Fréttablaðið - 20.11.2010, Blaðsíða 10
20. nóvember 2010 LAUGARDAGUR
EVRÓPUMÁL Framkvæmdastjórn
Evrópusambandsins kynnti í vik-
unni hugmyndir um breytingar á
sameiginlegu landbúnaðarstefn-
unni, sem stefnt er að á næstu
árum.
Meginbreytingarnar, sem stefnt
er að, verða fólgnar í því að smærri
bændum verði tryggt meira fé en nú
er, þeir sem stunda búskap á erfið-
um landbúnaðarsvæðum fái meiri
stuðning og sömuleiðis verði betur
stutt við bakið á matvælaframleiðslu
frekar en öðrum landbúnaði.
Framkvæmdastjórnin leggur til
þrjár mismunandi leiðir sem ganga
mislangt, allt frá því að farið verði
rólega í allar breytingar á núverandi
kerfi yfir í allsherjar uppstokkun
sem fæli í sér afnám beingreiðslna
til bænda. Ekki er þó stefnt að nein-
um breytingum á því fjármagni sem
Evrópusambandið ver í landbúnað-
arkerfið.
Tillögurnar eru byggðar á niður-
stöðum ráðstefnu, sem haldin var
fyrr á árinu. Þessar tillögur verða
nú bornar undir hagsmunaaðila og
síðan verður lögð fram endanleg
tillaga að lagabreytingum í júní á
næsta ári.
Öll aðildarríkin þurfa að sam-
þykkja breytingarnar áður en þær
taka gildi, og þær verða einnig að fá
samþykki Evrópuþingsins.
Dacian Ciolos, hinn rúmenski
landbúnaðarstjóri Evrópusam-
bandsins, segir megináhersluna
vera á að landbúnaðarstefnan verði
„grænni, sanngjarnari, hagkvæm-
ari og árangursríkari“.
Á ráðstefnunni fyrr á árinu var
talað um þrjú meginmarkmið, sem
stefnt skuli að: Landbúnaðarstefna
Evrópusambandsins eigi að tryggja
örugga og næga framleiðslu á mat-
vælum; hún eigi að gefa bændum
hvata til að taka tillit til umhverfis-
og loftslagssjónarmiða; og loks eigi
hún að taka mið af því að bændur
gegni meginhlutverki í að halda
strjálbýlum svæðum í byggð.
Evrópusambandið varði 55 millj-
örðum evra í landbúnaðarmál á
síðasta ári, en á núverandi gengi
nemur sú fjárhæð um það bil 8.500
milljörðum króna.
Breytingartillögurnar hafa
fengið misjafnar viðtökur. Írskir
bændur hafa til dæmis gagnrýnt
róttækari hugmyndirnar um að
stokka upp í beingreiðslum, þannig
að þeim verði dreift til bænda óháð
fyrri reynslu. Þeir óttast að það geti
grafið undan landbúnaðarfram-
leiðslu af öllu tagi.
Sameiginlega landbúnaðarstefnan
hefur sætt margvíslegri gagnrýni,
meðal annars fyrir að vera of dýr
og óhagkvæm.
gudsteinn@frettabladid.is
Stokka upp í
landbúnaði
Breytingar á sameiginlegri landbúnaðarstefnu ESB
miða að því að styrkja smærri bændur á erfiðum
svæðum. Endanlegar tillögur kynntar á næsta ári.
DACIAN CIOLOS Landbúnaðarstjóri Evrópusambandsins kynnti þrjár meginleiðir á
blaðamannafundi í Brussel í vikunni. NORDICPHOTOS/AFP
Fjöldi býla í ESB eftir
löndum
(að undanskildum allra smæstu
býlunum)
Ítalía 1.383.000
Pólland 1.128.000
Spánn 940.000
Rúmenía 867.000
Grikkland 711.000
Frakkland 491.000
Þýskaland 349.000
Portúgal 182.000
Bretland 179.000
Önnur lönd 1.082.000
Samtals 7.311.000
Fækkun býla í ESB
Ár Fjöldi býla Vinnuafl
2003 7.932.000 18.211.000
2005 7.823.000 17.970.000
2007 7.311.000 16.379.000
LANDSKJÖRSTJÓRN
Auglýsing
frá landskjörstjórn
um talningu atkvæða í kosningum til stjórn-
lagaþings 27. nóvember 2010 og móttöku
utankjörfundaratkvæða
Landskjörstjórn kemur saman að loknum kjörfundi kl. 22
laugardaginn 27. nóvember nk. til þess að opna atkvæðakassa
og undirbúa talningu atkvæða í kosningum til stjórnlagaþings,
sem fram fara sama dag. Atkvæðin verða talin í Laugardalshöll,
Engjavegi 8 í Reykjavík, og hefst talningin kl. 9 sunnudaginn
28. nóvember nk. Úrslit kosninganna verða kunngerð strax að
talningu lokinni.
Kjósendur sem greiða atkvæði utan kjörfundar skulu koma
atkvæðum sínum til skila fyrir kl. 22 á kjördag. Koma skal
atkvæði til kjörstjórnar í því sveitarfélagi þar sem kjós-
andi er á kjörskrá eða til landskjörstjórnar: Landskjörstjórn,
Alþingishúsinu við Austurvöll, 150 Reykjavík. Enn fremur
er kjósendum heimilt að koma utankjörfundaratkvæðum til
yfirkjörstjórna og kjörstjórna í öðrum sveitarfélögum fyrir
nefnt tímamark.
