Fréttablaðið - 20.11.2010, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 20.11.2010, Blaðsíða 30
30 20. nóvember 2010 LAUGARDAGUR F yrst af öllu viljum við taka fram að það er nýkomin aðdáenda- síða fyrir Spilverk þjóðanna á Facebook. Eins og stendur eigum við einn aðdáanda en stefnum að því að þeir verði ekki fleiri en þrír. Lesendur eru hvattir til að bregðast fljótt við, vilji þeir ná inn í tæka tíð,“ segir Valgeir Guð- jónsson þegar blaðamaður tyllir sér með honum og hinum meðlim- um Spilverksins, Diddú, Sigurði Bjólu og Agli Ólafssyni, í menn- ingarhúsinu NemaForum sem Val- geir rekur ásamt Ástu Kristrúnu eiginkonu sinni í Slipphúsinu við höfnina. Þrátt fyrir aðdáendafæð á hinni spánnýju Facebook-síðu leikur enginn vafi á því að Spilverkið er með allra vinsælustu hljómsveit- um sem Ísland hefur alið og mikið stendur til á næstu vikum og mán- uðum hjá kvartettinum. Plata á stórstraumsflóði Í byrjun næsta mánaðar kemur út veglegur kassi sem inniheldur allar sex plötur Spilverksins auk einnar til sem samanstendur af ýmsu fágæti frá ferlinum, áður óútgefnum upptökum og fleiru. Einnig hefur 11. september á næsta ári verið eyrnamerktur sem dagsetningin fyrir fyrstu stóru hljómleika Spilverksins í áratugi. Þeir verða haldnir í hinu langþráða tónlistarhúsi Hörpu, sem hlýtur að teljast einkar við- eigandi þar sem Spilverkið hefur innanborðs bæði fyrrverandi og núverandi formenn Samtaka um tónlistarhús, SUT, þá Valgeir og Egil. „Við höfum verið upptekin af þessu húsi um langan aldur og segja má að örlög okkar séu að spila þar,“ segir Valgeir. Þá eru ótaldar stærstu fréttirn- ar, sem snúa að því að Spilverkið hyggist gefa út nýja skífu. Sjálfur útgáfudagurinn hefur ekki verið negldur niður en Spilverksfólk hefur sínar hugmyndir um hve- nær afurðin kemur til með að líta dagsins ljós. „Platan kemur út þegar sólin verður komin í 36 gráður á hádegi,“ [sem er um 13.30 á Íslandi] segir Valgeir. „Svo verður fólk bara að fletta upp í almanaki Þjóðvina- félagsins og finna út úr því,“ segir Egill. „Við getum líka upplýst að hún kemur út á stórstraumsfjöru klukkan 19.05 á sunnudegi,“ bætir Sigurður við. Sameiginleg niður- staða er sú að almenningur geti átt von á plötunni í verslanir með vor- inu, en aðeins á fullu tungli. „Nú erum við komin á sérfæði, eins og þú sérð,“ bætir Valgeir við og bendir á gnótt af hnetum sem Spilverksfólk gæðir sér á með kaff- inu. „Svona verður þetta næstu mánuði. Það er prótín í hnetun- um, en ekki mikil transfita,“ segir hann og í kjölfarið fylgja ítar- legar umræður um þetta nýjasta tískuorð í almennum næringar- fræðum. Okkur langar en þurfum ekki Hversu langt eruð þið komin á veg með nýju plötuna? Diddú: „Við erum sirkabát milli Reykjavíkur og Stokks- eyrar, svona rétt að renna inn í Þrengslin. Þessa dagana erum við að velta hugmyndum fram og til baka eins og gengur og gerist.“ Valgeir: „Nýja platan verður ekki tekin með keisara, heldur verður þetta sitjandi fæðing.