Fréttablaðið - 20.11.2010, Blaðsíða 106
74 20. nóvember 2010 LAUGARDAGUR
Bækur ★★★★
Útlagar
Sigurjón Magnússon
Bjartur
Líf íslenskra námsmanna í austan-
tjaldslöndunum á tímum Kalda
stríðsins er spennandi söguefni.
Fjöldi Íslendinga dvaldi þar um
lengri eða skemmri tíma, oftast
á vegum samtaka íslenskra sósíal-
ista, og um líf
þeirra hafa skap-
ast ýmsar sögur
og sögusagnir,
ekki síst um SÍA
skjölin svoköll-
uðu, skýrslur
sem námsmenn
sendu heim um
ástandið aust-
an járntjalds en
komust óðar í
hendur Heimdellinga og voru gefn-
ar út í blóra við höfundana. Fyrir
nokkrum árum skrifaði Arnaldur
Indriðason skáldsöguna Kleifar-
vatn þar sem glæpamál teygir sig
aftur til þessara tíma. Nýjasta
skáldsaga Sigurjóns Magnússonar,
Útlagar, fjallar líka um örlög ungs
Íslendings sem sendur er til náms
í Austur-Þýskalandi. En þetta er
engin glæpasaga eða hasar, hér er
lögð rækt við að lýsa andrúmslofti
og hugarfari, bæði meðal stúdent-
anna ytra og þá ekki síður heima á
Íslandi þar sem Kalda stríðið varp-
ar skugga á flest samskipti fólks.
Bækur Sigurjóns Magnússonar
hafa aldrei verið neitt léttmeti og
þaðan af síður bjartsýnissöngvar.
Það er djúpt á húmor eða íróníu í
verkum hans. Persónurnar sem
hann lýsir í þessari nýju bók minna
um sumt á persónur í fyrri bókum
hans, þetta er langt í frá galla-
laust fólk og ekki allt sérlega við-
kunnanlegt. Aðalpersóna sögunn-
ar, Jósef, er framtakslítill ungur
maður, hann hrekst undan sterk-
um konum sem stýra lífi hans og
ráðskast með hann á margvíslegan
hátt. Móðir hans er forkur til alls,
bæði í stjórnmálum og einkalífi.
Hún er sanntrúaður sósíalisti og
tilbúin að leggja mikið á sig og sína
til að viðhalda ímynd sósíalismans
í austri. Eiginkonan, Christa, sem
Jósef kynnist í Þýskalandi, tekur
við þar sem stjórn móðurinnar
lýkur og hún dregur Jósef með sér
niður í hyldýpið með stjórnlausu
líferni og drykkju.
Útlagar er mikil örlagasaga. Ævi
Jósefs markast af stóratburðum og
dramatískum sviptingum. Hið sér-
kennilega við frásagnaraðferð sög-
unnar er á hinn bóginn að aldrei
er sagt frá þessum stóratburðum,
þeir verða alltaf á milli kafla. Í frá-
sögninni sjálfri er fyrst og fremst
lýst afleiðingum stóratburða, logni
á undan stormum og jafnvel þeim
fáu tímabilum þegar jafnvægi ríkir
í lífi aðalpersónunnar.
Þetta er býsna frumleg og áhrifa-
rík frásagnaraðferð. Sagan verður
við þetta hæg og kuldaleg og það
magnast upp í henni sérkennilegt
andrúmsloft, í senn fráhrindandi
og harmrænt. Það kemur aldrei til
uppgjörs á milli persónanna. Við
sögulok eru leyndarmál þeirra
ennþá vel geymd og sagan fjarar
út án þess að þau komi upp á yfir-
borðið. Þetta er heldur ekki upp-
gjörssaga í pólitískum skilningi,
saga stúdentanna í Austur-Þýska-
landi er fyrst og fremst bakgrunn-
ur fyrir örlagasögu einstaklinga.
Jón Yngvi Jóhannsson
Niðurstaða: Útlagar er vel heppnuð
skáldsaga, hún lýsir þrúgandi tímum og
lífi persóna sem kikna undan þeim á
áhrifaríkan hátt.
Kaldranaleg saga úr köldu stríði
Grafarvogskirkju
10. desember kl. 20.00
Miðaverð: 3900 kr.
Sigga Beinteins heldur nú í annað sinn hugljúfa og einlæga
jólatónleika ásamt góðum gestum. 10. desember syngja
Cantabile kór Margrétar Pálmadóttur og Kór Hamraskóla
með Siggu í Grafarvogskirkju. Sérstakir gestir kvöldsins eru
systkinin Páll Óskar og Diddú.
Tónleikarnir hefjast kl. 20.00.
Miðasala á midi.is.
Aðrir tónleikar Siggu fyrir jólin: Keflavíkurkirkja 1. desember,
Digraneskirkja 9. desember og Grafarvogskirkja 10. desember.
Allar nánari upplýsingar á siggabeinteins.is