Fréttablaðið - 20.11.2010, Blaðsíða 104

Fréttablaðið - 20.11.2010, Blaðsíða 104
72 20. nóvember 2010 LAUGARDAGUR72 menning@frettabladid.is „Ég vona að þessi bók varpi ein- hverju nýju ljósi á Geirfinnsmál- ið,“ segir Freyja Jónsdóttur, höf- undur bókarinnar 19. nóvember, ævisögu Hauks Guðmundssonar, fyrrverandi rannsóknarlögreglu- manns í Keflavík, sem kom út í gær. Titill bókarinnar vísar til dagsins sem Geirfinnur Einars- son hvarf árið 1974, en Haukur tók þátt í rannsókn málsins. Tilurð bókarinnar má rekja til þess að Freyja, sem hefur lengi haft áhuga á og skrifað um manns- hvörf, hafði samband við Hauk út af öðru máli. „Við mæltum okkur mót og þá kom Geirfinnsmálið til tals. Haukur hafði margt forvitni- legt um það að segja. Að lokum kastaði hann því fram hvort ég vildi ekki bara skrifa þessa bók og ég sló til. Það vill líka til að Haukur er merkilegur maður, hefur lent í miklum ævintýrum og erfiðum veikindum en hann er þannig maður sem nær sér upp úr öllu.“ Freyja segist trúa því einlæg- lega að saklaust fólk hafi verið dæmt í fangelsi vegna Geirfinns- málsins og trúir því að enn séu einhverjir á lífi sem viti hvað gerðist þennan örlagaríka dag. „Ég vona að þeir séu ekki farnir yfir móðuna miklu og þeir stígi fram og segi hvað gerðist.“ Freyja telur einnig að manns- hvörf af mannavöldum á Íslandi séu tíðari en margan gruni. „Ég hef skrifað um ein þrettán manns- hvörf sem ég tel að hafi orðið af mannavöldum og hafa aldrei verið upplýst. Ég trúi ekki að þetta fólk hafi stytt sér aldur og gætt þess að það myndi aldrei koma í leit- irnar aftur.“ - bs Óútskýrð mannshvörf fleiri en marga grunar FREYJA JÓNSDÓTTIR Hefur skrifað um ein þrettán mannshvörf sem hún telur að hafi orðið af mannavöldum en aldrei verið upplýst. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Næsti hálftími verður þrjú korter heitir heimildar- mynd um Birgi Andrésson myndlistarmann sem sýnd verður í Ríkissjónvarpinu á morgun. Myndin byggir á viðtölum sem Jón Axel Egilsson tók við Birgi með fimm ára millibili. Í nýútkominni bók um Birgi Andrés son eftir Þröst Helga- son er saga af því þegar Birgir Andrés son myndlistarmaður er á Feneyjatvíæringnum. Þegar erlendir blaðamenn spurðu hann hvers vegna enginn frá íslenska Sjónvarpinu væri viðstadd- ur svaraði Birg- ir á þá leið, að á Íslandi sæi sjónvarpið um bókmenntirnar en útvarpið um myndlistina. „Þarna hitti Biggi naglann á höfuðið, það vantar mikið efni um myndlist í sjónvarpi,“ segir Jón Axel Egils- son kvikmyndagerðarmaður, sem nú hefur gert heimildarmynd um Birgi og list hans. Upp úr aldamót- um einsetti hann sér að breyta því og hóf að gera stutt innslög með myndlistarmönnum sem nefndust Lithvörf. Fyrsta viðtalið tók hann við Birgi á vinnustofu hans við Vesturgötu. Árið 2006 hillti undir að innslögin yrðu sýnd á RÚV. „Þá talaði ég við Birgi og spurði hvort ég mætti ekki uppfæra spjallið við hann. Hann hafði engan tíma því hann var að undirbúa yfirlitssýn- ingu í Listasafni Íslands. Það varð úr að ég fylgdi honum eftir um sýninguna og hann sagði sögur í kringum verkin.“ Afraksturinn var notaður í fimm mínútna langt innslag sem sýnt var á RÚV 2007. Þegar Birg- ir féll frá sama ár fór Jón Axel að leiða hugann að því hvort hann væri ef til vill með efnivið í lengri mynd. „Ég átti allt þetta efni; fyrra viðtalið var tekið upp á 20 mínút- um og það seinna á 80 mínútum. Í kjölfarið fór ég að tala við fólk sem þekkti hann og hafði unnið með honum og endaði að lokum með sex viðmælendur Jón Proppé, Kristin E. Hrafnsson, Eirík Þor- láksson, Þröst Helgason, Ólaf Gunnarsson og Þór Vigfússon. Og eftir því sem leið á klippivinnuna sá ég að það sem þeir höfðu fram að færa var akkúrat kjarninn í því sem ég vildi gera með þess- ari mynd. Þetta er ekki hefðbund- in heimildarmynd um ævi Bigga, heldur meira um list hans og ger- ist á Listasafninu.