Rúnars, Guð- rún Sesselja Arnardóttir, lagði fram kröfu um að þinghaldið yrði lokað til verndar sakborningi og fjölskyldu hans. Til vara að það yrði lokað þegar Gunnar Rúnar og geðlæknarnir gæfu skýrslu. Sak- sóknari tók ekki afstöðu til kröf- unnar en vísaði ákvarðanatöku til Söndru Baldvinsdóttur héraðsdóm- ara, sem tók sér umhugsunarfrest til 21. desember, þegar þinghaldi verður fram haldið. Í málinu gera foreldrar Hannes- ar Þórs kröfu um að Gunnar Rúnar greiði þeim miskabætur upp á samtals fimm milljónir króna, auk skaðabóta vegna útfararkostnað- ar að upphæð tæpar 1,3 milljónir. Gunnar Rúnar viðurkenndi í gær bótarétt foreldranna en mótmælti upphæð kröfunnar. Þá krefst unn- usta Hannesar þess að Gunn- ar Rúnar greiði sér 2,5 milljónir króna í miskabætur. Þeirri kröfu hafnaði hann. Gæsluvarðhald yfir honum var framlengt til 17. desember í gær. jss@frettabladid.is AÐSTANDENDUR Aðstandendur Hannes- ar Þórs heitins Helgasonar voru mættir í dómsal í gær. LEIDDUR FYRIR DÓMARA Gunnar Rúnar Sigurþórsson var leiddur fyrir dómara í gær þar sem hann játaði að hafa orðið Hannesi Þór Helgasyni að bana í ágúst. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Gunnar Rúnar er metinn ósakhæfur Niðurstaða geðrannsóknar sem Gunnar Rúnar Sigurþórsson hefur gengist undir er sú að hann sé ekki sakhæfur. Hann játaði fyrir héraðsdómi í gær að hafa banað Hannesi Þór Helgasyni í ágúst. Gæsluvarðhaldið var framlengt í gær. SKÓLAMÁL Börn í leikskólanum Sóla í Vestmannaeyjum fengu óvæntan gest í heimsókn þegar Kristinn Valgeirsson, vélstjóri á frysti- togaranum Vestmannaey VE-444, kom með keldusvín til þeirra í gærmorgun. „Þau voru mjög glöð og ánægð, fuglinn sprækur en spakur,“ segir Hugrún Magnúsdóttir leikskóla- kennari sem sýndi börnunum fugl- inn. Keldusvín verptu hér á árum áður en hættu því þegar mýrar voru ræstar fram og minkastofn- inn stækkaði. Hreiður keldusvíns fannst síðast hér árið 1963. Ein- staka flækingsfuglar sjást annað slagið. „Þeir lenda stundum hjá okkur flækingarnir og eru þá örmagna,“ segir Kristinn en keldusvínið fannst í skipinu á miðvikudag. - jab BÖRNIN SKOÐA KELDUSVÍNIÐ Hugrún Magnúsdóttir segir börnin í leikskólanum Sóla hafa verið mjög áhugasöm um keldusvínið sem kom í heimsókn til þeirra í gærmorgun. Fuglinn hefur lítið étið en nærðist í skólanum. FRÉTTABLAÐIÐ/ÓSKAR Sjaldséður flækingsfugl kætti börnin á leikskólanum Sóla í Vestmannaeyjum: Keldusvín kom með togara til Eyja Þorsteinn, eruð þið þá alltaf sammála? „Samál er sammála um að álið sé málið.“ Þorsteinn Víglundsson er framkvæmda- stjóri Samáls, nýstofnaðra samtaka álframleiðenda á Íslandi. LÖGREGLUMÁL Stjórn Saga Fjár- festingarbanka ákvað á fundi sínum í fyrrakvöld að forstjórinn Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson yrði ekki settur í leyfi frá störf- um vegna rannsóknar sérstaks saksóknara á málefnum Glitnis. Meðal þess sem sérstakur sak- sóknari rannsakar eru kaup sjóðs á vegum Glitnis á skuldabréfi af Saga Capital, nú Saga Fjárfest- ingarbanka, fyrir 1,2 milljarða króna eftir bankahrun 2008. Þorvaldur Lúðvík hefur verið yfirheyrður vegna hlutdeildar bankans í viðskiptunum og haft réttarstöðu sakbornings í málinu. Yfirheyrslur í málinu héldu áfram í gær. - jab Áfram yfirheyrt vegna Glitnis: Forstjóri Saga víkur ekki sæti ÞORVALDUR LÚÐVÍK Forstjóri Saga Fjárfestingarbanka er með réttarstöðu sakbornings í Glitnismálinu svokallaða. