Fréttablaðið - 20.11.2010, Blaðsíða 118

Fréttablaðið - 20.11.2010, Blaðsíða 118
 20. nóvember 2010 LAUGARDAGUR86 sport@frettabladid.is TONY PULIS segist skilja vel gremju Eiðs Smára Guðjohnsen, sem hefur lítið fengið að spila með Stoke City á leiktíðinni. Pulis hefur margsinnis sagt að Eiður sé ekki í nægilega góðu formi. „Hann lék heilan leik með varalið- inu í vikunni og við erum ánægðir með það. Hann mun hafa sínu hlutverki að gegna,“ sagði knattspyrnustjórinn. HANDBOLTI Framkonur mæta úkr- aínska liðinu Podatkova í Evrópu- keppni bikarhafa og fara báðir leikirnir fram í Framhúsinu um helgina. Fyrri leikurinn, sem er heimaleikur Fram, fer fram klukk- an 19.00 í kvöld en seinni leikur- inn verður síðan klukkan 17.00 á morgun. „Við vitum voða lítið um þetta lið en ég held að við eigum að klára þetta nokkuð sannfærandi,“ segir Einar Jónsson, þjálfari Framliðs- ins. „Við ætlum okkur stóra hluti í þessari Evrópukeppni og ég myndi vilja sjá okkur reyna við undanúrslitin,“ segir Einar en liðið var hársbreidd frá því að fara í undan úrslit í áskorendakeppn- inni í fyrra. „Það verður vonandi ódýrari kostur fyrir okkur að spila báða leikina heima að því gefnu að fólk mæti á völl- inn og við fáum einhverjar tekjur af leikjunum,“ segir Einar en Framarar ætla að bjóða upp á hamborgara og einhverja kvöldhressingu á vægu verði fyrir leikinn í kvöld. Einar segir fyrri leikinn skipta miklu máli og hann er óhræddur við að keyra upp hraðann þótt það sé innan við sólarhring- ur á milli leikjanna. „Við ætlum að keyra þetta á háu tempói og við teljum okkur vera í það góðu standi og með það góða breidd,“ segir Einar. Einar er mjög sáttur við sínar stelpur það sem af er tímabilinu. „Við höfum verið mjög sannfærandi hérna heima og spiluðum líka mjög vel í Evrópuleikjunum úti í Sviss. Mér sýnist vera smá þroska- merki á liðinu miðað við árið í fyrra,“ segir Einar. - Kvennalið Fram spilar við Podatkova í Evrópukeppni bikarhafa um helgina: Vill sjá liðið fara í undanúrslit Landssamtök eldri kylfinga Aðalfundur LEK verður haldinn í golfskála Keilis (GK) Steinholti 1, 220 Hafnarfirði sunnudaginn 28.nóvember 2010. kl. 14:30 1. Venjuleg aðalfundarstörf samkvæmt lögum samtakanna 2. Önnur mál Kaffiveitingar að loknum aðalfundarstörfum. Nánari upplýsingar og fundargöng má nálgast á www.lek.is Stjórnin HANDBOLTI Fyrri leikur Íslands- meistara Hauka og þýska liðsins Grosswallstadt fer fram ytra í dag. Með Grosswallstadt leikur landsliðsmaðurinn Sverre Andr- eas Jakobsson en hann hlakkar til að mæta löndum sínum. „Það er alltaf stórfurðulegt að mæta íslenskum liðum. Ég er reyndar öllu vanur frá tíma mínum með Gummersbach. Þá mættum við bæði Fram og Val,“ sagði Sverre við Fréttablaðið í gær en hann segir þýska liðið ekki ætla að falla í þá gryfju að vanmeta Haukana. „Það er aukapressa á mér þar sem við erum að mæta íslensku liði og ég verð brjálaður ef ein- hver okkar ætlar að leyfa sér að slaka á. Ég mun ekki fyrirgefa þeim það ef við komumst ekki áfram. Þetta verður örugglega ekki auðvelt en við eigum samt að vinna. Við erum nú atvinnu- mannalið.