Fréttablaðið - 20.11.2010, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 20.11.2010, Blaðsíða 40
40 20. nóvember 2010 LAUGARDAGUR Evrópusambands- aðild Íslands myndi lítið breyta reglum um vinnumarkaðinn, enda er hann að mestu innan EES-samnings- ins. En talsmenn laun- þega sjá fram á aukin réttindi sinna manna og aðkomu að ýmsum stofnunum. Klemens Ól- afur Þrastarson heyrir að upptaka evru myndi gjörbreyta málum og þýða að kjarasamning- ar á Íslandi gætu haldið til langs tíma. En varað er við atvinnuleysi. Í slendingar hafa í gegnum EES-samninginn aðlagað sig að regluverki Evrópu- sambandsins um vinnu- markað. Aðild að ESB hefði engin áhrif á sjálfa kjarasamningagerðina eða launa- kjör sem slík. Ekki á frjálst flæði launafólks yfir landamæri. En upptaka evru hefði að mati tals- manna launþega afar jákvæð áhrif á raunveruleg kjör launþega. For- sendur samninga yrðu allt aðrar, með auknum stöðugleika. Spurn- ingin er hvaða áhrif aðild hefði á atvinnuþátttöku. „Það sem hefur verið að gerast innan ESB í samstarfi við ýmis samtök atvinnurekenda og verka- lýðshreyfingar hefur náð til okkar og við höfum reynt að innleiða obb- ann af því,“ segir Vilhjálmur Egils- son, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífisins (SA). Hagstjórn ESB auki atvinnuleysi Heimssýn, félag andstæðinga ESB- aðildar, hefur staðhæft í bæklingi að „stórfellt atvinnuleysi“ fylgi aðild „vegna þess hve vinnumark- aður í ESB er þunglamalegur og hefur lítinn sveigjanleika“. BSRB hefur einnig varað við því að innganga Íslands þýði hættu á auknu langtíma atvinnuleysi, í ljósi þess að tæki ESB gegn verð- bólgu og öðru álíka snúi fyrst og fremst að vinnumarkaði. Elín Björg Jónsdóttir, formaður BSRB, segir að að BSRN hafi ekki tekið afstöðu til aðildar og muni ekki gera það í bráð. „Við erum með fulltrúa BSRB í samninga- hópunum. Aðalatriðið er að tryggja réttindi launafólks á Íslandi og að við höfum sjálft fullt forræði yfir velferðarkerfinu og almannaþjón- ustu,“ segir hún. Þá megi ekki inn- leiða langtíma atvinnuleysi, sem hingað til hefur verið meira í ESB en á Íslandi. Atvinnuleysi innan ESB var að meðaltali 9,6 prósent í september, en miklu munar eftir aðildarríkj- um: frá 4,4 prósentum í Hollandi og í 20,8 á Spáni. Á Íslandi var það mitt á milli: 7,5 prósent. Í Eystra- saltslöndum minnkaði atvinnu- leysi stöðugt á fyrstu árum aðildar en hefur rokið upp í kreppunni. Vilhjálmur Egilsson fullyrðir að Íslendingar muni „geta haldið okkar sveigjanlega markaði. Það er mjög mismunandi eftir löndum ESB hvernig vinnumarkaður þar er skipulagður“. Guðmundur Gunnarsson, for- maður Rafiðnaðarsambands Íslands og félagi í Sterkara Íslandi, hreyfing hlynnt inngöngu Íslands í ESB, var spurður álits á hvort aðild hefði í för með sér atvinnu- leysi til dæmis á borð við það sem er á Spáni. „Það er fullkomlega óskiljanleg fullyrðing,“ segir hann og bendir á reynslu Finna: „Eftir að þeir gengu í ESB hefur áratuga landlægt atvinnuleysi þeirra snarminnkað [úr 17,6 og í 8,3 prósent].“ Þá bendir Guðmundur á evruna. Verði hún tekin upp þýði það allt annað líf fyrir launafólk: „Kjara- samningar munu halda verðgildi sínu, ekki gengisfalla með ákvörð- unum íslenskra stjórnmálamanna. Sagt er að það sé svo gott að hafa krónuna til að leiðrétta of góða kjarasamninga, en það er ekki hægt að bjóða launamönnum innan ESB upp á þær trakt- eringar sem okkur er gert að búa við.