Fréttablaðið - 20.11.2010, Blaðsíða 82

Fréttablaðið - 20.11.2010, Blaðsíða 82
50 20. nóvember 2010 LAUGARDAGUR P aul McGrath gengur hægum skrefum inn á Villa Park. Hann er þannig fyrir utan völl- inn – hægur. Hann segir fátt, forðast margmenni og að sjálfsögðu fjölmiðla eins og heitan eldinn. Glöggir áhorfendur í stúkunni taka samt eftir því að hann er með svitabönd á sitthvorri hend- inni. McGrath leikur aldrei með svitaband. Flestir sem fylgjast eitthvað með fótbolta þekkja sögur óþekku strák- anna, eins og Diego Maradona, Paul Gascoigne og Tony Adams. Fyrir nokkrum árum hefði enginn sett Paul McGrath í þennan hóp. Þenn- an hægláta Íra sem var fæddur til að skalla frá. Ævisaga hans, sem á frummálinu nefnist „Back from the Brink“, breytti ásýnd manns- ins. Paul McGrath var með djöful- inn í eftirdragi í gegnum mestallan atvinnumannaferilinn. Hann glímdi við áfengissýki og þunglyndi og var svo langt leiddur að nokkrum sinn- um reyndi hann að stytta sér aldur. Þegar hann gekk inn á Villa Park með svitaband á sitthvorum úlnliðn- um var það til að fela sárin. Nokkr- um dögum áður hafði hann skorið sig á púls en sonur hans, þá fjögurra eða fimm ára gamall, hafði hringt í hjálp á réttum tíma. McGrath slapp eins og hann hafði gert nokkrum sinnum áður og átti eftir að gera oftar. Sendur á munaðarleysingjahæli Saga McGrath er ótrúleg og upp- vaxtarár hans voru harla óvenjuleg fyrir evrópskan knattspyrnumann í fremstu röð. Betty McGrath, móðir hans, bjó hjá foreldrum sínum í Dublin þegar hún varð ófrísk eftir nígerískan mann. Hún þorði ekki fyrir sitt litla líf að láta foreldr- ana vita af ástandinu og fór því til London, þar sem hún eignaðist litla drenginn hinn 4. desember árið 1959. Þegar drengurinn var orðinn fjög- urra vikna fór Betty með hann til Írlands og skildi hann eftir á munað- arleysingjahæli. Paul Nwobilo, síðar Paul McGrath, ólst upp á slíkum hælum allt til 18 ára aldurs. Móðir hans hafði reyndar uppi á honum þegar hann var orðinn nokkurra ára gamall og eftir það fékk hann stundum að vera „heima“ hjá sér um helgar og á hátíðisdögum. Þetta fyrirkomulag var reyndar ekki vel séð hjá forstöðumönnum munaðar- leysingjahælanna, sem töldu það ósanngjarnt gagnvart hinum mun- aðarlausu börnunum. Árin á munað- arleysingjahælunum mótuðu mann- inn. Kynþáttafordómar og harðræði urðu til þess að hann dróst sífellt lengra inn í skelina. Allan sinn knattspyrnuferil óttaðist hann að fólk sæi í gegnum sig og jafnvel þegar hann tók við verðlaunum sem besti leikmaður ensku úrvalsdeild- arinnar árið 1993 bergmál- aði í huga hans „þú átt ekki heima hérna“. McGrath kynntist fótbolta fyrst á munaðarleysingjahælinu. Það var ást við fyrstu sýn. Þegar hann var með boltann öðlaðist hann sjálfs- traust. Hann var bestur í fótbolta, svo einfalt var það. Hjólin fóru fyrst að snúast hjá McGrath þegar hann var átján ára og ákvað að ganga til liðs Dalkey United í Dublin. Stjórnarformaður liðsins hét Frank Mullen en í stjórninni var líka Billy Behan, sem þá var einn helsti njósn- ari Manchester United á Írlandi. Fyrsti leikur McGrath með Dalkey var æfingaleikur gegn þýska liðinu Wattenscheid. Frank Mullen: „Ég stóð við hlið- ina á Billy Behan og Paul var gjör- samlega ótrúlegur. Eftir tíu til fimm- tán mínútur vissu allir að þeir voru að fylgjast með leikmanni sem var í öðrum klassa. Við vissum í raun ekkert um hann en hann var stór- kostlegur. Þá sagði Billy við mig, „þessi strákur fer á Old Trafford“. Fyrsti sopinn – fullur í viku Paul McGrath mátti samt bíða í fjögur ár þar til sá draumur rætt- ist. Ýmislegt átti eftir að gerast í millitíðinni. Ári eftir leikinn gegn Wattenscheid í Dublin fór McGrath með Dalkey United til Þýskalands þar sem endurgjalda átti Wattens- cheid greiðann og spila æfingaleik í Bochum. Þar kynntist McGrath áfengi – hann datt í það. Það byrjaði með Pernod og sérríi. „Jesús, þetta er magnað,“ hugsaði McGrath með sér þegar hann fann fyrstu áhrif áfengisvímunnar. Hann lýsir fyrstu kynnum sínum af áfengi svona: „Ég sat inni á hótel herbergi og fann hvernig ég varð allur rólegri. Mér fannst ég verða ósýnilegur. Síðan varð mér flökurt og svo man ég ekk- ert meira. Daginn eftir lýstu liðsfé- lagar mínir kvöldinu fyrir mér. Það stoppaði mig samt ekki því ég vildi aftur finna þessa frelsistilfinningu. Mig langaði í meira.