Fréttablaðið - 20.11.2010, Blaðsíða 126

Fréttablaðið - 20.11.2010, Blaðsíða 126
94 20. nóvember 2010 LAUGARDAGUR PERSÓNAN Þórdís Björk Þorfinnsdóttir Aldur: 19 ára. Starf: Nemi í Verzlunarskóla Íslands. Fjölskylda: Ég á foreldra og tvo eldri bræður. Svo á ég kærasta sem heitir Jóhann. Foreldrar: Aðalheiður Bragadóttir, skólastjóri Hlíðaskóla, og Þorfinnur Björnsson, starfsmaður Landsbank- ans. Búseta: Fossvogurinn Stjörnumerki: Hrútur Þórdís vann Söngkeppni Verzló á dög- unum. „Hann viðurkenndi að hann hefði kúgast yfir þessu,“ segir Nanna Rögnvaldardóttir matargúrú, sem sýndi frönskum sjónvarpsmanni í vikunni hvernig ætti að taka slátur. Franska sjónvarpsstöðin Arte var stödd hér á landi til að fjalla um hvernig Íslendingar hefðu brugðist við kreppunni sem svo skyndilega skall á þjóðinni. „Ég fór með honum í búð til að kaupa í slátrið og svo myndaði hann alla sláturgerðina,“ segir Nanna, sem bauð allri fjölskyldunni í heljar- innar sláturveislu af þessu tilefni. Í þættinum er talað við marga Íslendinga sem segja frá raunum sínum í kreppunni. Sýnt er frá troð- fullum bílasölum og tómum húsum sem og því hvernig Íslendingar gera slátur. Nanna segir franska frétta- manninn hafa kannast við slátrið en þó ekki vitað hvernig það væri gert. „Hann stóð yfir mér á meðan ég gerði slátrið og leist ekkert á blikuna á tímabili, en hann borð- aði þetta svo með bestu lyst,“ segir Nanna. Frakkar eru mjög áhugasamir um mat og því vert að vita hvort Nanna haldi að slátrið slái í gegn í Frakklandi. „Það held ég ekki. Ég er allavega ekki viss um að þessi sjónvarpsmaður muni leggja í sláturgerðina í Frakklandi,“ segir Nanna og hlær. - ka Kennir Frökkum að taka slátur KENNDI FRÖKKUM AÐ TAKA SLÁTUR Nanna Rögnvaldardóttir fékk til sín franskan sjónvarpsmann og sýndi honum hvernig farið er að í sláturgerðinni. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON „Hann er yngri, myndarlegri og betri söngvari. Það er allt sem þarf,“ segir Ingólfur Þórarinsson, söngvari Veðurguðanna. Ingó og Veðurguðirnir koma fram á Nasa í kvöld. Litli bróðir Ingós, Guðmundur Þórarinsson, stígur á svið með hljómsveitinni og flytur nokkur lög á meðan Ingó hvílir sig. „Ég ætla að stilla honum upp og láta hann syngja. Svo ætla ég að mæma, dansa eða flippa á meðan. Það er planið,“ segir Ingó og viðurkennir fúslega að sá yngri sé endurbætt útgáfa af sjálfum sér. „Hann er ‘92 týpan af þessum sama gamla Volvo.“ En ertu að þjálfa hann upp svo hann geti einn daginn tekið við kyndlinum í Veðurguðunum? „Nei, ég held að það sé ekki séns að hann nenni því. Hann er bara í boltanum. Enda ætla ég ekki að borga honum fyrir þetta – bara gefa honum pítsu, eins og stórir bræður gera.