Fréttablaðið - 20.11.2010, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 20.11.2010, Blaðsíða 36
36 20. nóvember 2010 LAUGARDAGUR E ftir áralanga hörm- ungarsögu bresku kóngafjölskyldunnar, með framhjáhalds- sögum, hjónaskilnuð- um, sviplegu dauðs- falli Díönu prinsessu og annarri óáran, koma loks tíðindi sem gætu unnið á móti hnignandi vinsæld- um fjölskyldunnar meðal bresku þjóðar innar. Ríkisarfinn Vilhjálmur, eldri sonur Karls Bretaprins og Díönu prinsessu, skýrði frá því í vik- unni að hann ætlaði á næsta ári að ganga í hjónaband með unnustu sinni, Kate Middleton. Sérfræðingum í bresku kónga- lífi þykir merkilegt að Vilhjálm- ur prins hafi ákveðið að kvænast „óbreyttri almúgakonu“, eins og það hefur stundum verið orðað í breskum fjölmiðlum. Þó er Kate Middleton varla almúgakona nema í þeim konung- lega breska skilningi að hún er ekki af aðalsættum. Móðir hennar var lengi flugfreyja og faðir hennar starfaði hjá breska flugfélaginu British Airways, en fyrir rúmum tveimur áratugum, þegar dóttir þeirra var á barnsaldri, stofnuðu þau eigið fyrirtæki og urðu mold- rík á því að selja veisluskreytingar, blöðrur, kerti, kökur og annað sem þarf í veisluhöld af ýmsu tagi. Kynntust í námi Kate kynntist Vilhjálmi prins þegar þau voru bæði að læra lista- sögu í Háskólanum í St. Andrews á austurströnd Skotlands. Sam- band þeirra hófst árið 2003 og vakti fljótlega áhuga fjölmiðla, sem á stundum voru svo ágengir að þau komu bæði kvörtunum á framfæri. Árið 2007 skildu þau að skiptum í nokkra mánuði, en nú í síð- asta mánuði kom að því að Vilhjálmur bað hennar þar sem þau voru stödd á ferðalagi í Keníu. Á þriðjudaginn var svo boðað til blaðamannafundar þar sem þau skýrðu frá trúlof- un sinni. Breska þjóðin fagn- aði tíðindunum ákaft, enda ekki vanþörf á góðum fréttum í miðju krepputali, og David Cameron for- sætisráðherra skýrði frá því að mikil fagnaðarlæti hefðu brotist út á ríkis stjórnarfundi. Væntanleg drottning Vilhjálmur er annar í röð arftaka krúnunnar, næstur á eftir Karli föður sínum. Elísabet drottning er orðin 84 ára, þannig að vart er lengur hægt að telja í ára tugum þann tíma sem hún á eftir að gegna drottningarstöðunni. Karl er hins vegar sjálfur kominn yfir sextugt, og vangaveltur hafa verið um að frekar en að taka sjálfur við krúnunni á efri árum, og setja þar með Vilhjálm í þá stöðu að þurfa hugsan lega einnig að bíða vel fram yfir miðjan aldur eftir því að komast að, kjósi hann heldur að láta syni sínum það eftir að verða næsti konungur Bretlands. Þegar þar að kemur verður Kate drottning Breta, þannig að ekki er skrýtið þótt þjóðin sé nokkuð spennt fyrir fréttunum. Á blaðamannafundinum sögðu þau Vilhjálmur og Kate ekkert nánar um framhaldið, annað en að stefnt sé að brúðkaupi næsta vor eða sumar. Breskir fjölmiðlar og sérfræðingar í málefnum kon- ungsfjölskyldunnar fóru strax að velta fyrir sér útfærslunni. Vanga veltur hófust um það hvar brúðkaupið yrði haldið, hvaða dag, hvernig brúðarkjóllinn yrði og hvað þetta allt saman kostaði – og svo auðvitað hver ætti að borga brúsann, sem getur orðið mikið hitamál þegar tíðin er erfið. Þetta skýrist þó allt þegar David Cameron forsætisráðherra skýrði frá því að mikil fagnaðarlæti hefðu brotist út á ríkis- stjórnarfundi. 14. NÓVEMBER 1973 Anna prinsessa, eina dóttir Elísabetar, og Mark Phillips skildu 19 árum eftir að þau gengu í hjónaband, en höfðu þá eignast tvö börn. Hún giftist Timothy Laurence hálfu öðru ári eftir skiln- aðinn. 19. JÚNÍ 1999 Játvarð- ur prins, yngsti sonur Elísabetar, og Sophie Rhys-Jones eru enn í hjónabandi og eiga tvö börn. 23. JÚLÍ 1986 Hjónabandi Andrésar, næstelsta sonar Elísabetar drottn- ingar, og Söru Ferguson lauk með skilnaði eftir tíu ára stormasama sambúð, en þau eru sögð hafa endurnýjað vináttubönd sín. Þau eiga tvær dætur. 