Fréttablaðið - 20.11.2010, Blaðsíða 42
42 20. nóvember 2010 LAUGARDAGUR
A
ðfaranótt 6. mars árið
1869 liggur Jakob ína
Jónsdóttir sofandi í
rúmi sínu austur á
Reyðarfirði. Í draumi
hennar eru Þóra og Elínborg. Þær
eru komnar að Hólmum, hafa
„vaðið krap og bleitu yfir Hólma
hálsinn“, en í draumnum finnst
Jakobínu þó sem Reykjavík sé þar
sem Eskifjörður er. Hún finnur til
sokka og skó handa þeim og ætlar
það engan enda að taka „eins og
vant er í draumi“. Þar sem þær
sitja í stofunni finnst Jakobínu
Elínborg vera glaðleg en Þóra ekki.
Jakobínu grunar þó að það sé upp-
gerð í Þóru.
Gamli sauðurinn Grímur Thomsen
Síðan þær Þóra og Jakobína kvödd-
ust við Reynisvatn haustið 1867
hafa þær skrifast á. Svo gerist það
síðla árs 1868, eða jafnvel ekki fyrr
en í byrjun árs 1869, að Grímur
Thomsen, sem þá hefur sagt stöðu
sinni í danska utanríkisráðuneyt-
inu lausri og snúið heim til að hefja
búskap á æskuheimili sínu á Bessa-
stöðum, biður um hönd Jakobínu.
Hún hefur varla litið Grím augum
og þekkir hann aðeins af sögum
sem eru bæði margar og svaka-
legar. Hún ákveður að leita ráða
hjá Þóru sem þekkir Grím í gegn-
um föður sinn. Þrátt fyrir undir-
liggjandi togstreitu milli Gríms
og biskups ins er hann tíður gestur
í Austurstrætinu og biskupsfjöl-
skyldan hefur heimsótt hann á
Bessastaði. En hvað á Þóra að
gera? Grímur Thomsen er enginn
venjulegur maður. Hann er heims-
borgari sem hendir silkifóðraðri
skikkju sinni í drullupoll – eða svo
segir sagan – svo leikkonan sem
hann er í tygjum við komist klakk-
laust upp í hestvagninn þar sem
hann bíður hennar. En hún veit líka
að hann getur verið ófyrirleitinn og
óútreiknanlegur.
Þóra er í vanda. Hún vill reynast
vinkonu sinni vel en samt ekki bera
ábyrgð á óhamingju Jakobínu, hver
sem ákvörðun hennar verður. Hún
hvetur hana samt pínulítið með
því að segja henni að oft rætist úr
hjónaböndum sem ekki byrji í ást.
Líka þegar hún segir í sama bréfi
Grím vera „makalaust galant.“
En skilaboðin til Bínu eru þó mis-
vísandi og ruglingsleg því í næsta
bréfi kallar Þóra Grím gamlan sauð
– hann er þá 48 ára – og skrifar:
„mjer þóknast gömlu karlarnir vel,
en þarámót eru allir ungir Fýrar
mín Pest ha! hvað! trúir þú mjer
ekki.“
Allir ungir fýrar mín pest? Hér
er allt í hálfkveðnum vísum og
bréfabútum án dagsetninga.
Vandræðagangur í vinaheimsókn
Ein lítil saga gæti þó skýrt þessi
orð Þóru þótt hún gerist að öllum
líkindum síðar eða haustið 1869
þegar hún er á tuttugasta og öðru
ári. Þá er Þóra stödd í Aðalstræti
6, húsi Þórðar Jónassonar háyfir-
dómara, hjá Maríu dóttur hans.
Erindið er að ræða basar sem þær
voru að undirbúa. Stuttu síðar
mæta á staðinn þær Elín, systir
Magnúsar Stephensen, síðar lands-
höfðingja, og tilvonandi eiginkona
Theodórs, bróður Maríu, og Þór-
unn Havstein, dóttir Péturs amt-
manns og systir Hannesar. María
og Þórunn fara „þá inn í kamer-
sið“ og byrja að „pískra saman“.
Þær koma fram og segja Þóru að
Þórunn og Jónas, annar bróðir
Maríu, síðar alþingis maður og
land læknir, séu trúlofuð. Þá var
það ekki opinbert og hafði Þórunn
verið að sverja af sér orðróminn
allt sumarið. Í því kemur Jónas
inn og sér að Þóra verður „nátt-
úrl. hin kátasta“, að eigin sögn, við
að heyra tíðindin. Þóru finnst sem
Jónas ætli að hún eigi að bregðast
öðruvísi við, að hún eigi að „öfunda
Þórunni af lukku hennar og verða
dauf“. Þegar stúlkurnar hafa rætt
um basarinn og þá sjálfboðavinnu
sem undir búningurinn felur í sér
vindur Jónas sér allt í einu að Þóru
og fer að gefa í skyn að hún muni
í raun geta komið vel út úr þessari
vinnu, „setum svo að hann Helgi
Helgasen beiddi yðar eptir allt
saman.“
Ekki að hugsa um giftingar
Helgi Helgason? Guðfræðingur
og skólastjóri, síðar eigin maður
Magdalenu Zoëga Lichtenberg
sem áður er nefnd? Ekki er það
fullvíst en orð Jónasar fara illa í
Þóru. Hún byrjar að titra af reiði
og þegar Elín fer að hlæja og gant-
ast með drykkjuskap þessa Helga
– hún myndi ekki öfunda hana af
því að taka á móti honum þegar
hann kæmi „rennblautur heim á
kveldin“ – hefur hún lagt frá sér
kaffibollann af ótta við að missa
hann í gólfið úr skjálfandi hend-
inni. En hún verður samt að látast
og svarar því Elínu í einhverju upp-
gerðargríni: „ó hann yrði víst ekki
verri en aðrir sem koma blautir
heim“, breytir svo um tón og snýr
sér að Jónasi og segir með þunga:
„en yður ætla jeg að segja það að
jeg er ekki að hugsa um neinar
giptingar“.
