Fréttablaðið - 20.11.2010, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 20.11.2010, Blaðsíða 34
34 20. nóvember 2010 LAUGARDAGUR L ífrænar vörur eru um tvö prósent þeirrar matvöru sem Íslend- ingar neyta að mati Ólafs Dýrmundssonar ráðunauts um lífrænan búskap og landnýtingu hjá Bænda- samtökum Íslands. Hlutfallstalan er ónákvæm því lífrænar vörur eru ekki sérstaklega skráðar hjá Hagstofunni og því alltaf um ein- hvers konar ágiskun að ræða þegar hluturinn er metinn segir Ólafur. „Við gerðum nokkuð ítarlega könnun á þessu síðastliðið sumar og þessi varð niðurstaðan. Við spurðumst fyrir í verslunum og hjá heildsölum og dreifingaraðilum og drógum töluna af þeim niður- stöðum þó að svörin hafi verið mis- jafnlega nákvæm.“ Ólafur metur það svo að innfluttar vörur séu um helmingur lífrænna vara en inn- lend framleiðsla helmingur. Fram kom í samtölum Frétta- blaðsins við nokkra forsvarsmenn stórverslana að áhugi neytenda á lífrænum vörum hefði á umliðn- um árum aukist jafnt og þétt. Í flestum verslunum hefur verið brugðist við þessum aukna áhuga með auknu framboði af lífrænum vörum. Þeim er yfirleitt helgaður sérstakur staður í verslununum þannig að sá neytendahópur sem sækist eftir að kaupa lífrænt geti gengið að vörunum á einum stað. Umfang lífrænu deildanna er mis- mikið eftir verslunum en þar sem mest er lagt upp úr verslun með lífrænar vörum er um sérstakar deildir að ræða. Þá eru ótaldar sérverslanir með lífrænar vörur en þeim hefur smám saman vaxið fiskur um hrygg. Hæg en jöfn aukning Um 64 býli eða framleiðslueiningar höfðu í árslok vottun um ástundun lífræns búskapar og hefur fjölgað hægt og bítandi undanfarin ár. Til samanburðar má nefna að býlin voru 39 í árslok 2001. Íslendingar standa þó nágrannaþjóðunum að baki í þessum efnum. Til dæmis stefna Norðmenn að því að 15 pró- sent landbúnaðar verði lífræn árið 2015. „Ég held að það sé ágætt að við miðum okkur við Noreg því þar eru aðstæður að mörgu leyti líkar og hér. Þar stefna menn að ákveðnu marki en sú er ekki raun- in hér á landi,“ segir Ólafur sem gagnrýnir harðlega skort á stefnu- mörkun íslenskra stjórnvalda er kemur að lífrænni ræktun. Auk þess telur hann slælega stutt við bakið á bændum sem hyggjast skipta yfir í lífræna ræktun. Tillögur til ráðherra Ólafur sat í starfshópi sem í sept- ember síðastliðnum skilaði áliti til landbúnaðarráðherra þar sem sett- ar eru fram tillögur um stuðning við aðlögun að lífrænum búskap á Íslandi auk þess sem farið var yfir stöðu hans og horfur. Skortur á gögnum háði starfi hópsins. En meðal helstu niður- staðna hans er að framboð á líf- rænni vöru svari ekki eftirspurn. Mikill vöxtur sé í þessum geira og þó að salan hafi ekki náð því magni sem hún var í fyrir hrun hafi hún eigi að síður náð nokkuð vel að jafna sig. Enn er framleiðsla á líf- rænu grænmeti mest en vöruflokk- um í mjólkurvörum hefur fjölgað, og er gert ráð fyrir vexti þar og í framleiðslu á lífrænu kjöti. Aftur til fortíðar Lífræn ræktun er ræktun eins og hún var áður en farið var að búa til áburð og erfðabæta og breyta. „Hreinræktaðasta form af tækni- væddum búskap er mjög sérhæfð- ur verksmiðjubúskapur, sem þó er að ganga sér til húðar í heiminum,“ segir Ólafur. „Hann fer illa með landið og starfsfólkið og er svo orkufrekur að hann er ekki annað en tímaskekkja, lífrænn búskapur, sem í eðli sínu er sjálfbær, hlýtur að vera framtíðin.“ Tæknivæddur landbúnaður var og er svar við meiri framleiðslu- kröfu í landbúnaði og kröfunni um ódýran mat. „Þessi krafa um ódýran mat sem sífellt er á lofti er vandamál,“ segir Ólafur sem reyndar telur vafasamt að telja hreinræktaðan verksmiðju búskap til landbúnaðar. „Stærsti framleið- andinn hér á landi, sem er bæði í svína- og alifuglarækt, er til að mynda ekki í samtökum bænda.“ Ólafur er þeirrar skoðunar að Íslendingar ættu að vera framar- lega í lífrænni ræktun en til þess að það geti gerst verður lífræni geirinn að verða hluti af hefð- bundna landbúnaðinum, ekki álit- inn einhvers konar sérdeild. „Hér stjórna neytendur ferðinni, neytendur og stjórnmálamenn, þetta er auðvitað hápólitískt mál.