“ McGrath var í viku með Dalkey United í Þýskalandi og var full- ur í viku. Hann gerði merkilega uppgötvun, hann gat leikið fót- bolta undir áhrifum áfengis. Þetta átti eftir að móta ferilinn það sem eftir var. Þegar hann kom aftur til Írlands eftir Þýskalandsferðina fékk hann sér ekki í glas. Sjálfur segist hann ekki vita hvers vegna, nema að kannski hafi hann innst inni vitað að það myndi enda í vitleysu. Lá nakinn undir laki í eigin þvagi Stuttu eftir ferðina gerðust merki- legir hlutir. Merkilegir er reyndar kannski ekki rétta orðið því hann brotnaði saman, hrundi eins og spilaborg og varð fastur í hlutlaus- um í tólf mánuði. Hann var lagður inn á sjúkrahús og sjálfur segist hann ekkert muna frá þessum tíma nema óskýrar raddir fólks sem var að reyna að tala við hann. Meðferð- in sem hann fékk á St. Vincent‘s sjúkrahúsinu í Dublin var hörmuleg. Hann var látinn liggja nakinn undir laki uppi í rúmi. Lyfjum var dælt í hann og hann settur í köld böð. Oft lá hann í eigin þvagi og saur og hann fékk legusár um allan líkam- ann, í andlit og hnén á honum gréru saman. Meðferðin var það slæm að hann var nánast með afli fluttur á annað sjúkrahús. Frásögn McGrath frá þessum tíma er eðlilega í móðu og sjálfur segist hann ekki vita nákvæmlega hvenær hann náði sér en það gerðist hægt og rólega og smám saman fór hann aftur að lifa lífinu og spila fótbolta. Árið 1981 gekk McGrath til liðs við írska liðið St. Patrick’s Athletic og vakti fljótlega athygli. Tilboð bárust frá Manchester City, Luton Town og Watford en það sem meira var: Ron Atkinson, framkvæmda- stjóri Manchester United, vildi fá hann til reynslu. Árið 1982 fór McGrath til United. Eftir einn mánuð til reynslu ákvað Atkinson að slá til og kaupa McGrath fyrir 45 þúsund pund og borgaði honum nokkur hundruð pund á viku. Minnti á Gullit Ron Atkinson: „Í fyrsta skipti sem ég kom auga á hæfileika Pauls stóð ég við gluggann inni á skrifstofu og var að fylgjast með æfingu. Það var eitthvað við hann. Hann minnti mig á Ruud Gullit. Ég hafði sjálfur reynt að kaupa Gullit þegar hann var ungur og það var eitthvað í hreyfingum Pauls sem minnti mig á Hollendinginn. Svo skemmtilega vildi til að mörgum árum seinna hitti ég hollenska landsliðsmark- vörðinn Hans van Breukelen, við Taktur í öllu „Miðað við það sem gekk á í lífinu hjá honum er ótrúlegt að hann hafi getað leikið á því plani sem hann gerði. Það var nánast eitt- hvað músíkalskt við það hvernig hann hreyfði sig inni á vellinum. Það var taktur í öllu.“ Alex Ferguson, framkvæmdastjóri Manchester United. Erfitt að bresta ekki í grát „Það er auðvelt að segja við einhvern að hann eigi ekki að gera þetta eða hitt en ég held að ég hefði líka drukkið ef ég hefði gengið í gegnum það sama og Paul. Það var erfitt að bresta ekki í grát þegar maður hlustaði á hann segja sína sögu.” Graham Taylor, framkvæmda- stjóri Aston Villa. Hvernig fer hann að þessu? „Ég veit að Paul fékk sér stundum tvo eða þrjá bjóra fyrir leik með Aston Villa en samt var hann oft besti leikmaður vallarins. Þá hugs- aði ég með mér‚ Jesús hvernig fer hann að þessu?“ Ray Houghton, leikmaður Liver- pool og félagi í írska landsliðinu. Vinnie Jones hvað! „Menn eins og Vinnie Jones voru ekki harðir á okkar mælikvarða. Paul var eins og gamalt tekk. Hann var mjög harður. Ég held að fólk átti sig ekki á því hversu harður hann var þegar hann var reittur til reiði.“ Shaun Teale, varnarmaður hjá Aston Villa. HVAÐ SEGJA ÞEIR? Með djöfulinn í eftirdragi Paul McGrath glímdi við áfengissýki og þunglyndi en samt var hann knattspyrnumaður í allra fremstu röð. Saga McGrath er ótrúleg. Hann ólst upp á munaðarleysingjahælum. Hann lá á spítala í ár þar sem hnén greru saman. Skömmu seinna samdi hann við Manchester United. Á ferlinum lék hann oft undir áhrifum áfengis. Trausti Hafliðason rýndi í ævisögu McGrath. Í LEIK MEÐ ASTON VILLA Paul McGrath í leik með Aston Villa gegn Manchester City í nóvember árið 1995. Villa tapaði 1-0. Ári eftir leikinn rann samningur McGrath við Aston Villa út og hann gekk til liðs við Derby County. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY FERILL PAUL MCGRATH FRÁ 1981 TIL 1998 St. Patrick’s Athletic 1981-1982 Leikir: 27 Mörk: 4 Titlar: Enginn Kostaði ekkert Manchester United 1982-1989 Leikir: 163 Mörk: 12 Titlar: Bikarmeistari 1983 og 1985 Keyptur á 45.000 pund Aston Villa 1989-1996 Leikir: 252 Mörk: 9 Titlar: Deildarbikar 1994 og 1996 Keyptur á 425.000 pund Derby County 1996-1997 Leikir: 24 Mörk: 0 Titlar: Enginn Frjáls sala Sheffield United 1997-1998 Leikir: 12 Mörk: 0 Titlar: Enginn Frjáls sala Írland 1985-1997 Leikir: 83 Mörk: 8 FRAMHALD Á SÍÐU 48
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.