Fréttablaðið - 20.11.2010, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 20.11.2010, Blaðsíða 26
26 20. nóvember 2010 LAUGARDAGUR Íslenskt menntakerfi bygg-ir á þremur meginstoðum: Grunnskólalögum, aðalnáms- krá og hefðum. Menntakerfið er þó langt frá því að vera staðnað bákn og í stöðugri framþróun og endur skoðun. Fræðslu- yfirvöld og starfsmenn menntastofnana hafa lagt sig fram um að hlúa að menntun, faglegu starfi og þróun kennslu- hátta. Starf íslenskra grunnskóla hefur verið í stöðugri þróun síðustu árin og sem dæmi má nefna lengingu og endur- skipulagningu kennara- námsins, sem og mæling- ar og mat á öllum þáttum skólastarfsins. Þegar barn hefur nám í grunnskóla verða kafla- skil. Barnið sækir inn á nýjan vettvang sem á að tryggja menntun þess og öryggi. Það er mikilvægt að friður og jafn- vægi ríki um stofnun sem er svo stór hluti lífs barnsins. Mikið hefur verið rætt um eflingu menntunar og nýleg lenging kennaranáms er gott dæmi þar um. Nýjasta útspil Sambands íslenskra sveitar félaga um skerðingu á kennslu grunn- skóla rímar alls ekki við hina fag- legu umræðu sem lögð hefur verið til grundvallar allri orðræðu um menntamál á síðustu árum. Meðal sumra hefur verið vin- sælt að snúa mótmælum kenn- ara á þann veg að kennarar séu í sífelldri hagsmunabaráttu og markvisst reynt að þagga niður í þeim. Sumir virðast telja að mót- mæli okkar snúi ekki að því að standa vörð um fagvitund okkar og menntun nemenda. Í sömu andrá eru kennarar oft sagðir ekki sinna endurmenntun sinni og vinna þeirra tortryggð. Hið rétta er að kennarar sinna vel endurmenntun, sem endurspeglast vel í fjölbreyti- legri framhaldsmenntun þeirra. Enginn ætti að vita það betur en Reykja- víkurborg enda er endur menntunarstefna grunnskóla Reykjavík- ur bæði framsækin og metnaðarfull. Þetta birtist vel í innra mati skólanna, samstarfi skólastiga og þróunar- verkefnum. Í ljósi þess sem hér að framan er sagt legg- ur stjórn Kennara félags Reykjavíkur til að Sam- band íslenskra sveitar- félaga leiti eftir sam- starfi við fagaðila áður en til frekari gönu- hlaupa verður stofnað. Hugmynd- ir þær sem formaður sambands- ins viðraði á dögunum um skerta kennslu eru vanhugsaðar og geta haft ófyrirséðar afleiðingar. Horfa þarf til reynslu annarra landa sem gengið hafa í gegnum þrengingar. Menntun er hornsteinn samfélags- ins. Sé niðurskurður óumflýjan- legur þarf að huga að framtíð nem- enda og barna okkar. Hagsmunir þeirra skulu ætíð hafðir leiðarljósi í allri ákvarðanatöku. Stöndum vörð um börnin Grunnskólinn Þorgerður Laufey Diðriksdóttir Form. Kennarafélags Reykjavíkur Það er mik- ilvægt að friður og jafnvægi ríki um stofnun sem er svo stór hluti lífs barnsins Opið bréf til forsætisráð-herra, fjármálaráðherra, heilbrigðisráðherra, landlæknis og stjórnenda heilbrigðisstofn- ana. Kæru ráðherrar, landlæknir og stjórnendur heilbrigðisstofn- ana. Undanfarið hefur mikið farið fyrir umræðu um niðurskurð í heilbrigðismálum, sem virðist vera óumflýjanlegur vegna fjár- hagsvanda íslenska ríkisins. Fjárlög hafa verið lögð fram til umræðu, en miðað við það fé sem til skiptanna er bendir allt til að almenn sjúkrahúsþjónusta á landsbyggðinni muni leggjast að mestu leyti af, nema á Akur- eyri, Akranesi og í Reykjavík. Á það ekki síst við um þjónustu við fæðandi konur og fjöl- skyld ur þeirra, þar sem niður- skurðurinn mun bitna á þeim enn frekar en orðið er. Markvisst hefur verið unnið að því með breytingum á heil- brigðislögum að færa þjónustu fæðandi kvenna frá landsbyggð- inni á fáar stórar fæðingar- deildir, þar sem litið hefur verið svo á að „öll þjónusta“ sé fyrir hendi. Þó er enn til staðar fæð- ingarþjónusta á svokölluðum D- heilbrigðisstofnunum, en óvíst að svo verði áfram (Landlæknis- embættið, 2007). Við sem þetta skrifum höfum starfað sem ljósmæður í um og yfir 30 ár á notalegri fæðingar- deild, sem til skamms tíma var sú þriðja stærsta á landinu, en er nú flokkuð sem D-staður. Þar hafa konur haft möguleika á að fæða börnin sín í heima- byggð með ástvini sína hjá sér. Samkvæmt leiðbeiningum frá Alþjóða heilbrigðismálastofnun- inni WHO er einmitt lagt til að konur fæði þar sem þær upplifi sig öruggar og umhverfið henti þörfum þeirra. Fyrir hraustar konur í eðlilegri meðgöngu getur slíkur staður verið heim- ili þeirra, lítil fæðingar heimili eða