Fréttablaðið - 20.11.2010, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 20.11.2010, Blaðsíða 46
46 20. nóvember 2010 LAUGARDAGUR J ack James segir að koff- ín sé áhugavert rann- sóknarefni af ýmsum ástæðum. Það er senni- lega notað daglega af um 80 prósentum manna um heim allan. Þrátt fyrir það sem fólk virðist halda er koffín neysla nokkuð ný af nálinni þar sem plöntur sem bera ávexti sem innihalda koffín vaxa aðeins á nokkrum svæðum í heiminum. Það var því ekki fyrr en eftir iðnbyltinguna og nýlendu- tímann sem koffín- vörur fóru að bjóðast almenningi í Evrópu. Þarft rannsóknarefni Koffín hefur beina tengingu við drjúg- an hóp mannkyns, en engu að síður gætu margir velt því fyrir sér hvernig hægt sé að halda úti heilu fræði- tímariti um efnið, Journal of Caffeine Research. James segir þó að tímaritið, sem gefið er út af fyrirtæk- inu Mary Ann Liebert, sé mjög þarft því að þar geti fræðimenn úr hinum ýmsu greinum, sálfræði, læknisfræði, lyfjafræði og þar fram eftir götunum, bæði birt rannsóknir og sótt sér heimildir. James segir að ritið sé góður vettvangur til að kynna bæði kosti og galla efnis ins, en rannsóknir hans sjálfs á virkni koffíns hafa deilt á viðteknar hugmyndir um efnið. „Það hefur verið vitað síðustu áratugi að koffín hækkar blóð- þrýsting neytenda og það í sjálfu sér ætti að valda áhyggjum því að hár blóðþrýstingur og hjartasjúk- dómarnir sem þeim fylgja eru helsta banamein fólks á heims- vísu. Þegar við erum með efni sem hér um bil allir nota og veldur einnig hærri blóðþrýstingi hlýtur það að vekja upp spurningar.“ Fyrir utan þessa auknu hættu á hjartasjúkdómum segir James að það sé sýnt að koffín geti truflað virkni ýmissa lyfja og þá hafa ýmsar rannsóknir bent til þess að koffínneysla móður á meðgöngu geti haft skaðleg áhrif á fóstur. Hins vegar eru nokkrar rann- sóknir sem halda því fram að koffín hafi jákvæða virkni og vinni til dæmis gegn tauga- hrörnun. „Enn er því fjölmargt sem á eftir að rannsaka og kanna betur varðandi koffínneyslu,“ segir James, en það er ein helsta ástæð- an að baki nýja tímaritinu. Fráhvörfin eru staðreynd James segir að þó að koffín sé vissulega ávanabindandi sé það ekki í líkingu við nik- ótín, þar sem mun auð- veldara er að venja sig af koffínneyslu. Það er þó ekki alfarið sárs- aukalaust. „Stór hluti fólks mun finna fyrir fráhvörfum við að hætta koffínneyslu, þar sem um helming- ur mun upplifa höfuð- verk, jafnvel þann versta sem þeir hafa fundið. Önnur áhrif sem fylgja, en erfitt er að greina frá, eru til dæmis almenn þreyta og framtaks- og ein- beitingarleysi og bráð- lyndi.“ James segir koffín fráhvörfin jafnan hverfa hjá flestum á þrem- ur dögum, og hjá nær öllum á innan við viku. „Þegar fólk hættir að neyta koffíns getur það fundið fyrir óþægindum, en hægt er að forð- ast verstu einkennin með því að minnka skammtinn smátt og smátt.“ Goðsögnin um hressandi eiginleika Flestir líta á kaffi og annars konar koffíngjafa sem kærkomna hress- ingu í amstri dagsins eða kvölds- ins, en James segir að sú mynd sem dregin sé upp sé í besta falli tálsýn sem byggist á röngum forsendum. „Í næstum heila öld hafa jafn- vel vísindamenn gengið út frá því að koffín sé til þess fallið að bæta frammistöðu manna, til dæmis til að hugsa skýrt og bregðast fljótt við. Þetta hefur verið álitið vís- indaleg staðreynd en okkar rann- sóknir afsanna það.“ Jones segir að misskilningur- inn liggi meðal annars í gallaðri aðferðafræði við fyrri rannsókn- ir. Þær hafi farið þannig fram að úrtakshópurinn mætti í rannsókn- ina að morgni dags og fékk þar annað hvort koffíntöflu eða lyf- leysu og áhrifin voru metin út frá því. Venjulega koma allir til rann- sóknarinnar án þess að hafa neytt koffíns um nokkurt skeið, jafnvel í heilan sólarhring, og rökrétt er að þeir sem fái virka efnið hress- ist við. „Af því mætti ráða að koffín sé hressandi og bæti frammistöðu, en vandamálið er að meirihluti fólks í úrtakinu er líklega koffín- neytendur, og þess vegna með frá- hvarfseinkenni þegar rannsóknin hefst. Þá getum við spurt okkur hvort koffín sé í raun hressandi eða hvort allir sem komi inn í rannsóknina séu í raun aðeins í skertu ástandi og þeir sem fái koffínið fari því aðeins upp að eðlilegum mörkum en ekki yfir þau. Okkar rannsóknir sýndu fram á að koffínskammturinn gerði ekkert annað en að vinna á fráhvarfseinkennum koffíns.