“ Verðbólgan versti óvinurinn Halldór Grönvold hjá Alþýðu- sambandinu segir að ýmsir þættir Evrópusamvinnunnar hafi bein og óbein áhrif á kjör og kaupmátt. „Ég get nefnt verðlag, verðbólgu, lánakjör og vexti,“ segir hann. Stöðugleiki skipti miklu máli fyrir launafólk og gengi gjaldmiðilsins ekki síst. „Varanlegur stöðugleiki mun aldrei nást með krónunni og því hefur ASÍ gert kröfu um aðlög- un að og síðan upptöku evru. Verð- bólgan er versti óvinur launafólks, hún skerðir kaupmátt og skapar óvissu um skuldbindingar því hún hækkar lánin,“ segir Halldór. Hefðum meiri áhrif á eigin reglur Hrafnhildur Stefánsdóttir, yfirlög- fræðingur hjá SA tekur undir með framkvæmdastjóranum Vilhjálmi. Aðild breyti litlu í þessum efnum. „Evrópuréttarreglurnar eru inn- leiddar í íslenskan rétt. Þær taka þó aðeins til ákveðinna þátta sem varða sameiginlega markaðinn eða einstök málefni. Að öðru leyti er þetta lands réttur, sem ESB hefur ekki áhrif á. Evrópu- sambandið getur ekki sett reglur nema það hafi skýra heimild til. Á þessu sviði er því ekkert nýtt við aðild, sem hræðir okkur,“ segir Hrafnhildur. Helsta breytingin yrði sú að Íslendingar hefðu meira um nýjar reglur að segja: Þeir hefðu atkvæðisrétt. „En það eru algjör jaðaratriði sem myndu bætast við reglurnar,“ segir Hrafnhildur. Aukin aðkoma að stofnunum Halldór Grönvald segir að ekki síst megi hafa í huga að með ESB-aðild myndu samtök launafólks fá betri aðgang að stefnumótun og ákvarð- anatöku um þessi mál, til dæmis með aðild að Efnahags- og félags- málanefnd Evrópu. Þá gætu þau tekið meiri þátt í starfsmennta- og vinnuverndarstofnunum ESB. Í gegnum íslensk stjórnvöld og Evrópusamtök verkalýðs félaga fengist svo aðkoma að fram- kvæmdastjórn ESB, Leiðtogaráðinu, Evr- ópuþingi og Evrópska seðlabank- anum. Þá fengi Ísland fimm fulltrúa í Héraða- nefnd ESB. Meiri áhrif og gjörbreytt efnahagslíf EES gæti þýtt aldalangt ófrelsi „Hér er verið að fjalla um fullveldi íslenska lýðveldisins og að eitt ógætilegt spor getur leitt af sér aldalangt ófrelsi. Sambandsstjórn Alþýðusam- bands Austurlands mótmælir öllum samningum sem í sér fela fullveldisafsal í einhverri mynd. [...] Sambandsstjórnin minnir á að íslenskur vinnu- markaður er lítill og viðkvæmur og telur af þeirri ástæðu óhjákvæmilegt að réttur íslenskra launþega til vinnu verði varinn,“ Úr ályktun sambandsstjórnarinnar. Tilvitnun úr þingræðu Hjörleifs Gutt- ormssonar, 5. júní 1991. EES = atvinnuleysi „Ef Íslendingar ganga inn í áform um evrópskan efnahagssamruna eða gerast aðildarríki EB, mundi Ísland fá hlutverk hráefnasalans og það mundi leiða til vaxandi einhæfni atvinnulífs [...] opinn fjármagnsmarkaður mundi færa fiskveiðiréttindin og fiskveiðarnar í tímans rás til þess horfs sem ríkti þegar erlend stórútgerðarfyrirtæki sópuðu miðin en Íslendingar veiddu á handfæri við fjöruborðið. [...] Heildaráhrifin á íslenskum vinnumarkaði yrðu þau að inn í landið flyttist á þennan hátt evrópskt atvinnuleysi og launamisrétti af áður óþekktri stærðargráðu.“ Birgir Björn Sigurjónsson, þáverandi framkvæmdastjóri BHMR. Tilvitnun úr þingræðu Hjörleifs Guttormssonar, 25. ágúst 1992. Skjól frá skrifstofubákninu „Það á að vera eitt mikilvægasta verkefni stjórnmálamanna og íslensku þjóðarinnar að berjast gegn því að við Íslendingar sogumst inn í hið miðstýrða og ólýðræðis lega skrifræðis- bákn sem Evrópubanda- lagið er. Njótum við hins vegar ekki þess sem viðskiptahlið [EES] samningsins gefur okkur Íslendingum er ég hræddur um að á næstu árum aukist þrýstingurinn frá sterkum hags- munasamtökum atvinnulífsins hér á landi á það að við tengjumst Evrópubandalaginu sterkari og nánari böndum en samningurinn um Evrópskt efnahagssvæði þó gerir. Jafnvel komi upp sú krafa að við Íslendingar gengjum í Evrópubandalagið.