“ Það vakti athygli að Gross- wallstadt skyldi klúðra auglýs- ingamálum fyrir leikinn. Þeir auglýstu andstæðinginn sem HK en ekki Hauka. „Ég vissi ekki hvort ég ætti að hlæja eða gráta þegar ég sá þetta. Ég rauk inn á skrifstofu og sagði mönnum frá mistökunum,“ sagði Sverre en var auglýsingunni breytt? „Nei, reyndar ekki. Það var búið að prenta svo mikið og hengja upp út um allan bæ að það var ekki hægt. Fólk heldur því að HK sé að koma,“ sagði Sverre hlæjandi en hann lék einmitt með HK áður en hann fór til Gross- wallstadt. - hbg EHF-bikarinn: Sverre tekur á móti Haukum STERKUR Sverre tekur hér á Christian Zeitz, leikmanni Kiel. NORDICPHOTOS/BONGARTS ÍÞRÓTTIR „Rannsóknir hafa sýnt að árangur tengdur íþróttum og öðrum menningaratburðum skilar sér margfalt til baka fyrir bú við- komandi þjóðar. Það er í því sam- hengi sem við þurfum að skoða fjárveitingar til þessara málefna, ekki síst til okkar afreksfólks í íþróttum.“ Þetta segir Vésteinn Hafsteins- son frjálsíþróttaþjálfari, sem held- ur í dag fyrirlestur á Grand Hótel hvað þurfi til að komast á toppinn í íþróttaheiminum. Fyrirlesturinn hefst klukkan 15.30. Vésteinn segir að svarið liggi meðal annars í fjárveitingum til íþróttastarfs og að það standi helst fyrir þrifum hér á landi. „Þetta gengur helst út á að ætla sér að verða bestur. Ekki bara næst- bestur heldur að ætla sér gullið,“ segir Vésteinn með áherslu. „Það er engin ástæða fyrir Íslendinga að taka aðra stefnu en á toppinn. Það sem þarf til fyrst og fremst er fjármagnið.“ Vésteinn á sinn bakgrunn í frjálsíþróttum og hefur sem þjálfari náð á toppinn. Hans skjólstæðingar hafa orðið heims- meistarar, Evrópumeistarar og Ólympíumeistarar. Sá frægasti er eistneski kringlukastarinn Gerd Kanter sem hefur orðið heims- og Ólympíu meistari. „Við erum nú ellefu manns sem vinnum eingöngu með hann. Það eru ekki allir í fullri vinnu en þetta er teymið í kringum hann. Það þarf mikið fjármagn til að það gangi upp,“ segir Vésteinn, sem er búsettur í Svíþjóð þar sem hann starfrækir eigið fyrirtæki. „Ég er með 28 starfsmenn sem starfa í kringum sjö íþróttamenn. Starfið er fjármagnað af þeim löndum sem íþróttafólkið keppir fyrir. Og fjarlægðin er ekkert vandamál. Enginn þessara íþrótta- manna býr á sama stað og ég. Við hittumst í 150-180 daga á ári í æfingabúðum en þess á milli sinni ég þjálfuninni og þeim samskiptum sem ég þarf að eiga í gegnum netið. Til að verða bestur þarf að starfa með þeim bestu.“ Nýjasti skjólstæðingur Vésteins er Helga Mar- grét Þorsteinsdóttir, sem er í fremstu röð í sjöþraut í sínum aldurs- flokki. „Þannig erum við að reyna að gera þetta með Helgu Margréti og erum við rétt komin af stað í þeirri vinnu. Við höfum leitað til bestu þjálfaranna á hennar sviði, til að mynda þjálfara Carolinu Klüft. Við sjáum um að hún fái það sem hún þarf.“ Vésteinn segir að nú þurfi að búa til umgjörð fyrir annað íslenskt afreksfólk í íþróttum. „Mér finnst Ísland vera drauma- land fyrir íþróttafólk og miklu meira fjármagn á að koma inn í afreks íþróttir. Það er afar auðvelt að halda utan um allt starfið hér og hægt að stjórna öllu landinu úr Laugar dalnum. Ísland er svo lítið land að reksturinn yrði eins og í einum klúbbi út í heimi.