Fréttablaðið - 20.11.2010, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 20.11.2010, Blaðsíða 18
18 20. nóvember 2010 LAUGARDAGUR FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is HELGAREFNI: Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is greinar@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 F réttablaðið hefur sagt frá því undanfarna daga að Landsvirkjun telji vindmyllur raunhæfan kost til raf- orkuframleiðslu hér á landi. Fyrirtækið vinnur nú að könnun á möguleikunum og benda fyrstu niðurstöður rannsókna til að Suðurlandsundirlendið henti einna bezt fyrir vindrafstöðvar. Þetta er orkukostur, sem á að skoða í fullri alvöru. Nýting vindorku hefur gefið góða raun í mörgum nágrannalöndum okkar. Vindurinn skilar Dönum til dæmis hátt í tíunda hluta þess rafmagns sem þeir nota. Úlfar Linnet, sérfræðingur hjá Landsvirkjun, segir að hér á landi sé nægilega stöðugur vindur fyrir orkuvinnslu og vindrafstöðvar geti raunar skilað meiri orkuframleiðslu hér en í flestum öðrum löndum vegna betri nýtingar. Virkjun vindorku er ein umhverfisvænasta orku- vinnsluleið sem til er. Útblástur gróðurhúsalofttegunda vegna framkvæmda og efnisflutninga er miklu minni en vegna annarra virkjunarkosta. Jarðrask er sömuleiðis miklu minna en vegna vatnsafls- eða jarðvarma- virkjana. Víða erlendis halda bændur áfram að nytja land, sem leigt hefur verið undir vindorkuver, enda taka sjálfar vindraf- stöðvarnar ekki upp nema um það bil einn hundraðshluta landrýmisins. Við bætist að auðlindin, vindurinn, er ókeypis og nokkurs virði að geta þannig breytt rokinu á Íslandi í verð- mæti. Á móti kemur að sjónmengun er talsverð af tuga metra háum vindmyllum. Hætt er við að einhverjum muni þykja þær spilla ásýnd sunnlenzkra sveita, verði af þessum áformum. Sömuleiðis hefur víða verið kvartað undan hljóðmengun sem hvinurinn frá vindmyllunum veldur. En það er reyndar í þéttbýlli löndum en Íslandi. Það er full ástæða til að skoða rækilega kosti og galla vind- orkunnar og bera saman við orkuvinnslukosti sem byggja á jarðvarma eða vatnsorku. Og ástæða fyrir þá sem hafa efa- semdir um ýmsa síðarnefndu kostina að velta því fyrir sér hvort virkjun vindorku gæti að einhverju leyti komið í stað- inn. Slík niðurstaða gæti þá hugsanlega stuðlað að betri sátt í orkumálum. Sú staðreynd að auðlindin er ókeypis og enginn á hana gæti svo jafnvel haft í för með sér að villta vinstrið ætti auðveldara með að fallast á erlenda fjárfestingu í vindorkuverum en annars konar orkuverum hér á landi því að misskilningurinn um sölu auðlindanna þyrfti ekki einu sinni að koma upp – eða hvað? Möguleikar á nýtingu vindorku á Íslandi verðskulda klár- lega skoðun og rækilega umræðu. Að minnsta kosti er ekki tímabært að byrja strax og að óathuguðu máli að berjast við vindmyllurnar. SPOTTIÐ AF KÖGUNARHÓLI ÞORSTEINS PÁLSSONAR Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is SKOÐUN VG spratt upp úr Alþýðu-bandalaginu sem áður óx af meiði Sósíalistaflokks-ins. Þessir flokkar voru lengst af einangraðir í afstöðunni til þátttöku Íslands í vestrænni efnahags- og varnarsamvinnu. Vatnaskil urðu þegar landsfundur Sjálfstæðisflokksins ákvað á liðnu sumri að skipa flokknum við hliðina á vinstri væng VG varðandi kröfuna um að afturkalla aðildar umsóknina að ESB. Í síðustu kosningum byggðist nei- kvæð afstaða Sjálfstæðisflokksins þó á hagsmunamati sem endurskoða þyrfti á hverjum tíma. VG var á grundvelli hugsjóna alfarið andvígt aðild en sagði jafnframt að málið myndi ekki koma í veg fyrir stjórn- armyndun. Framsóknar flokkurinn, Borgarahreyf- ingin og Sam- fylkingin voru hins vegar með aðildarumsókn. Þ e i r þ r í r f lok k a r sem höfðu aðildar- umsókn á dag- skrá fengu hrein- an meirihluta þingmanna. Í atkvæðagreiðslu um umsóknina gekk meirihluti þingmanna Fram- sóknarflokksins og Borgarahreyf- ingarinnar úr skaftinu. Á hinn bóg- inn var meirihluti þingmanna VG fylgjandi. Þrátt fyrir þessa víxl- un atkvæða var niðurstaðan í sam- ræmi við skýran vilja meirihluta kjósenda. Fyrr á þessu ári fundu forystu- menn Heimssýnar upp á því að full- yrða að Alþingi hefði alls ekki sam- þykkt að sækja um aðild. Það hefði aðeins heimilað