“ James segir að fólk átti sig jafn- an á eðli þessara mála þegar þau séu útskýrð. „Þá skilja allir um hvað málið snýst og það er því ótrúlegt að þessi bábilja, að koffín sé hressandi, skuli hafa viðgengist í öll þessi ár.“ Er koffín skaðvaldur? James segir að með frekari rann- sóknum á koffíni og auknu upplýs- ingaflæði hafi komið í ljós að ef til vill sé skynsamlegast að draga úr neyslunni. „Við höfum víðtækar vísinda- legar sannanir fyrir því að hár blóðþrýstingur getur valdið hjarta- og æðasjúkdómum. Varð- andi koffínneyslu er það okkar mat að neysla koffíns yfir ævi- skeiðið, jafnvel þó að þess sé ekki neytt í miklu óhófi, auki líkur á kransæðasjúkdómum um um það bil 10 prósent og líkur á heilablóð- falli aukast um 15 til 18 prósent. Það eru marktækar tölur.“ Þess vegna segir James að neyt- andinn verði að ákveða, ef honum finnst koffínneysla hafa jákvæð áhrif á frammistöðu sína, hvort honum finnist það vega upp á móti aukinni langtímahættu á hjarta- sjúkdómum. „En það er ákvörðun sem hver og einn verður að gera upp við sig og takmark mitt er að auka upplýsingaframboðið svo að fólk geti tekið sína eigin upplýstu ákvörðun.“ Koffínið hressir alls ekki Sálfræðiprófessorinn Jack James er flestum fróð- ari um koffín og áhrif þess, enda hefur hann helg- að feril sinn rannsóknum á efninu og er ritstjóri nýs fræðirits um koffín. Hann er einnig í hópi sannra Íslandsvina þar sem hann er gestaprófess- or við Háskólann í Reykjavík og giftur íslenskri konu. Í viðtali við Þorgils Jónsson fer James yfir rannsóknir sínar og skaðsemi koffínneyslu. KVEÐUR KOFFÍN Í KÚTINN Rannsóknir Jacks James benda til þess að lítið sé að græða á koffínneyslu. Ókostir efnisins séu talsvert meiri en kostirnir og það sé hreint ekki eins hressandi og almennt er talið. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Matvælastofnun (MAST) er stofnun undir sjávarútvegs- og landbúnaðar- ráðuneyti sem hefur meðal annars umsjón með öryggi, heilnæmi og gæðum matvæla hér á landi. Hún hefur varað við ofneyslu koffíns, sérstak- lega hjá börnum og unglingum. Í nýlegri úttekt MAST segir meðal annars: Koffín er frá náttúrunnar hendi í kaffi, kakói, tei (svörtu og grænu) og gúar- ana og matvælum unnum úr þeim. Koffín gefur einkennandi beiskt bragð og er notað sem bragðefni, meðal annars í kóladrykki. Því er einnig bætt í sum matvæli, til dæmis orkudrykki. Ef koffíns er neytt í of miklu magni getur það haft ýmis óæskileg áhrif á heilsu og líðan fólks. Það getur valdið höfuðverk, svima, skjálfta, svefnleysi, hjartsláttartruflunum og kvíðatilfinningu. Börn, unglingar og barnshafandi konur eru almennt viðkvæmari fyrir koffíni en aðrir. Áhrif koffíns á börn eru meiri en hjá öðrum, þar sem tauga- kerfi þeirra er enn að þroskast. Óæskileg áhrif geta komið fram hjá börnum jafnvel eftir tiltölulega litla neyslu koffíns. Í framtíðinni gæti vægi kaffidrykkju í koffínneyslu orðið minna. Rann- sókn sem fréttatímaritið Time notar í úttekt sinni í vikunni bendir til þess að Bandaríkjamenn á aldrinum 18 til 24 ára sæki koffín frekar í orkudrykki. Á meðan rétt um fjórðungur á þeim aldri drekkur kaffi er hlutfallið um 80 prósent í aldurshópnum 45 til 64 ára. ■ ORKUDRYKKIR SÆKJA Á mg af koffíni KOFFÍN Í MATVÆLUM Orkuskot (50-60 ml) 80-220 mg Orkudrykkur (250 ml dós) 40-80 mg Kóladrykkur (0,5 l flaska) 65 mg Kaffi (200 ml bolli) 100 mg Svart te (200 ml bolli) 35 mg Kókómjólk (250 ml ferna) 5 mg 250 200 150 100 50 0 Dökkt súkkulaði (50 g) 33 mg c8h10n4o2 Það er því ótrúlegt að þessi bábilja, að koffín sé hressandi, skuli hafa viðgengist í öll þessi ár.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.