“ Vésteinn segir að grunnurinn sé til staðar. „Íslendingar eru sterkt fólk. Við erum með þetta í blóðinu. Samanborið við önnur Norðurlönd erum við miklu öflugra fólk. Og við þurfum að velja þær greinar sem við viljum skara fram úr sam- kvæmt því. Það sem við höfum fram fyrir marga aðra er líkamlegt atgervi. Við getum ekki ætlast til að vinna í neinu nema að við séum betri en hinir. Grunnurinn er góður og aðstaðan er komin en það þarf að koma með miklu meira fjármagn inn í starfið.“ Næsta spurning er vitaskuld hvaðan pen- ingarnir eigi að koma. Ísland er í kreppu og í hverjum fréttatíma er sagt frá niðurskurði á mörgum sviðum, til að mynda heilbrigði og menntum. Vésteinn segir að þetta sé ekki samanburðarhæft og að hugarfarsbreytingar sé þörf. „Það er auðvelt að gagn- rýna þetta. Það er lúxus að fá að vera atvinnumaður í íþrótt- um og gera ekkert allan daginn nema kasta kringlu. Það bjarg- ar enginn mannslífum þannig. Ég er sammála því. Minn besti vinur er skurð læknir og það er miklu mikil vægara að hann sé á Landspítalanum að bjarga mannslífum en ég að þjálfa ein- hverja menn sem kasta kúlum og kringlum. En að sama skapi mætti færa rök fyrir því að enginn veit af afrekum skurðlæknisins nema aðstandend- ur sjúklingsins. Ef Ísland myndi eignast Ólympíumeistara eða heimsmeistara yrði allt vitlaust í öllu þjóðfélaginu. Það hefur verið sýnt fram á það að slíkur árangur skili sér í meiri framleiðni á vinnu- markaði sem getur skilað þjóðar- búinu milljörðum.“ Vésteinn nefnir dæmi um Evrópu- meistaratitil Dana í knattspyrnu árið 1992. „Það var fimm tán millj- arða danskra króna virði í þjóðar- framleiðslu. Þetta er það samhengi sem við þurfum að skoða þessi mál í. Annars getum við einfaldlega lagt afreks íþróttir niður. Það er ekki hægt að bera það saman við niðurskurð á öðrum sviðum.“ ÍSÍ veitir árlega afreksmönnum í íþróttum styrki. Aðeins einn fékk A-styrk fyrir árið 2010 en það var spjótkastarinn Ásdís Hjálmsdóttir. „A-styrkurinn hefur ekki breyst í 20 ár og er enn 160 þúsund á mán- uði, alveg eins og ég fékk á sínum tíma. Þessi upphæð fylgir því ekki einu sinni verðbólguþróun. Ef ríkið og sérstaklega stór fyrir- tæki myndu setja meiri pening í þetta starf gæti Ísland orðið eins og Jamaíka nema bara í öðrum greinum. Íþróttafólkið gæti haft þetta sem atvinnu og árangur- inn yrði betri. Þetta eru svo litlar upphæðir í samanburði við margt annað en gæti skilað sér í milljörð- um til baka.“ eirikur@frettabladid.is FR ÉT TA B LA Ð IÐ /A N TO N Afreksíþróttafólk milljarða virði fyrir þjóðarbúið Vésteinn Hafsteinsson frjálsíþróttaþjálfari segir að mun meira fjármagn þurfi til að koma íslensku íþróttafólki í allra fremstu röð. Það væri fjárfesting sem gæti skilað sér margfalt aftur í ís- lenskt þjóðarbú. Hugarfarsbreyt- ingar er þörf, segir Vésteinn, sem hefur náð ótrúlegum árangri á sínum þjálfaraferli. Til þess að verða bestur þarf að starfa með þeim bestu. VÉSTEINN HAFSTEINSSON FRJÁLSÍÞRÓTTA- ÞJÁLFARI Sænska úrvalsdeildin Solna Vikings - Uppsala Basket 67-72 Logi Gunnarsson var stigahæstur hjá Solna með átján stig. Helgi Már Magnússon skoraði tólf stig fyrir Uppsala og tók sex fráköst. ecoÖrebro - Sundsvall Dragons 89-99 Jakob Örn Sigurðarson skoraði nítján stig, gaf átta stoðsendingar og tók fimm fráköst fyrir Sundsvall. Hlynur Bæringsson bætti við átján stigum og tólf fráköstum. ÚRSLIT
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.