“ Guðmundur vakti talsverða athygli á dögunum þegar mynd- band með atriði hans í söngkeppni Fjölbrautaskóla Suðurlands gekk manna á milli á netinu. Honum líst vel á að stíga á svið með stóra bróð- ur, en þvertekur fyrir að vera betri söngvari og myndarlegri. „Ég ætla aðallega að reyna að slá í gegn í boltanum og vera betri en hann þar. Það hefur alltaf verið mark- miðið – hann má eiga hitt,“ segir Guðmundur í léttum dúr, en hann gekk nýlega í raðir úrvalsdeildar- liðs ÍBV. En nú ætlar Ingó að borga þér pítsu fyrir sönginn. Er stóri bróð- ir svona harður við samningaborð- ið? „Nei, engan veginn! (hlær) Laun- in verða bara gleði og ánægja, held ég. Hann er alltaf að splæsa ein- hverju á mig þannig að ég held að hann eigi inni hjá mér að ég syngi með honum frítt.“ - afb Ingó gefur litla bróður tækifæri á Nasa BRÆÐUR MUNU BERJAST … um hylli áhorfenda í kvöld. Ingó segir Guðmund bæði myndarlegri og betri söngvara en hann sjálfan. Baltasar Kormákur hefur verið fenginn til að setja upp Villiönd- ina eftir Henrik Ibsen í norska þjóðleikhúsinu árið 2012. Villi- öndin á að vera opnunarsýning- in á Ibsen-hátíðinni sem leikhús- ið heldur annað hvert ár en Ibsen er í hávegum hafður í menning- arlífi Norðmanna. „Þetta er mik- ill heiður fyrir mig,“ segir Balt- asar í samtali við Fréttablaðið. Hann er staddur í Los Angeles að ráða til sín starfsfólk fyrir fyrstu stóru Hollywood-kvikmyndina sína, Contraband, sem Universal- kvikmyndaverið framleiðir með Mark Wahlberg og Kate Beckin- sale í aðalhlutverki. Að sögn Baltasars má segja að upphafið að þessu samstarfi megi rekja til þess að fyrir fjór- um árum mætti hann á sömu hátíð ásamt leikurum Þjóðleik- hússins og sýndi tvær sýning- ar á Pétri Gauti. „Viðbrögðin við þeirri sýningu voru mjög góð og sýningin virðist hafa lifað hjá fólkinu í norska Þjóðleikhúsinu,“ segir Baltasar en Villiöndin verð- ur að sjálfsögðu sett upp á norsku og verður að öllum líkindum með norskum leikurum í helstu aðal- hlutverkum þótt Baltasar útiloki ekki neitt. „Nei, ég meina Gísli Örn er hálfnorskur.“ Hins vegar var haustið 2012 eina tímasetningin sem hentaði fyrir leikstjórann, sem verður ákaflega upptekinn á næstunni „Ég verð auðvitað upptekinn við tökur á Contraband, svo er það Djúpið og loks frumsýning á Contraband í mars 2012. Ég hefði því ekki getað gert þetta á öðrum tíma.“ Leikstjórinn segir það alltaf vissa áskorun að flakka milli kvikmyndaformsins og leik- húslífsins, leikstjóri þurfi til að mynda að geta unnið mun nánar með leikurum í leikhúsinu heldur en þegar hann gerir kvikmynd. „Og maður hefur alveg heyrt sögur af frægum kvikmynda- leikstjórum sem eru hreinlega hræddir við leikara. Mig langaði hins vegar til að gera þetta því ég vil ekki sleppa hendinni alveg af leikhúsinu,“ segir Baltasar. freyrgigja@frettabladid.is BALTASAR KORMÁKUR: ÞETTA ER MIKILL HEIÐUR FYRIR MIG Setur upp Villiönd Ibsens fyrir norska þjóðleikhúsið PÉTUR RUDDI VEGINN Uppfærsla Baltasars á Pétri Gauti fyrir fjórum árum skildi góðar minningar eftir hjá fólkinu í norska þjóðleikhúsinu, sem hefur beðið hann um að setja upp Villiöndina eftir Henrik Ibsen á Ibsen-hátíð eftir tvö ár. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON „Skemmtileg bók.“ EINAR K ÁRASON EKKI SÍÐRI Skáldverk 3.–9.11.10 „Óskar Magnússon s skemmtilegt safn af smásögum fyrir fáum árum … Nú hefur [hann] bætt við öðru safni sem ekki er síðra … Óskar hefur stílgáfu …“ PÁLL BALDVIN BALDVINSSON / FRÉT TATÍMINN Lau 20.11. Kl. 13:00 Lau 20.11. Kl. 15:00 Sun 21.11. Kl. 13:00 Lau 27.11. Kl. 13:00 Lau 27.11. Kl. 15:00 Sun 28.11. Kl. 13:00 Sun 28.11. Kl. 15:00 br. sýn.t. Sun 5.12. Kl. 13:00 Sun 5.12. Kl. 15:00 Mið 29.12. Kl. 16:00 br. sýn.t. Fim 30.12. Kl. 16:00 br. sýn.t. Fös 26.11. Kl. 20:00 Fös 2.12. Kl. 20:00 Fim 3.12. Kl. 20:00 Aukas. U U Finnski hesturinn (Stóra sviðið) Fíasól (Kúlan) Hænuungarnir (Kassinn) Íslandsklukkan (Stóra sviðið) Gerpla (Stóra sviðið) Ö Ö Ö Ö Lau 27.11. Kl. 13:00 Lau 27.11. Kl. 14:30 Sun 28.11. Kl. 11:00 Sun 28.11. Kl. 13:00 Sun 28.11. Kl. 14:30 Lau 4.12. Kl. 11:00 Lau 4.12. Kl. 13:00 Lau 4.12. Kl. 14:30 Sun 5.12. Kl. 11:00 Sun 5.12. Kl. 13:00 Sun 5.12. Kl. 14:30 Lau 11.12. Kl. 11:00 Lau 11.12. Kl. 13:00 Lau 11.12. Kl. 14:30 Sun 12.12. Kl. 11:00 Sun 12.12. Kl. 13:00 Sun 12.12. Kl. 14:30 Lau 18.12. Kl. 11:00 Lau 18.12. Kl. 13:00 Lau 18.12. Kl. 14:30 Sun 19.12. Kl. 11:00 Sun 19.12. Kl. 13:00 Sun 19.12. Kl. 14:30 Leitin að jólunum Ö ÖÖ Ö Ö Ö U Ö U Ö Ö Ö U Ö Ö Ö U Lér konungur (Stóra sviðið) Sun 26.12. Kl. 20:00 Frums. Þri 28.12. Kl. 20:00 2. sýn Mið 29.12. Kl. 20:00 3. sýn Lau 8.1. Kl. 20:00 4. sýn Sun 9.1. Kl. 20:00 5. sýn Fim 13.1. Kl. 20:00 6. sýn Fös 14.1. Kl. 20:00 7. sýn Fös 21.1. Kl. 20:00 U Ö Ö Ö Ö Fös 19.11. Kl. 20:00 Lau 20.11. Kl. 20:00 Sun 21.11. Kl. 14:00 Íslandsklukkan – á Akureyri (Hof, menningarhús) U Ö Ö U Ö Ö U Ö U Ö U Ö Ö Ö U U Ö U U Ö U U U U U Ö U U Ö Fös 19.11. Kl. 20:00 Lau 20.11. Kl. 20:00 Sun 21.11. Kl. 15:00 br. sýn.t. Lau 27.11. Kl. 20:00 Sun 28.11. Kl. 20:00 Lau 4.12. Kl. 20:00 Sun 5.12. Kl. 20:00 Fös 19.11. Kl. 20:00 U Lau 20.11. Kl. 20:00 Ö Fös 26.11. Kl. 20:00 Ö Lau 27.11. Kl. 20:00 Ö Fös 3.12. Kl. 20:00 Ö Lau 4.12. Kl. 20:00 Ö Fös 10.12. Kl. 20:00 Aukas. Mið 24.11. Kl. 19:00 Aukas. Fim 25.11. Kl. 19:00 Aukas. Fös 10.12. Kl. 19:00 Aukas. Lau 11.12. Kl. 19:00 Aukas. Sun 12.12. Kl. 19:00 Aukas. Fim 30.12. Kl. 19:00 Fös 7.1. Kl. 19:00 Lau 15.1. Kl. 19:00 Sun 16.1. Kl. 19:00 Lau 22.1. Kl. 19:00 Sun 23.1. Kl. 19:00 8. sýn U Ö Ö Ö U Ö ÖÖ U FRÉTTIR VIÐSKIPTI ÍÞRÓTTIR LÍFIÐ UMRÆÐAN MEIRI SKEMMTUN Meiri Vísir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.