könnun á þeim möguleika. Ríkisstjórnin hefði því farið út fyrir umboð sitt og rétt væri að afturkalla umsóknina. Allir læsir menn vita að þessi röksemdafærsla á enga stoð í raun- veruleikanum. Hún er hrein hugar- leikfimi. Í pólitík getur áróðurs- skáldskapur af þessu tagi þó orðið að raunverulegu vandamáli. Flokks- ráð VG glímir við það á fundi í dag. Vandi VG liggur ekki í því að hafa gert málamiðlun um hugmynda- fræðilegt grundvallaratriði. Hann skýrist miklu fremur af þeirri tvö- feldni að byggja málamiðlunina á því að vera bæði með og á móti. Sósíalistar og utanríkisstefnan Flokkar sósíalista með mis-munandi nöfnum hafa nú sjö sinnum tekið þátt í ríkis-stjórn á lýðveldistímabilinu. Þó að stefnan í utanríkis- og varn- armálum hafi í orði kveðnu aðgreint þá meir frá öðrum flokkum en nokk- urt annað málefni hefur hún aðeins einu sinni leitt til stjórnar slita. Það var árið 1946. Ástæðan var samn- ingur við Bandaríkjamenn um afnot Keflavíkurflugvallar. Eftir stofnun NATO hafa flokk- ar sósíalista aldrei gert kröfu um úrsögn við stjórnarmyndun. Tvisv- ar sömdu þeir um brottför varnar- liðsins. Í bæði skiptin létu þeir gott heita að við það var ekki staðið. Í því ljósi ætti ESB-málið ekki að vefjast fyrir VG nú. Vandinn er þó sá að sósíalista- flokkarnir sem hér eiga hlut að máli hafa aldrei tekið ábyrgð á nýjum skrefum í utanríkismálum þó að þeir hafi sætt sig við orðinn hlut eftir á. Á því er óneitanlega tals- verður munur. Stjórnarsáttmálinn felur ekki í sér breytingu að þessu leyti. VG axlar ekki með honum ábyrgð á að þjóðin taki nýtt skref fram á við í Evrópusamvinnunni sem hófst með aðildinni að NATO. Fyrir þá sök er Samfylkingin í blindgötu með málið; aðeins mis- langri eftir því hvor armurinn verð- ur hlutskarpari á fundi VG í dag. Í ljósi sögunnar Sú pólitíska tvöfeldni VG að greiða atkvæði með aðild-arumsókn en vera jafnframt á móti aðild veikir stöðu Íslands í samningaviðræðum. Hún útilokar jafnframt að unnt verði að ljúka samningum nema fleiri flokkar verði þá tilbúnir til að axla ábyrgð á niðurstöðunni. Ástæðan er sú að það er andstætt þingræðis- reglunni að utanríkisráðherra undir- riti samning ef meirihluti þing- manna styður ekki efni hans. Félagsskapurinn Sjálfstæðir Evrópu menn var stofnaður fyrr á þessu ári undir forystu Benedikts Jóhannessonar. Flestir félagsmanna koma úr röðum kjósenda og fyrrum kjósenda Sjálfstæðisflokksins. Til- gangurinn var að breikka pólitískt bakland aðildarsamninga sem þjóð- in gæti síðan fellt lokadóm um. Upp á síðkastið hefur mátt greina aukin áhrif þessara nýju samtaka. Meira fer fyrir málflutningi þeirra sem eru á miðju stjórn- málanna og til hægri við hana til stuðnings því að samninga ferlinu verði lokið. Færri þingmenn Sjálfstæðis- flokksins taka nú undir kröfuna um að ógilda umsóknar ályktun Alþingis. Tveir þingmenn Sjálf- stæðisflokksins hafa nú þegar með afdráttarlausum hætti lýst stuðningi við umsóknarferlið. Víð- ast hvar hefur Evrópusamvinnan verið borin uppi af hægriflokkum, miðflokkum og sósíaldemókrötum eins og var um NATO. Hér hefur um skeið verið tómarúm á hægri vængnum að þessu leyti. Líklegt er að það tómarúm muni fyllast fyrir næstu kosningar. Þar liggur sókn- arfæri fyrir Sjálfstæðis flokkinn, standi vilji til að nýta það. Glöggt má merkja að þeir sem hafa fyrir daglegan starfa að birta persónulega níðskældni um stuðn- ingsmenn aðildarumsóknar finna fyrir hræringum í þessa átt. Hægri vængurinn og utanríkisstefnan ÞORSTEINN PÁLSSON Vera kann að nýting vindorku á Íslandi geti stuðlað að betri sátt í orkumálum. Verður barizt við vindmyllur? Aðalfundur Golfklúbbsins Odds (GO) verður haldinn í golfskálanum Urriðavelli þriðjudaginn 30. nóv. nk. kl. 20:00. Dagskrá: • Kosning fundarstjóra og fundarritara. • Skýrsla stjórnar um störf og framkvæmdir liðins starfsárs. • Endurskoðaðir reikningar lagðir fram til samþykktar. • Fjárhagsáætlun næsta árs kynnt. • Umræður og atkvæðagreiðslur um tillögur og laga breytingar löglega fram bornar. • Kosning stjórnar og varamanna í stjórn. • Kosning tveggja endurskoðenda og eins til vara. • Önnur mál. Félagar eru kvattir til að mæta.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.