9. APRÍL 2005 Karl kvænt- ist á ný, að þessu sinni Camillu Parker-Bowles sem hafði verið ástkona hans lengi. 29. JÚLÍ 1981 Hjónabandi Karls prins, elsta sonar Elísabetar drottningar, og Díönu prinsessu lauk með skilnaði fimmtán árum síðar og höfðu þau þá eignast tvo syni, Vilhjálm og Hinrik. 6. MAÍ 1960 Margrét, yngri systir Elísabetar drottningar, giftist ljós- myndaranum Anthony Armstrong-Jones þegar ljóst var orðið að hún fengi aldrei að giftast fráskildum ástmanni sínum, Peter Townsend. Hjónabandið entist í tvö ár. 20. NÓVEMBER 1947 Hjónaband þeirra Elísabetar drottningar og Filippusar, hertoga af Edinborg, hefur enst í 56 ár. Langalangamma þeirra beggja var Viktoría Bretadrottning. 17. MAÍ 2008 Peter Phillips, sonur Önnu, kvæntist Autumn Kelly. Í næsta mánuði eiga þau von á fyrsta barni sínu og þar með fyrsta barna- barnabarni Elísabetar drottningar. Fagnaðarefni á krepputímum Bretar hafa tekið tíðindum af væntanlegu brúðkaupi í konungsfjölskyldunni fagnandi. Ekki veitir af á tímum harkalegs niður- skurðar í ríkisfjármálum. Óvíst er þó hvort tilkomumikið brúðkaup nær að endurvekja vinsældir konungsfjölskyldunnar eða hvort íburðurinn verður þvert á móti til þess að magna upp deilurnar. Guðsteinn Bjarnason setti sig inn í umræðuna í Bretlandi. Hjónaskilnaðir höfðu ekki tíðkast í bresku konungsfjölskyldunni frá því sá alræmdi Hinrik áttundi ríkti á sextándu öld þangað til Margrét, yngri systir Elísabetar drottningar, skildi við Antony Armstrong-Jones árið 1960 eftir aðeins tveggja ára hjónaband. Síðan þá hefur það verið regla, en ekki undantekning, að hjónaböndum í bresku konungsfjölskyldunni ljúki með skilnaði. SAGA SKILNAÐA STRAX KOMIÐ Í SÖLU Postulínsframleiðandinn Aynsley, sem hefur áður framleitt vandaða postulínsgripi í tilefni stóratburða í sögu bresku konungsfjölskyldunnar, tilkynnti um nýja vörulínu sama dag og Vilhjálmur skýrði frá trúlofun sinni. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Trúlofun tilkynnt Kate Middleton og Vilhjálmur prins boðuðu til blaðamannafundar í vikunni í tilefni af trúlofun sinni. Stefnt er að brúðkaupi á næsta ári. NORDICPHOTOS/AFP nær dregur. Nú er helst talið að brúðkaupið verði haldið í maí. Ágúst kemur þó einnig til greina. Vandasamt val Tvær rótgrónar og íburðarmiklar kirkjur í London þykja líklegastar til að hreppa hnossið: Pálskirkjan eða Westminster Abbey. Báðar þessar kirkjur eiga sér þó sögu sem gæti varpað skugga á athöfnina. Í Pálskirkjunni gengu foreldrar Vilhjálms, þau Karl og Díana, í hjónaband hinn 29. júlí árið 1981. Það hjónaband endaði með skilnaði 28. ágúst 1996 eftir margvís lega erfiðleika í hjóna- bandinu, meðal annars framhjá- hald. Í Westminster Abbey var hins vegar haldin jarðarför Díönu prinsessu, sem lést í bílslysi í París 31. ágúst 1997, nánast réttu ári eftir að þau Karl skildu. Af þessum sökum kemur til greina að brúðkaupið verði hald- ið á öðrum stað, og hugsanlega minni í sniðum en tilefnið myndi á öðrum tímum krefjast. Tvennt ýtir undir það að athöfn- in verði ekki jafn íburðarmikil og Bretar hafa átt að venjast af hálfu konungsfjölskyldunnar. Annað er efnahagskreppan og grimmilegur niðurskurður fjár- laga bresku stjórnarinnar, sem almenningur í Bretlandi hefur heldur betur fundið fyrir. Þegar svo árar er ekki víst að vel séð verði að konungsfjölskyldan eyði stórfé í brúðkaupsveislu. Vinsældir konungsfjölskyld- unnar hafa auk þess minnk- að nokkuð á síðustu árum vegna þess endalausa vesens sem verið hefur á sumum meðlimum henn- ar og fjölmiðlar hafa óspart blás- ið út. Glæsileg athöfn í beinni sjónvarpsútsendingu gæti að vísu náð því fram að þjóðin og jafnvel heimsbyggðin öll sameinaðist um að fylgjast með í andakt og aðdá- un, en íburðurinn gæti einnig virkað þveröfugt og kallað fram harkalegar deilur sem enn frekar myndu draga úr vinsældum fjöl- skyldunnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.