Fréttablaðið - 20.11.2010, Page 50

Fréttablaðið - 20.11.2010, Page 50
heimili&hönnun2 ● Forsíðumynd: Anton Brink tók mynd á heimili Mar- grétar Arnardóttur og Hrannars Péturssonar Útgáfufé- lag: 365 miðlar ehf., Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík, s. 512 5000 Ritstjórar: Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid og Júlía Margrét Alexandersdóttir juliam@frettabladid. is Auglýsingar: Hlynur Þór Steingrímsson s. 512 5439 Útlitshönnuður: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabla- did.is. „Það fylgir gluggatjöldum eins og öðru innanhúss að komnir eru fleiri litir en voru fyrir nokkrum árum og líka fleiri efni. Minna um hvítt,“ segir Thelma Björk Frið- riksdóttir innanhúss arkitekt spurð um nýjustu áherslur í gardínu vali þjóðarinnar og viður kennir að gluggatjöld séu fylgifiskur annarra hluta sem hún sé að vinna með. „Reyndar eru yfirleitt lát lausar rúllu- eða strimlagardínur næst glerinu en svo er meiri hlýleiki í vængjum sem ná niður á gólf, þeir eru í fjölbreyttari litum en gráir og brúnir tónar eru mest áberandi ennþá. Fæstir velja skæra liti en ég spái því að sá tími komi.“ Hvað efnin áhrærir eru það hörblöndur og silkiblöndur sem mestra vinsælda njóta að sögn Thelmu Bjarkar. „Svo er striga- og fíngerð bambusáferð líka að ryðja sér til rúms. Svolítið eins og var. Þetta fer allt í hringi,“ segir hún. Sjálf kveðst hún fara oftast í Bólstrarann á Langholtsvegi og Epal þegar hún leiti gardínuefna. Nefnir líka Álnabæ, Vogue og Z- brautir og gluggatjöld sem selji fallega álnavöru fyrir gluggana og að Nútíma sé með ýmsar lausnir. „Svo er hægt að fara í möppur í búðunum sem selja gardínur og láta þær panta alls konar skemmti- leg efni,“ bendir hún á. - gun Hlýleiki dempaðir litir ● Hvít og einföld gluggatjöld eru að víkja fyrir dempuðum og hlýlegum litum og í stöku tilfell- um sterkum og áberandi. Thelma Björk Friðriksdóttir innanhússhönnuður veit allt um málið. 1. Falleg striga- áferð á gráum vængjum en að sögn Thelmu er einhvers konar fíngerð áferð á gluggatjöldum það sem koma skal. Glugga- tjöldin eru frá ROMO sem Bólstrarinn selur. 2. Dempaðir og hlýlegir litatónar eru einna mest áberandi í vetur en minna er um hvít gluggatjöld. 3. Thelma Björk spáir því að tími skærra lita sé að renna upp í gluggatjöldum og segir eitthvað farið að sjást af slíku. 4. Þung, falleg gluggatjöld í sér- staklega fallegri litapallettu. „Fæstir velja skæra liti en ég spái því að sá tími komi,“ segir Thelma Björk Friðriksdóttir. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Súkkulaðibrúnn löber fyrir súkk- ulaðikökukaffi- boð. Habitat, Holtagörðum. Verð: 2.990 krónur. Glansandi og fínn rauður Oxo-teketill með góðu og þægilegu gripi. Kokka, Laugavegi 47. Verð: 11.900 krónur. GÓÐ KAUP … fyrir kaffiboðið Ljómandi fallegt kökufat á fæti með glerhjálmi. ILVA, Korputorgi. Verð: 4.995 krónur. 1 2 3 4 ● FLÆKJULJÓS kallast ljós sem Brynja Emilsdóttir, fata- og text- ílhönnuður, hannaði og Aurum kynnir í verslun sinni í Bankastræti þenn- an mánuðinn. Flækjuljós- in eru lampakúplar, hand- unnir úr tvinna en tæp- lega tvö þúsund metrar af tvinna fara í hvern lampa. Í gegnum hálfgegnsætt efnið skín svo ljós- ið en kúplarnir eru í ýmsum stærðum og litum og má bæði nota sem lampa á fæti og sem loftljós. ● SARAH FAGER er einn þeirra hönn- uða sem hanna fyrir IKEA og nýjasta lína hennar YNGAREN, hefur vakið mikla athygli, ytra sem hér heima. Hlutirnir, skálar, vasar, sápudæla og fleira, eru úr lituðu gleri og minna ei- lítið á hönnun frá 6. og 7. áratugnum. ● HOLLENSKI HÖNNUÐURINN CHRIS KABEL hannaði nýlega hringlaga bekk sem hann nefnir Shared Space III. Bekkinn útbjó Kabel úr tíu metra löngu tré sem hann sagaði niður í trapisulaga búta sem hann raðaði saman til að móta hring. Ætlun hringsins er að fólk geti setið í honum og fengið tilfinningu um ákveðna nánd við þá sem sitja í hringnum með því. ● HILLUSAMSTÆÐAN AN FURNITURE eftir hönnunarteymið KAMKAM frá Seúl er frábærlega sniðug. Hönnuðirnir miðuðu við hefð- bundnar blaðastærðir, A3, A4, A5 og svo framvegis. Húsgagnið getur bæði verið hillusamstæða þar sem öllum einingunum er raðað saman (og möguleiki er að raða þeim á mismunandi máta), en einnig getur hver eining staðið ein og sér. Þannig getur samstæðan orðið að skáp, bókahillu og frístandandi borði. undir sólinni ÍS L E N S K A S IA .I S S F G 4 20 40 0 4. 20 08 [ SÉRBLAÐ FRÉTTABLAÐSINS UM HÍBÝLI ] heimili & hönnun nóvember 2010 Ískaldir tónar Blár litur er í brennidepli í hönnun og er janfvel sagður jólaliturinn. SÍÐA 4 kaffivélar – mest seldu sjálfvirku kaffivélarnar á Íslandi um árabil NÓVEMBER TILBOÐ Verð frá 69.990 Ótrúlegt ítalskt hótel Maison Moschino í Mílanó er ótrúleg ævintýraveröld. SÍÐA 8 HEIMILI FULLT MINNINGA Margrét Arnardóttir og Hrannar Pétursson í miðbænum. BLS. 6 FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.