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA VIÐSKIPTI Í kringum tíu óskuld- bindandi tilboð hafa borist Arion banka í allt að 29 prósenta kjöl- festuhlut í Högum. Frestur til að skila inn tilboðum rann út á mánudag. Á vef Viðskiptablaðsins í gær segir að í næstu viku verði tekin ákvörðun um næstu skref í sölu- ferlinu. Eftir því sem Fréttablaðið kemst næst er ekki útilokað að líf- eyrissjóðirnir eigi eitt tilboðanna, hugsanlega með Framtakssjóði Íslands. Verðmæti kjölfestuhlutar gæti numið allt frá rúmum tveim- ur til sex milljarða króna, miðað við mögulegt hlutafjárvirði sem greiningarfyrirtækið IFS gerði fyrir skemmstu. - jab Tíu tilboð komin í Hagahlut: Gæti kostað sex milljarða króna LISSABON Miklar væntingar eru bundnar við leiðtogafund Atlants- hafsbandalagsins, NATO, sem hófst í Lissabon í gær, en þar verður meðal annars reynt að ná samstöðu um að draga herlið út úr Afganistan fyrir árið 2014. Þá verða samskipti við Rússa einnig í brennidepli en þíðu er að gæta í þeim málum þar sem Dimitri Medvedev, forseti Rúss- lands, er meðal gesta fundarins. Barack Obama Bandaríkjaforseti sagði að þessi fundur gæti hleypt nýju lífi í bandalagið. Anders Fogh Rasmussen, fram- kvæmdastjóri NATO, vonast til að geta tilkynnt að á næsta ári verði byrjað að fækka í herliðinu, sem nú telur um 130.000 manns, og raunhæft verði að ljúka verkefn- inu árið 2014. Talið er að NATO miði við að afganski herinn verði kominn með stjórn á ástandinu áður en herlið bandalagsins yfirgefi landið. Rasmussen segir að NATO muni ekki hlaupast frá ókláruðu verki. „Ég held að allar aðildarþjóð- ir séu tilbúnar að skuldbinda sig verkefninu eins lengi og til þarf,“ sagði hann. Jóhanna Sigurðardóttir forsætis- ráðherra situr fundinn fyrir hönd Íslands. - þj Leiðtogar NATO hittast á mikilvægum fundi í Lissabon í Portúgal: Vilja yfirgefa Afganistan 2014 ÍÞRÓTTIR Vésteinn Hafsteins- son frjálsíþróttaþjálfari segir í viðtali við Fréttablaðið í dag að hlúa þurfi mun betur að íslensku afreksfólki í íþróttum. Slík fjárfesting gæti skilað milljörð- um í þjóðar- búið. „Ef Ísland myndi eign- ast Ólympíu- meistara yrði allt vitlaust í öllu þjóðfélag- inu. Það hefur verið sýnt fram á það að slíkur árangur skili sér í meiri fram- leiðni á vinnumarkaði sem getur skilað þjóðarbúinu milljörðum,“ segir Vésteinn. „Evrópumeistara- titill Dana árið 1992 var fimmtán milljarða danskra króna virði í þjóðarframleiðslu. Þetta er það samhengi sem við þurfum að skoða þessi mál í.“ - esá / sjá síðu 86 Vésteinn Hafsteinsson: Afreksíþróttir milljarða virði MIKILVÆGUR FUNDUR Anders Fogh Rasmussen vonast til að ná sátt um að draga herlilð NATO úr Afganistan fyrir 2014. NORDICPHOTO/AFP VÉSTEINN HAFSTEINSSON VIÐSKIPTI Líklegt þykir að starf- semi Eik Bank í Danmörku verði seld innan mánaðar. Þetta er mat Steen Parsholt, núverandi banka- stjóra. Eik Bank fór í þrot fyrir rúmum mánuði og er nú í eigu dönsku bankasýslunnar. Nær eingöngu er um netbanka- starfsemi að ræða hjá Eik Bank í Danmörku. Parsholt segir í sam- tali við netmiðilinn Business.dk í gær að danskir og erlendir bank- ar hafi sýnt netbankanum áhuga. Skuldbindandi tilboðum á að skila í næstu viku. - jab Hlutur Eik Bank er nú falur: Líklega seldur innan mánaðar TÆKNI Búast má við að bandaríska tæknifyrirtækið Apple kynni til sögunnar nýja gerð af iPad- spjaldtölvunni, að mati sérfræð- inga. Fyrsta iPad-tölvan kom á markað í apríl á þessu ári. Í netútgáfu tæknitímaritsins Computerworld í gær er ýmsum möguleikum velt upp sem gætu prýtt nýja tölvu. Vefmyndavél er þar efst á blaði. - jab Veðja á nýja iPad-tölvu í apríl: Verður líklega með myndavél SPURNING DAGSINS Opið: Má. - Fö. 12 - 18 - Lau. 12 - 16 - Sun. 13 - 16 Kauptúni 3 • 210 Garðabær • S 771 3800 • www.signature.is
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.