Fréttablaðið - 20.11.2010, Page 103
LAUGARDAGUR 20. nóvember 2010 71
Sænska prinsessan Madeleine talaði í
fyrsta sinn opinberlega um sambands-
slitin við Jonas Bergström síðasta vor
í blaðaviðtali í vikunni. Þau voru nýt-
rúlofuð þegar upp komst um ítrekað
framhjáhald kappans, meðal annars
með ungri norskri stúlku sem seldi
sögu sína til slúðurblaða þar í landi.
Madeleine ákvað að opna sig í helgar-
útgáfu sænska dagblaðsins Dagens
Nyheter en þar kemur fram að hún hafi
átt mjög erfitt með þetta allt saman.
„Sama dag og sænska krúnan staðfesti
sambandsslitin ákvað ég að fljúga til
New York. Athyglin og fjölmiðlafárið
var of mikið fyrir mig á þessum tíma,“
viðurkennir hún með einlægum hætti
en hún tók sér langt frí frá opinberum
störfum til að komast aftur í andlegt
jafnvægi.
Madeleine hefur ákveðið að flytja
til New York í eitt ár en þar segist hún
geta gengið um göturnar án þess að
fólk beri kennsl á hana. „Stokkhólmur
getur verið ótrúlega lítil borg stundum
og ég er á þannig krossgötum í mínu
lífi að ég þarf tilbreytingu.“
Skipst hafa á skin og skúrir í
sænsku konungsfjölskyldunni en fyrst
sleit Madeleine trúlofun sinni, svo
gekk krónprinsessan Viktoría í það
heilaga og nú síðast í haust kom út
mikil skandalabók um kónginn sjálf-
an Karl Gústaf.
Fjölmiðlafárið var of mikið fyrir mig
Rokksveitin Agent Fresco efndi
til hlustunarpartís á Kaffibarnum
á dögunum. Þar var nýjasta plata
sveitarinnar, A Long Time Listen-
ing, spiluð fyrir gesti. Platan er
væntanleg í búðir á mánudag en
hún hefur verið í vinnslu í rúm
tvö ár. Platan inniheldur sautján
lög sem mynda eina heild og þar
af eru tólf splunkuný. Hin lögin
eru tekin af EP-plötunni Lightbulb
Universe sem kom út fyrir tveim-
ur árum. Meðlimir Agent Fresco
eru söngvarinn Arnór Dan Arnar-
son, Hrafnkell Guðjónsson trymb-
ill, Þórarinn Guðnason gítarleik-
ari og bassaleikarinn Vignir Rafn
Hilmarsson sem gekk til liðs við
sveitina í júlí síðastliðnum.
Spiluðu nýju
plötuna
AGENT FRESCO Hljómsveitin tók á móti
gestum í hlustunarpartíinu.
FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Kjólar eins og sá sem Kate Midd-
leton, unnusta Vilhjálms Breta-
prins, var í er trúlofun þeirra
var kynnt seldust upp á innan
við sólar hring eftir að myndir af
henni í kjólnum birtust. Kjóllinn
er hannaður af brasilískum hönn-
uði sem Middleton leitar gjarn-
an til þegar hana vantar kjóla við
opinberar athafnir.
Samkvæmt talsmanni
verslunar innar Harvey Nichols í
London er kjóllinn nú ófáanlegur
og er langur biðlisti eftir einum
slíkum. „Okkur hafa borist marg-
ar fyrirspurnir um kjólinn. Hann
seldist upp nánast strax,“ sagði
verslunarstjóri Harvey Nichols í
viðtali við breska Vogue.
Kate leggur
línurnar
TÍSKUTÁKN Kjóll Kate Middleton þótti
svo fallegur að hann seldist upp á innan
við sólarhring. NORDICPHOTOS/GETTY
Sögur ganga nú um að sextán ára
gömul dóttir fyrrverandi forseta-
frambjóðandans Söruh Palin sé
ólétt. Bristol Palin, eldri dóttir
Söruh, varð sem frægt er orðið
ólétt á táningsaldri og nú gæti
verið að yngri dóttirin, Willow,
eigi einnig von á barni.
Að sögn bandarískra fjölmiðla
varð frú Palin mjög reið við frétt-
irnar. „Sarah fékk áfall og trúði
ekki að hún væri að ganga í gegn-
um þetta aftur með yngri dóttur
sína. Mæðgurnar fóru saman til
að kaupa þungunarpróf og Sarah
var á nálum allan tímann inni í
versluninni,“ var haft eftir heim-
ildarmanni. Orðrómurinn hefur
þó ekki verið staðfestur af Palin-
fjölskyldunni.
Ótímabær
þungun
TALAR ÚT UM
SAMBANDS SLITIN
Sænska prins-
essan Madeleine
hefur tjáð sig í
fyrsta sinn um
framhjáhald fyrr-
verandi unnusta
síns, Jonasar
Bergström. Slúður-
miðlar í Noregi
upplýstu um
framhjáhaldið og
varð það til þess
að leiðir parsins
skildu í vor.
NORDICPHOTOS/GETTY
Skemmtilegt barnaefni
með íslensku tali
Dreifing Myndform · sími: 534 0400 · myndform@myndform.is · myndform.is