“ Finnur Ingólfsson, þing maður Framsóknar, í þingræðu, 4. janúar 1993. Íslendingar verða í minnihluta á Íslandi „Eftirleiðis mun þetta lið [útlending- ar á sakaskrá] allt hafa fulla heimild til að koma hingað til lands. […] Við höfum verið að berjast við það að draga úr eiturlyfjainnflutningi. Hvernig halda menn að sú glíma standi eftir þetta? Ég held að það sé hollt að hugleiða þessi orð ræðunnar, það sé hollt að hugleiða það hvað af því getur hlotist ef við veitum þessum hóp sama rétt í okkar landi og við höfum sjálfir. […] [ESB-ríkin] eru fyrst og fremst í glímunni um það hverjir fá að drottna yfir þessu hafsvæði í framtíðinni. Og þjóð eins og Íslendingar sem eiga meiri auðæfi á mann en nokkur önnur þjóð í Evr- ópu er aldeilis að breiða út faðminn þegar hún býður frjálsa fólksflutninga inn á sitt svæði. Vitið þið hvað Hong Kong væri reiðubúið til að borga fyrir svo sem eina sýslu á Íslandi ef þeir mættu flytja þangað? […] Hvað tekur það langan tíma þangað til Íslendingar verða orðnir minnihluta- aðili í þessu landi ef við samþykkjum þetta?“ Ólafur Þ. Þórðarson, þingmaður Framsóknar, í þingræðu, 17. desember 1992. KJARABARÁTTAN Talsmenn launþega segja að vinnumarkaðurinn sem slíkur sé að mestu innan EES-samningsins. Aðild að evru myndi þó umbylta aðstæðum til hins betra. Um leið er varað við atvinnuleysi. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI HVAÐ SEGIR EVRÓPUSAMBANDIÐ UM ÞETTA? Markmið Evrópusambandsins og aðildarríkjanna skal vera að auka atvinnu og bæta lífsskilyrði og vinnuaðstæður. Tryggja viðeigandi félagslega vernd, stuðla að samskiptum samtaka launafólks og atvinnurekenda um leið og sjálfstæði þeirra er viðurkennt. Að þróa mannauðinn með það að markmiði að halda háu atvinnustigi og vinna gegn félagslegri útilokun. ESB viðurkennir og styrkir hlutverk aðila vinnumarkaðarins á Evrópuvísu, með fjölbreytileika þjóðhagkerfanna í huga. Sambandinu er ætlað að auð- velda samræðu milli aðila vinnumarkaðarins. Til að ná þessum markmiðum, um aukna atvinnu, aukin lífsskilyrði og vinnuaðstæður, skuli ESB styðja og auðga eftirtalið starf aðildarríkjanna: Úrbætur, sérstaklega í vinnuumhverfi, til að vernda heilbrigði og öryggi launafólks. Starfsskilyrði, félagslegt öryggi og vernd launafólks. Vernd launafólks þegar ráðningarsamningi er sagt upp. Upplýsingar og samráð við launafólk. Hagsmunagæslu og sameiginlega vernd hagsmuna launafólks og atvinnurekenda, þar með talinn samákvörðunarréttinn. Ráðningarskilyrði ríkisborgara frá löndum utan ESB, sem búa löglega innan sambandsins. Aðlögun einstaklinga sem standa utan vinnumarkaðar. Jafnrétti karla og kvenna til tækifæra á vinnumarkaði og jafnrétti á vinnustöðum. Baráttu gegn félagslegri útilokun. Nútímavæðingu velferðarkerfisins, án þess að hún komi niður á félagslegu öryggi og vernd launafólks. -Úr Lissabonsáttmála Evrópusambandsins, greinar 151, 152 og 153. ➜ Stundum er sagt að íslenskt verkafólk lendi í sömu klípu og Svíar í Laval-málinu, eftir inn- göngu Svíþjóðar í ESB. Þá greiddi Laval, lett- neskt fyrir tæki með starfsemi í Svíþjóð, verkamönnum laun eftir kjörum Lettlands. ➜ Dómstóll ESB blessaði þetta. ➜ En á Íslandi eru lög um að miðað skuli við innlenda taxta, sem voru ekki í Svíþjóð. ➜ Þetta breytist ekki með aðild að ESB. LAVAL EKKI FORDÆMI HVAÐ VAR SAGT Í AÐDRAGANDA EES-SAMNINGSINS? ELÍN BJÖRG JÓNSDÓTTIR HRAFNHILDUR STEFÁNSDÓTTIR HALLDÓR GRÖNVOLD
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.