“ Jón Axel segist hafa lagt mikið á sig að vera Birgi og list hans trúr. „Biggi var djúpur hugsuð- ur og útpældur en alltaf að tala þvert um hug sér og plata mann. Titill myndarinnar vísar dálítið í þetta. Hún er sótt í verk hans og heitir þessu skrýtna nafni, Næsti hálftími verður þrjú korter. Sem er auðvitað bölvuð lygi því mynd- in er 52 mínútur.“ bergsteinn@frettabladid.is ÚTPÆLDUR EN ALLTAF AÐ PLATA BIRGIR ANDRÉSSON Jón Axel segir vanta meira sjónvarpsefni um myndlist á Íslandi. Birgir sagði eitt sinn að á Íslandi sæi sjón- varpið um bókmenntirnar en útvarpið um myndlistina. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Blóðhófnir ★★★★★ Gerður Kristný Besta ljóðabók Gerðar Kristnýjar. Meitlaður texti sem talar til lesand- ans á mörgum sviðum. Lestrar- nautn. - fsb Svar við bréfi Helgu ★★★★★ Bergsveinn Birgisson Sjaldgæf perla þar sem nútíð og for- tíð, borg og sveit mætast og renna saman í óviðjafnanlegum texta. - jyj Áttablaðarósin ★★ Óttar Martin Norðfjörð Á Áttablaðarósinni er ágætur efniviður og margt er þar vel gert en heildarmyndin líður fyrir gallaða frásagnartækni og sögumann sem svindlar á lesendum sínum. - jyj Fyrirgefning ★★ Lilja Sigurðardóttir Fín hugmynd en útfærslan ekki nógu vönduð, sagan nær ekki tökum á lesandanum og lítið fer fyrir spennunni. - fsb Birgir Andrésson: Í íslenskum litum ★★★★ Þröstur Helgason Þröstur Helgason varpar skýru ljósi á list Birgis Andréssonar í íslensku og alþjóðlegu samhengi og dregur upp innilega mynd af þeim einstaka manni sem hann hafði að geyma. - rs Leyndarmál annarra ★★★ Þórdís Gísladóttir Vel skrifaðar og skemmtilegar smá- myndir úr borgarlífinu, en ljóðrænan er af skornum skammti. - fsb Mörg eru ljónsins eyru ★★★★ Þórunn Valdimarsdóttir Vel heppnuð nútímaútfærsla á Laxdælu sem á meira skylt við fornsögurnar en formúlukrimma samtímans. - fsb BROT ÚR BIRTUM RITDÓMUM JÓN AXEL EGILSSON GOÐAFOSS Á DVD Heimildarmyndin Árásin á Goðafoss er komin út á DVD. Myndin er í leikstjórn Björns Brynjúlfs Björns- sonar en Þór Whitehead og Jón Ársæll Þórðarson skrifuðu handritið. Myndin var sýnd á RÚV í ársbyrjun og hlaut mikið lof. Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar 2011 Reykjavíkurborg auglýsir hér með eftir óprentuðu handriti að ljóðabók, frumsömdu á íslensku, til að keppa um Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar sem verða til úthlutunar á síðari hluta árs 2011. Verðlaun að upphæð 600 þúsund krónur verða veitt fyrir eitt handrit. Þriggja manna dómnefnd metur verkin; Davíð Stefánsson formaður og Bragi Ólafsson tilnefndir af menningar- og ferðamálaráði Reykjavíkurborgar og Ingibjörg Haraldsdóttir tilnefnd af Rithöfundasambandi Íslands. Útgáfuréttur verðlaunahandrits er í höndum höfundar eða þess forlags sem hann ákveður. Sé dómnefnd á einu máli um að ekkert þeirra verka sem borist hafa fullnægi þeim kröfum sem hún telur að gera verði til verðlaunaverka, má fella verðlaunaafhendingu niður það ár. Handritum sem keppa til verðlaunanna þarf að skila merktum dulnefni, en nafn og heimilisfang fylgi með í lokuðu umslagi. Handrit berist í síðasta lagi 1. júní 2011 Utanáskrift: Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar b.t. skrifstofu, Menningar- og ferðamálas- viði Reykjavíkurborgar, Vesturgötu 1, 2.hæð, 101 Reykjavík. Bókmenntaverðlaun Tómasar 2010 Þórdís Gísladóttir hlaut bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar 2010. Aðrir sem áttu handrit í keppninni eru beðnir að vitja þeirra á skrifstofu Menningar- og ferðamálas- viðs Reykjavíkurborgar sem fyrst eða fyrir 1. febrúar 2011. Einnig er unnt að fá handrit send í póstkröfu. Gefa þarf upp dulnefni. Aðeins var opnað umslag með nafni vinnings- hafa. Þetta er ekki hefð- bundin heimildar- mynd um ævi Bigga, heldur meira um list hans. JÓN AXEL EGILSSON KVIKMYNDAGERÐARMAÐUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.