Svo er þögn. Ekkert nema sötrið
í Þóru þegar hún keppist við að
klára kaffið og svo hljómurinn frá
postulín inu þegar bollinn skellur á
undir skálinni. Þá stendur hún upp
og kveður, Elínu 29 ára, Maríu 24
ára og Þórunni 20 ára. Jónas, 29
ára, kveður hún ekki en lítur á hann
með vanþóknun á leið sinni út.
[…]
38 ára og enn einhleyp
Það er 5. febrúar árið 1886 og úti er
stingandi frost. Inni í kaldri Dóm-
kirkjunni situr Elínborg, fjöru-
tíu og fjögurra ára, með börn sín,
Sesselju ellefu ára og Pétur tíu ára,
að fylgja elskulegum eiginmanni
sínum til grafar. Hennar bíður nú
óljós staða sem ekkju valdamesta
embættismanns á Íslandi. Og
þarna er Þóra, þrjátíu og átta ára.
Einhleyp. Hennar bíður, að öllum
líkindum, ekki annað en fram-
tíð sem gömul „jómfrú að vandra
áfram í heiminum“, án hlutverks
og skyldna. „Það er brosað að þess-
um gömlu jómfrúm“, segja þær
systur.
En bíðum aðeins við. Uppi í ræðu-
stól stígur nú rúmlega þrítugur
prestur, séra Þórhallur Bjarnarson,
til að minnast hins látna landshöfð-
ingja. Þórhallur er verðandi presta-
skólakennari og er í miklu áliti hjá
biskupnum og öðrum embættis-
mönnum. Um haustið verður hann
gerður að biskupsritara. Eitthvað
hefur gerst eða mun gerast sem
verður til þess að trúlofun hans og
Þóru liggur í loftinu þennan vetur.
En um sumarið, um það bil þegar
Leiðarvísirinn mikli kemur út,
kemur til landsins frá Kaupmanna-
höfn Valgerður Jónsdóttir, 23 ára
gömul fósturdóttir Tryggva Gunn-
arssonar og Halldóru Þorsteins-
dóttur, systur Sigríðar þeirrar sem
kallaði Þóru „hégómlega trítlu“ hér
um árið. Tryggvi er sveitungi og
náinn vinur séra Björns Halldórs-
sonar í Laufási við Eyjafjörð, föður
Þórhalls. Atburðarásin þetta sumar
er óljós en endirinn er skýr: Val-
gerður og Þórhallur eru trúlofuð
um haustið.
Þóra situr eftir með sárt ennið
Það verður „heilt uppþot“ morgun-
inn 18. október 1886 þegar þetta
fréttist: „er það ekki „makalaust!“
aumingja Þóra biskups hún situr
eptir með sárt ennið“, skrifar
Guðrún Borgfjörð til bróður síns,
Finns Jónssonar, alþýðupiltsins
úr Reykjavík sem er um það bil að
verða dósent í norrænum fræðum
við Kaupmannahafnarháskóla. Og
frá bænum Stafholtsey í Borgar-
firði skrifar Elín Blöndal, eigin-
kona Páls Jakobs Blöndal læknis,
bróður sínum, Þorvaldi Thorodd-
sen náttúrufræðingi, sem þá er
nýkominn heim til Íslands úr vís-
indaferð um Evrópu, hinar óvæntu
fréttir. Svo fer hún eitthvað að tala
um að hann sé nú tveimur árum
eldri en Þórhallur. Að hann ætti því
líka að fara að finna sér konu.
Það er brosað að
gömlum jómfrúm
Þóra biskups og raunir íslenskrar embættismannastéttar er nýútkomin bók
Sigrúnar Pálsdóttur. Hér fylgjumst við með angistinni sem fylgdi því að vera
ólofuð í bæ þar sem framboð mannsefna af efri stétt var minna en eftirspurn.
SYSTUR Þóra og Elínborg Pétursdætur stilla sér upp í evrópskum síðkjólum á reyk-
vískri möl. Þóra var fædd 1847 en Elínborg árið 1842.
■ SAGNFRÆÐINGUR OG RITSTJÓRI
Sigrún Pálsdóttir, höfundur bókarinnar
um Þóru Pétursdóttur, lauk meistara- og
doktorsnámi frá Oxford-háskóla. Hún hefur
verið stundakennari við Háskóla Íslands og
er ritstjóri tímarits Sögufélagsins, Sögu. Þóra
biskups er hennar fyrsta bók en hún byggir
meðal annars á umfangsmiklu bréfa- og
dagbókaefni sem Þóra lét eftir sig.
„Sá þráður sem ég valdi [við ritun bók-
arinnar] var leit Þóru að maka. Þetta var
stór tilvistarspurning á 19. öld því framboð
mannsefna af borgarastétt var minna en
eftirspurn. Bréf Þóru leiða þessa angist
líka vel í ljós því það sem brennur á Þóru
fram til fertugs er karlmenn,“ sagði Sigrún í
viðtali við blaðið Bækur sem fylgdi Frétta-
blaðinu í vikunni.
Hægt er að horfa á myndina
með íslensku eða ensku tali.
Íslensk örlagasaga sem
aldrei má gleymast.
Góð gjöf
til vina
og ættingja
erlendis
NÝTT á DVD
PLÚS: 60 MÍNÚTUR AF AUKAEFNI
„Myndin var
framúrskarandi
vel gerð.“
OPO Morgunblaðinu