fæðingardeildir á stórum sjúkrahúsum. En umfram allt þarf staðurinn að falla að hug- myndum konunnar um fæð- ingu, vellíðan og öryggi og eins nálægt heimili hennar og menningu og unnt er (World Health Organization, 1996). Í reglugerð um heilsugæslu- stöðvar (Stjórnartíðindi, 2007) er mæðravernd talin til grunn- þjónustu og mun því væntan- lega verða áfram til staðar á heilsugæslustöðvum landsins á virkum dögum frá klukkan 8.00-16.00. Hins vegar verður ekki það sama sagt um fæðingar og þjónustu við fjölskyldurnar þegar að fjölguninni kemur. Við, sem starfandi ljósmæður, vitum að rétt eins og að börn eru ekki bara getin á dagvinnutíma, fæðast þau heldur ekki ein- göngu á þeim tíma. Þörfin fyrir þjónustu ljósmæðra úti á landi á öllum tímum sólarhrings- ins hverfur ekki þó ljósmæð- ur verði ekki til staðar til að sinna konunum. Hins vegar má búast við því að verðandi for- eldrar upplifi óöryggi í tengsl- um við barnsburðinn, sem bitn- að getur á heilsu þeirra og líðan við fæðinguna. En vanlíðan og streita getur lengt fæðinguna og orsakað inngrip í hana sem annars hefði ekki þurft (World Health Organization, 1996). Ljósmæður hafa sérþekkingu til að sinna konum og fjölskyld- um þeirra í eðlilegri meðgöngu, fæðingu og að henni lokinni. Í fyrrnefndri skýrslu frá WHO kemur fram að ljósmæður eru besti og hagkvæmasti kosturinn sem völ er á til að sinna konum á meðgöngu, í fæðingu og eftir fæðingu (World Health Organiz- ation, 1996). Í könnun á kostnaði við fæðingarþjónustu í Kanada kom fram að verulegur sparn- aður náðist við hverja fæðingu þegar konur nutu umsjár ljós- mæðra á meðgöngu og í fæð- ingu (O’Brien o.fl., 2010). Að velja ljósmæðrarekna fæðingar- þjónustu fyrir heilbrigðar konur er hagkvæmur kostur eins og bent hefur verið á og enn frem- ur hefur komið fram í skýrslu frá Ljósmæðrafélagi Íslands (2010) um barneignarþjónustu á Íslandi. Hér að framan hafa stuttlega verið nefndar ástæður fyrir eflingu ljósmæðraþjónustu á Íslandi og hvernig má laga hana að breyttum efnahagsaðstæðum í landinu, án þess að loka litlum vel reknum fæðingarstöðum. Vissulega þurfum við á því að halda að konur í áhættumeð- göngu fái þjónustu við hæfi fyrir sig og fjölskyldur sínar, en við þurfum líka hagkvæma, notalega þjónustu í umhverfi sem hentar konum sem vilja og geta fætt utan hátækni sjúkra- húsa. Slíka þjónustu geta ljós- mæður landsins veitt og myndi spara bæði tíma, fé og fyrirhöfn jafnt hjá fjölskyldum sem og hjá þeim sem halda um fjármál ríkis ins. Uppstokkun fæðingarþjónust- unnar þarf að ná til allra fæð- ingarstaða og vinna skipulagið samkvæmt þeim bestu rann- sóknum og upplýsingum, inn- lendum og erlendum sem völ er á. Aðeins á þann hátt er hægt að ná fram raunverulegum sparn- aði í fæðingarþjónustunni, sem ekki bitnar á öryggi eða heil- brigði kvenna og barna þeirra við fæðingu. Með vinsemd. Barn í vændum og hvað svo? BRÉF TIL BLAÐSINS Spilling einokunar Einokunaratvinnuvegirnir landbúnaður og sjávarútvegur hafa yfir að ráða sterka áróðursmiðla sem þeir nota til að koma í veg fyrir heilbrigða við- skiptahætti við önnur vestræn lýðræðisríki. Krónan er að þeirra áliti gott tæki til að festa gróða útgerðar í sínum útflutningi því hægt er að láta krónuna síga eða falla á kostnað almennings auðvitað því allt hækkar í kjölfarið og síðasta launahækkun orðin að engu og berðbólgan fer upp. Landbúnaður skapar eitt prósent af verðmætasköpun þjóðarinnar og útvegurinn sex prósent því þeir eru bara verktakar sem veiða fiskinn en skapa ekki fiskinn sjálfan sem er til staðar í hafinu sem auðlind þjóðarinnar, ekki skapa olíu- borpallamennirnir við Noreg olíuauðlindina þeir eru bara verktakar að dæla olíunni upp, auðlindin er eign norsku þjóðarinnar, en munurinn á okkur og Norðmönnum er að norska þjóðin fær afrakstur auðlindarinnar til sín en hér fær einokunarútgerðin auðlindina ókeypis og til að braska með og gróðann á banka falinn erlendis en tapið eftir mishepnað brask skal þjóðin borga. Pétur Sigurðsson, járnsmiður Heilbrigðismál Guðrún Guðbjartsdóttir ljósmóðir við HSS Björg Sigurðardóttir ljósmóðir við HSS Bendir allt til að almenn sjúkrahúsþjón- usta á landsbyggðinni muni leggjast að mestu leyti af, nema á Akureyri, Akranesi og í Reykjavík. HARMAGEDDON ALLA VIRKA DAGA KL. 15 – 17:30
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.