Fréttablaðið


Fréttablaðið - 20.11.2010, Qupperneq 12

Fréttablaðið - 20.11.2010, Qupperneq 12
12 20. nóvember 2010 LAUGARDAGUR TVEIR Í HÆTTU Þessi páfagaukar njóta lífsins á stöng í Hong Kong, þar sem fuglaflensufár er sprottið upp. NORDICPHOTOS/AFP ATHAFNAVIKA: Stafrænar smiðjur eru starfræktar í yfir 40 löndum Nú stendur til að opna Fablab, staf- ræna smiðju þar sem fólk getur komið og hannað nær allt sem því dettur í hug, á Sauðárkróki. Þor- steinn Broddason, verkefnastjóri hjá Impru á Nýsköpunarmiðstöð á Sauðárkróki, segir verkefnið hafa gengið vonum framar. Fablab hefur verið með opið hús síðustu tvo daga í tilefni af Alþjóðlegri athafnaviku. „Við erum búin að fá á annað hundruð heimsóknir í gær og í fyrradag,“ segir hann. „Það er mjög gaman að sjá hvernig fólk grípur þetta. Fólk á eftir að geta komið hingað inn og hannað prótó- týpur að nær hverju sem er.“ Þorsteinn segir einungis grunn- þekkingu á tölvur vera nauðsyn- lega til þess að nýta sér smiðjuna. Ef einhverjum tæknilegum atrið- um sé ábótavant, eins og hönnunar- forritum, sé hægt að nálgast ókeypis útgáfur á internetinu fyrir nær hvað sem er. „Við notum síðan stórar iðnvél- ar sem eru á smíðastofunni til að prenta út hlutinn sem á að fram- leiða,“ segir Þorsteinn. Fablab hefur nú þegar opnað í Vestmannaeyjum og á Akranesi. Yfir fjörutíu Fablab-stöðvar eru um allan heim og segir Þorsteinn samstarfið á milli landa ganga mjög vel. - sv Þriðja Fablab-smiðjan á Íslandi verður opnuð í byrjun næsta mánaðar á Sauðárkróki: Fólk getur í raun hannað hvað sem er FRÁ FABLAB Á SAUÐÁRKRÓKI Tómas Ingi Úlfarsson, ungur frumkvöðull, Valur Valsson, starfsmaður Fablab, og Þor- steinn Tómas Broddason verkefnastjóri. Ópólitíska forseta Íslands í forsvari fyrir ópólitískar valdastofnanir Stjórnlagaþings frambjóðandi Björn Einarsson læknir og heimspekinemi Nr. 6340 Heimasíða með myndskeiði www.bjorneinarsson.is H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA Kröfur til skólamáltíða Samtök iðnaðarins bjóða til málþings þriðjudaginn 23. nóvember frá 15.00 til 17.00 á Grand Hóteli Reykjavík, Hvammi Dagskrá: 15.00 Setning Hólmfríður Þorgeirsdóttir, verkefnisstjóri næringar hjá Lýðheilsustöð 15.15 Reynsla af skólamáltíðum á Norðurlöndum Ragnheiður Héðinsdóttir, forstöðumaður matvælasviðs Samtaka iðnaðarins 15.30 Innkaupastefna Reykjavíkur og tilraunverkefni um hverfainnkaup Ingibjörg H. Halldórsdóttir, verkefnisstjóri um samræmda matseðla hjá Reykjavíkurborg 15.40 Útboð skólamáltíða og þjónustusamningar, kröfur til gæða og eftirfylgni Guðmundur Ragnar Ólafsson, innkaupastjóri Hafnarfjarðarbæjar 15.50 Sjónarmið foreldra Bryndís Haraldsdóttir, Heimili og skóli 16.00 Pallborðsumræður Auk fyrirlesara: Jón Axelsson, framkvæmdastjóri Skólamatar Unnsteinn Ó. Hjörleifsson, matreiðslumaður, Árbæjarskóla Guðrún Adolfsdóttir, ráðgjafi, Rannsóknarþjónustunni Sýni Guðjón Þorkelsson, sviðsstjóri nýsköpunar og neytenda, Matís Herdís Guðjónsdóttir, formaður Matvæla- og næringarfræðafélags Íslands 17.00 Fundarlok Fundarstjóri, Atli Rúnar Halldórsson, ráðgjafi Aðgangur er ókeypis en tilkynna þarf þátttöku í síma 591 0100 eða á netfangið mottaka@si.is UMHVERFISMÁL Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra mun leggja fram frumvarp um stofnun fram- kvæmdasjóðs ferðaþjónustunnar í vetur. Hagsmunaaðilar í ferða- þjónustu og þeir sem koma að umhverfis vernd líta á svarta skýrslu Umhverfisstofnunar (UST) um ástand friðlýstra svæða sem lokaviðvörun til stjórnvalda um verndun helstu náttúrugersema þjóðarinnar. Þetta er meðal þess sem kom fram á málþingi sem umhverfis- og iðnaðarráðuneytið stóðu fyrir í vikunni. Tilefnið var úttekt UST á ástandi friðlýstra svæða vegna ferðamanna, sem Fréttablaðið sagði frá á fimmtudag. Kristín Linda Árnadóttir, for- stjóri Umhverfisstofnunar, segir að ekki aðeins liggi mikilvæg svæði undir skemmdum heldur sýni rannsóknir UST að ferða- menn, jafnt sem heimamenn, séu að missa þolinmæðina. „Það er vaxandi óánægja með að hafa frið- lýst svæði í sinni heimabyggð. Því fylgir mikill ágangur og mönnum finnst þeir sitja uppi með kostnað- inn.