“ Sífellt fleiri velja lífrænar vörur Engar opinberar tölur eru til um umfang lífrænnar vöru í daglegri neyslu Íslendinga. Sigríður Björg Tómasdóttir komst þó að því að áhugi á lífrænum vörum eykst hægt og bítandi bæði meðal framleiðenda og neytenda. ■ FRUMKVÖÐULL Í LÍFRÆNNI RÆKTUN Byggið slær í gegn Það er stundum sagt að það taki fólk tólf ár að breyta vana sínum, ég hef staðið í verslunum síðan árið 2000 að kynna byggið, gefa fólki graut og starfið er að bera árangur. Í fyrra óx salan á bygginu um 50 prósent,“ segir Eymundur Magnússon, bóndi í Valla- nesi og frumkvöðull í lífrænni ræktun hér á landi. „Það eru tvær ástæður fyrir þessari söluaukningu, annars vegar þessi kynning, fólk var farið að heyra af bygginu. Hin ástæðan er blessuð kreppan eins og ég segi stundum. Blessuð vegna þess að hún kennir fólki að líta sér nær. Verð á innfluttum vörum hefur rokið upp og því leitar fólk í byggið.“ Bygg hentar sem meðlæti með mat líkt og hrísgrjón, en svo hef ég verið að kenna fólki að gera úr því graut. Nú verður það auðveldara því ég er einmitt í þessum töluðu orðum að hefja framleiðslu á byggflögum, þær getur fólk matreitt alveg eins og hafrana í hafragrautinn,“ segir Eymundur. Eymundur skipti úr hefðbundnum búskap yfir í lífrænan árið 1989, en hann hafði þá um skeið ræktað lífrænt grænmeti til heimabrúks. „Þetta fór að spyrjast út strax upp úr 1980 og við fengum reglulega símtöl frá fólki sem vildi kaupa af okkur græn- meti. Aðallega var þetta fólk sem hafði kynnst lífrænni ræktun erlendis. Við sáum að þarna var markaðstækifæri og skiptum alveg yfir 1989 þó að áður værum við komin langt með hugsjón- ina.“ Er þetta hugsjónastarf? „Maður þarf að minnsta kosti að vera með meiri náttúrumeðvitund, maður sér hvað lífið í jörðinni er miklu öflugra þegar maður er með lífræna ræktun, hún snýst í raun um að auka frjósasemi jarðvegsins.“ Eymundur segir kaupendur framleiðslunnar hans vera alls konar fólk og fyrst og fremst sé fólk að hans mati að sækjast eftir góðri vöru og bragði. „Það er svo eins og bónus að varan er bæði íslensk og lífræn,“ segir Eymundur sem gjarnan myndi vilja sjá fleiri bændur feta hina lífrænu braut. „Það hafa því miður alltof fáir ungir bændur farið út í lífræna ræktun, það þyrftu fleiri að svara kalli markaðarins, það er mikil eftirspurn eftir lífrænum vörum og ég finn fyrir miklu þakklæti frá markaðnum. Fólk þakkar mér fyrir það sem ég er að gera, það er mikil blessun.“ Lífræn ræktun og búskapur* ■ Jarðvegurinn og lífið í honum er undirstaðan. ■ Með lífrænum ræktunaraðferðum eru jarðvegsgæðin bætt og reynt að koma í veg fyrir jarðvegseyðingu. ■ Við lífræna ræktun er frjósemi jarðvegsins aukin með sjálfbærum hætti, þannig að hann geti nært þær plöntur sem á honum vaxa, í stað þess að næra plönturnar með auðleystum áburðarsöltum (tilbúnum áburði), jafnvel án jarðvegs. Byggð er upp varanleg frjósemi jarðvegs. ■ Lögð er áhersla á heilbrigðan og lifandi jarðveg þar sem gott jafnvægi ríkir. ■ Lífrænn búskapur byggist á lífrænni ræktun jarðvegs, notkun lífræns áburðar, safnhaugagerð, sáðskiptum og lífrænum vörnum í stað hefð- bundinna lyfja og eiturefna. ■ Gerðar eru miklar kröfur til umhverfisverndar, velferðar búfjár og hrein- leika afurða. Óheimilt er að nota erfðabreyttar lífverur og stefnt er að sjálfbærum búskap. heimild. www.bondi.is Hverjir kaupa lífrænt? Fólk kaupir lífrænar vörur af ýmsum ástæðum að mati Ólafs Dýrmunds- sonar. Í hópi kaupenda er að finna fólk sem er að hugsa um umhverfið, fólk sem telur matinn hollari og fólk sem er grænmetisætur, þá er ótalinn einn stærsti kaupendahópur lífrænna vara á íslandi, foreldrar ungbarna, en lífrænar vörur hafa unnið sér mjög sterkan sess á meðal þeirra. Jón Þór Pétursson, doktorsnemi í þjóðfræði, skiptir kaupendum lífrænna afurða í þrennt í grein sinni Lífrænt fólkt í Þjóðarspegli 2010 (http://hdl. handle.net/1946/6773). „Ein helsta ástæðan er persónuleg heilsa og hollusta. Önnur ástæða fyrir að kaupa lífrænt er tengd umhverfisvernd en í lífrænni framleiðslu er bannað að nota tilbúinn áburð og eiturefni sem náttúran getur ekki brotið niður. Þessi ástæða tengist hinni fyrstnefndu vegna þess að fólk hefur einnig áhyggjur af því hvaða áhrif efnin hafa á heilsu þess. Þriðja ástæðan er umhyggja fyrir velferð manna og dýra en til þess að fá lífræna vottun þarf aðbúnaður starfsfólks og dýra að vera viðunandi.“ FRJÓSEMI JARÐARINNAR AUKIN 10 vinsælustu matvörur Fræsins 1. Hafraflögur frá Rapunzel 2. Voxis-hálstöflur frá Saga Medica 3. Hveitikím frá Naturfood 4. Maldonsalt 5. Engiferöl frá Naturfrisk 6. Hörfræjaolía frá Rapunzel 7. Hafraklattar frá Matarkistunni 8. Bankabygg frá móður jörð 9. Brauð frá Brauðhúsinu 10. Sólskinssósa frá Móður náttúru Heimild: Fræið, 1. tölublað, 1. árgangur apríl 2010. Gefið út af Fjarðarkaupum en Fræið er nafn lífrænu deildar verslunarinnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.