Brýnt er að kjósendur búi sig undir kosningarathöfnina eins og
kostur er, hafi með sér útfylltan hjálparseðil og riti skýrt auð-
kennistölur þeirra frambjóðenda sem þeir raða á kjörseðilinn.
18. nóvember 2010,
Landskjörstjórn.
ı Þjónustuver 411 1111 ı www.reykjavik.is/fer
parhúsið að Hringbraut 116 118, 107 Reykjavík, til brottflutnings. Húsinu skal
komið fyrir á lóðinni nr. 3 – 3A við Meistaravelli í samræmi við deiliskipulag og
skulu kauptilboð miðast við það.
Húsið er úr timbri, talið byggt 1934, tvær hæðir auk kjallara, samtals að
gólffleti 297 ferm. Kjallarinn er steyptur og með steyptri loftaplötu.
Nýr eigandi hússins skal sækja um byggingarleyfi fyrir því á lóðinni við
Meistaravelli og greiða tilskilin gjöld, þ. á m. gatnagerðargjald. Lóðin er leigulóð
og verður hún ásamt húsinu sjálfu afhent kaupanda 1. maí 2011. Flutningur
hússins er á ábyrgð kaupanda og skal honum og frágangi hússtæðisins lokið
fyrir 1. ágúst 2011. Endurgerð hússins og frágangur á nýrri lóð skal vera í
samræmi við gildandi deiliskipulag.
Nánari upplýsingar s.s. deiliskipulag lóða við Meistaravelli er að finna á
heimasíðu Framkvæmda- og eignasviðs, www.reykjavik.is/fer.
Húseignin er til sýnis í samráði við starfsmenn sviðsins, sími 411 1111.
Kauptilboðum skal skila í þjónustuver Reykjavíkurborgar, Borgartúni 12-14 fyrir
kl. 15:00 mánudaginn 20. desember 2010 og verða þau opnuð að viðstöddum
þeim bjóðendum sem þess óska. Hver bjóðandi getur aðeins skilað einu
tilboði. Reykjavíkurborg áskilur sér rétt til að taka hvaða tilboði sem er eða
hafna öllum.
Framkv
–
á nýja lóð við Meistaravelli
Til sölu
æmda og eignasvið Reykjavíkurborgar óskar eftir kauptilboðum í
Parhús l flutnings
FJÖLMIÐLAR Dagblöð á Íslandi hafa
ekki verið færri síðan á öðrum
áratug síðustu aldar. Þeim hefur
fækkað úr fimm í tvö frá árinu
1995. Þetta kemur fram í tölum
Hagstofunnar. Þar kemur fram
að vikublöðum hefur líka fækkað
nokkuð á síðustu árum, eða úr 25
þegar best hefur látið í 21 í fyrra.
Hagstofan segir að tvö vikublað-
anna sem komu út á síðasta ári
hafi verið landsblöð, en svonefnd
landshluta- og staðarblöð hafi
verið 19 talsins. Af þeim vikublöð-
um sem út voru gefin á síðasta ári
voru ellefu seld blöð en tíu fríblöð.
- jhh
Blöðum fækkar á Íslandi:
Dagblöð ekki
færri í 90 ár
VÍSINDI Stjarnvísindamenn telja sig
hafa fundið yngsta svarthol sem
vitað er um í námunda við vetrar-
brautina okkar. Til þess notuðu
þeir Chandra-röntgengeimsjón-
auka NASA. Svartholið varð til
þegar stjarna sprakk árið 1979 og
er því 31 árs gamalt.
Árið 1979 sáu stjörnuáhugamenn
stjörnu springa í þyrilþokunni
M100 sem er í 50 milljón ljósára
fjarlægð í stjörnumerkinu Beren-
íkuhaddi. Sprengistjarnan hlaut
nafnið SN 1979C og er svart holið
leifar hennar. Uppsprettan var
stöðug í þau tólf ár sem mælingar
stóðu yfir, frá 1995 til 2007. Það
bendir til þess að þar sé nú svart-
hol sem sé að gleypa nærliggjandi
efni, annað hvort leifar stjörnunn-
ar sem sprakk eða fylgistjörnu.
Uppgötvunin veitir stjörnufræð-
ingum einstakt tækifæri til rann-
sókna. „Sé túlkun okkar rétt er hér
um að ræða nærtækasta dæmið
um myndun svarthols sem við
höfum orðið vitni að,“ segir Daniel
Patnaude við Harvard-Smithsoni-
an Center for Astrophysics í Cam-
bridge í Massachusetts, en hann
hafði umsjón með rannsókninni.
Talið er að sprengistjarnan hafi
orðið til þegar stjarna, tuttugu
sinnum massameiri en sólin, féll
saman. - shá
Stjarnvísindamenn sáu stjörnu springa í 50 milljón ljósára fjarlægð:
Fundu 31 árs gamalt svarthol
GÍMALD Sprengistjarnan SN 1979C í
þyrilvetrarbrautinni M100.
MYND/NASA/CXC/JPL/ESO