“ Egill: „Ég las nýlega viðtal í þýsku listatímariti við ungt fólk sem mælir velgengni í hamingju- stundum. Hér áður fyrr mældi fólk velgengni ýmist með því hversu ríkt það væri eða hversu frægt það væri, en það er alveg ný afstaða að mæla velgengni með hamingju. Þetta þykir mér gleði- legt og ber með sér von um að hægt sé að breyta þessum áhersl- um. John Lennon söng um „The meaning of success,“ og hans hug- mynd um velgengni var allt öðru- vísi en margra annarra. Til dæmis leit Lennon á það sem velgengni að dvelja heima hjá sér í fimm ár og annast ungan son sinn.“ Valgeir: „Hann bakaði bara heilhveitibrauð í fimm ár.“ Egill: „Einmitt, og þetta er staðan sem við erum í núna. Við þurfum ekki að gera nýja plötu, en okkur langar til þess, rétt til að fjölga hamingjustundunum. Í því felst okkar velgengni.“ Diddú: „Það er útgangspunkt- urinn.“ Egill: „Það eru mikil lífsgæði fólgin í því að geta fengið hug- mynd og sjá hana verða að veru- leika á tiltölulega skömmum tíma. Og sama var uppi á teningnum hjá okkur hérna í denn. Í tilefni af útkomu kassans, tónleikanna og nýju plötunnar hef ég verið að rifja upp Spilverkstímann. Ég hélt dagbók og þegar ég blaða í henni sé ég á hversu ótrúlegum hraða hlutirnir gerðust á þessum tíma. Við tókum fyrstu plötuna [Spil- verk þjóðanna, sem einnig gekk undir nafninu „brúna platan,“ sem kom út árið 1975] upp á tólf dögum.“ Diddú: „Já, það var ekki lengri tími en það sem þetta tók. Svo miklir hæfileikar sem þurftu að brjótast út.“ Egill: „Auðvitað voru þetta tólf langir dagar, en þetta sýnir ágæt- lega hvað við unnum í rauninni hratt. Og núna langar okkur til að gera nýja Spilverksplötu. Það er allt öðruvísi að gera eitthvað ef maður þarf þess. Þá gerir maður það með einhverjum semingi, ein- hverjum beyg. Ég veit ekki alveg hvernig ég á að orða þetta.“ Valgeir: „Maður þarf að skíta þótt mann langi ekki til þess.“ (Spilverksliðar hlæja dátt að þessari útskýringu Valgeirs.) Diddú: „Þetta er ófyrirsjáan- legt ferðalag.“ Ég held að Spilverkið hafi verið fremur undarleg hljóm- sveit á sínum tíma. Til að mynda var það meðvituð stefna okkar, sem hrein samstaða var um innan hljómsveitar- innar, að takmarka áhorfendafjölda á tónleikum. Spilverkið trekkt upp að nýju Spilverk þjóðanna, ein vinsælasta hljómsveit Íslandssögunnar, vinnur nú að nýrri plötu sem kemur út með vorinu. Þá eiga aðdáendur von á stórtónleikum í Hörpu í september og í næsta mánuði kemur út safnkassi með öllum plötum kvartettsins, auk óútgefins efnis. Kjartan Guðmundsson settist niður með meðlimum Spilverksins og fræddist um fortíð og nánustu framtíð þess. Í KLÍKUNNI Það er hugur í þeim Diddú, Valgeiri, Sigurði Bjólu og Agli enda margt og mikið fram undan hjá hinu endurreista Spilverki þjóðanna. „Þetta er heilmikil aðgerð. Við erum öll að sinna öðrum hlutum, en núna er tíminn réttur til að segja „einn, tveir, einn, tveir, þrír, fjór,“ segir Valgeir og vitnar til upphafs Sirkuss Geira Smart, eins vinsælasta lags Spilverksins. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON 1975 SPILVERK ÞJÓÐANNA PLATAN 1976 C.D. NÆRLÍFI 1976 GÖTUSKÓR 1977 STURLA 1978 ÍSLAND 1979 BRÁÐABIRGÐABÚGÍ Auk þess gaf Spilverkið út hina margrómuðu breiðskífu Á bleikum náttkjólum ásamt Megasi árið 1977. Tuttugu árum síðar, árið 1997, kom svo út safnplatan Sagan með þekktustu lögum sveit- arinnar. ■ PLÖTUR SPILVERKSINS FRAMHALD Á SÍÐU 32 Ekki tilbúð. Ma ekki fara
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.