“ Iðnaðarráðherra, sem er jafn- framt ráðherra ferðamála, vék að því í erindi sínu á málþing- inu að á sama tíma og ferðaþjón- ustan nálgist það hratt að verða mikilvægasta uppspretta gjald- eyristekna fyrir þjóðarbúið sé úti- lokað að mikilvægustu ferðamanna- staðirnir á Íslandi geti tekið við fyrirsjáanlegri fjölgun ferða- manna. „Markmiðið með þessum sjóði er að tryggja fjármagn til að byggja upp fjölsótta ferðamanna- staði og bæta aðstöðu og aðgengi að náttúruperlum þar sem verja þarf náttúruna eða auka öryggi. Eins að fjölga aðgengilegum stöð- um þannig að álag aukins ferða- mannasjóðs dreifist betur,“ sagði Katrín. Hún reifaði jafnframt að ekki væri samstaða um það hvernig gjaldtöku yrði háttað, en stefnt væri að því að nýtt frumvarp fjár- málaráðherra um umhverfisgjald verði lagt fram samhliða frum- varpi Katrínar um framkvæmda- sjóðinn. Hugmyndin er ekki ný af nál- inni. Katrín kynnti hana á Iðnþingi í mars. Þá gerði ráðherra sér vonir um að lífeyrissjóðirnir kæmu að stofnun sjóðsins og „síðar á árinu“ yrðu 500 til 700 milljónir til ráð- stöfunar. Jóhanna Sigurðardóttir forsætis- ráðherra sagði á aðalfundi Sam- taka atvinnulífsins um sama leyti að sjóðurinn marki „upphaf nýrr- ar sóknar í uppbyggingu sem á að undirbúa okkur undir að taka við milljón ferðamönnum eftir tíu ár“. svavar@frettabladid.is Vonir bundn- ar við fram- kvæmdasjóð Iðnaðarráðherra vill að stofnaður verði framkvæmda- sjóður ferðaþjónustunnar. Frumvarp þess efnis er til- búið. Óánægja með ástand mikilvægra ferðamanna- staða nær jafnt til ferðamanna og heimamanna. GULLFOSS Tæplega 400 þúsund manns koma að fossinum á ári. Þar er stöðugur ferðamannastraumur sem innviðir staðarins þola engan veginn. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA EFNAHAGSMÁL Einstæðir foreldrar hafa átt í mestum fjárhagsvanda á árinu en barnlaus heimili þar sem fleiri en einn er fullorðinn standa best, samkvæmt niðurstöðum lífs- kjarakönnunar Hagstofunnar. Í könnuninni, sem er hluti af sam- ræmdri lífskjararannsókn Evrópu- sambandsins og var gerð í mars, apríl og maí síðastliðnum, kemur fram að fjárhagsvandi er mestur á heimilum þar sem meðalaldur fullorðinna einstaklinga er á bil- inu þrjátíu til 39 ára. Eftir því sem meðalaldur hækkar batnar fjár- hagsstaðan. Þá kemur fram í könnuninni að tæpur helmingur heimila átti erf- itt með að láta enda ná saman, rétt rúm tíu af hundrað heimilum voru í vanskilum með húsnæðislán eða leigu einhvern tíma á síðastliðn- um tólf mánuðum og 35,9 prósent heimila geta ekki mætt óvæntum útgjöldum, sem miðast við 140 þús- und krónur. Þetta eru sambærilegar tölur og árið 2004. Þau heimili sem telja önnur lán en húsnæðislán eða leigu þunga byrði eru 19,2 prósent þátttakenda. Þetta er tvöföldun á síðastliðnum sex árum. Hagstofan segir að þegar á heild- ina sé litið sé fjárhagsstaða heimil- anna verri í ár en árin á undan. - jab Fjárhagsstaða heimilanna verri í ár en árin á undan: Ná ekki endum saman BEÐIÐ EFTIR HJÁLP Mikil ásókn hefur verið eftir matargjöfum frá góðgerða- samtökum á borð við Fjölskylduhjálp. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.