Fréttablaðið - 20.11.2010, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 20.11.2010, Blaðsíða 8
8 20. nóvember 2010 LAUGARDAGUR 1 Eru Gullfoss og Geysir friðlýst svæði? 2 Með hvaða félagsliði spilar Einar Hólmgeirsson? 3 Hvað heitir nýjasta mynd leikstjórans Tony Scott? SVÖRIN: 1. Nei, Geysir hefur ekki verið friðlýstur. 2. Ahlen Hamm 3. Unstoppable Hafðu samband Fjármálafræðsla fyrir þig Lærðu á netbankann þinn Á fræðslufundinum verður farið yfir grunnatriðin varðandi notkun Netbanka Arion banka. Fræðslan hentar þeim sem eru að stíga sín fyrstu skref í netbankanum. Markmið fræðslunnar er að þátttakendur geti eftir fræðslufundinn sinnt sínum helstu bankaviðskiptum í netbankanum s.s. að greiða reikninga, millifæra, fylgjast með hreyfingum o.fl. 24. nóvember kl. 17:30 í Borgartúni 19, Reykjavík. Fyrirlesarar eru Guðrún Elín Ingvarsdóttir og Guðrún Magnúsdóttir. Fundurinn stendur yfir í 90 mínútur. Allir velkomnir – ókeypis aðgangur. Skráning og nánari upplýsingar á www.arionbanki.is, í næsta útibúi eða í síma 444 7000. Auglýsingasími VIÐSKIPTI Fyrrverandi stjórnar- formaður Stíms neitar að gefa upp hver það var frá Glitni sem fékk hann til liðs við verkefnið og sannfærði hann um að taka að sér stjórnarformennsku í félaginu. Það hafi þó ekki verið vinur hans Magnús Pálmi Örnólfsson. Magnús Pálmi er einn þeirra sem hafa verið yfirheyrðir vegna rannsóknar sérstaks saksóknara á málefnum Glitnis. Magnús stýrði gjaldeyrissjóðnum GLB FX sem keypti haustið 2008 verðlaust skuldabréf, útgefið af Stími, á 1,2 milljarða af Saga Capital. Þar með slapp Saga Capital undan skuld- bindingum sínum vegna Stíms, ólíkt öllum öðrum sem tóku þátt í verkefninu. Magnús Pálmi undir- ritaði samninginn um kaupin á bréfinu fyrir hönd sjóðsins. Fréttablaðið hefur síðan á þriðju- dag ítrekað en án árangurs reynt að ná tali af Magnúsi Pálma til að spyrja hann um ástæður þess að hann kaus að verja 1,2 milljörðum í verðlausan pappír. Magnús Pálmi er Bolvíkingur og æskuvinur Jakobs Valgeirs Flosasonar, fyrrverandi stjórnar- formanns Stíms. Félög á vegum þeirra beggja eru skráð til húsa í Síðumúla 33. Spurður hvort Magnús sé teng- ing hans inn í málið segir Jakob það af og frá. „Ég þekki fullt af fólki í þessum banka. Magnús kom ekki að því að plata mig í þetta kjaftæði.“ Hann fæst hins vegar ekki til að segja frá því hver eða hverjir það voru. „Það kannski kemur fram einhvern tímann seinna.“ Það hafi þó ekki heldur verið Jóhannes Baldursson, fyrr- verandi yfirmaður markaðsvið- skipta, sem sagður er hafa komið hluthafahópi Stíms saman. Jakob Valgeir hefur ekki verið yfirheyrður vegna málsins. Sjálf- ur segist hann ekkert hafa að fela í málinu. - sh Jakob Valgeir Flosason segir æskuvin sinn, sem stýrði gjaldeyrissjóði Glitnis, ekki hafa fengið sig með í Stím: Magnús plataði mig ekki í þetta kjaftæði MAGNÚS PÁLMI ÖRNÓLFSSON JAKOB VALGEIR FLOSASON STJÓRNMÁL Steingrímur J. Sig- fússon, fjármálaráðherra og for- maður Vinstri grænna (VG) segir að fimm til sex mánuðir gætu verið í viðsnúning í íslensku efnahagslífi og hjólin fari brátt að snúast á ný. Þessi orð lét hann falla í ávarpi á flokksráðsfundi VG í gær, en þar fjallaði hann um stjórnmála- ástandið. Í ræðunni fór Stein- grímur yfir stærstu verkefnin sem lægju fyrir og játaði að ekki hefði allt farið eins og best yrði á kosið. Hann sagði ríkisfjármálin gríðar- lega erfitt verkefni en stjórninni væri fyrst og fremst að mistakast að koma til skila nauðsyn þess að fara út í niðurskurðina sem boðað- ir væru í fjárlagafrumvarpinu. „Þetta er eitt stærsta og mikil- vægasta málið sem við þurfum að ná tökum á til þess að tryggja velferðarþjóðfélag á Íslandi til frambúðar. [...] Ef við tökum ekki á þessu munum við til langrar framtíðar búa við lakari þjónustu, verri lífskjör og verri forsendur hagvaxtar og uppbyggingar í sam- félaginu.“ Sjötíu manna hópur á fund- inum lagði fram ályktun um að aðlögunar ferli að Evrópusamband- inu yrði stöðvað. Steingrímur minntist á þessa meintu misklíð og lagði áherslu á að VG léti ekki sundurlyndið ná tökum á hreyfingunni, enda væri ekki grundvallarágreiningur um stefnuna í Evrópumálum. „Mín afstaða er hins vegar sú að við ætlum að standa við það sem við höfum sagt og ætlum ekki að aðlaga Ísland fyrirfram að Evrópu- sambandinu. Við ætlum ekki að bera fé í dóminn og við viljum að þjóðin leiði þetta sjálf til lykta að lokum.“ Hann vísaði einnig frá sér öllu tali um aðgerðarleysi stjórnvalda. „Það hefur engin ríkisstjórn á lýðveldistíma unnið önnur eins ósköp og þær sem hafa verið hér að störfum frá 1. febrúar 2009.“ Þá lét hann stjórnarandstöðuna einnig fá það óþvegið. „Einhver ómerkilegasti mál- flutningur sem veður uppi núna er innihaldslaust kjaftæði stjórn- arandstöðunnar um það að þessi ríkisstjórn sé ekkert að gera.“ Hann stappaði stáli í fundar- menn og sagði styttast í að rofa færi til. „Ég tel að það horfi nú til þess að innan fárra mánaða förum við að sjá og trúa því að verkið sé að tak- ast. Og þá er ekki til einskis streð- að og puðað.“ thorgils@frettabladid.is Varaði við sundurlyndi vegna ESB Steingrímur J. Sigfússon, formaður VG, sagði við upphaf flokksráðsfundar að viðsnúningur efnahags- lífsins væri á næsta leiti. Hann sagði sundurlyndi vegna ESB ekki mega ná tökum á hreyfingunni. ÁVARPAR FLOKKSRÁÐIÐ Steingrímur J. Sigfússon sagði ríkisfjármálin gríðarlega erfitt verkefni og að á lýðveldistímanum hefði engin ríkisstjórn unnið önnur eins ósköp og þær stjórnir sem verið hefðu að störfum síðan í febrúar árið 2009. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Einhver ómerkilegasti málflutningur sem veður uppi núna er innihalds- laust kjaftæði stjórnarand- stöðunnar um það að þessi ríkisstjórn sé ekkert að gera. STEINGRÍMUR J. SIGFÚSSON FORMAÐUR VINSTRI GRÆNNA VEISTU SVARIÐ?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.