Fréttablaðið


Fréttablaðið - 15.01.2011, Qupperneq 36

Fréttablaðið - 15.01.2011, Qupperneq 36
36 15. janúar 2011 LAUGARDAGUR R okk og ról er komið til að vera – það mun aldrei deyja,“ sungu nostalgíuboltarnir í Sha-Na-Na (í laus- legri snörun) á sínum tíma og ekki minni kanónur en AC/DC og Neil Young eru meðal þeirra mörgu sem tekið hafa undir það sjónarmið í textum sínum. Nokkrum árum síðar, um miðj- an tíunda áratuginn, sendi sjálf- ur Lenny Kravitz frá sér lagið „Rock‘n‘Roll Is Dead,“ þar sem hann gerði lítið úr klisjukenndu rokklíferni samtímans. Marg- ir af þeim sem á annað borð gáfu sér tíma til að rýna í textann urðu móðgaðir og sögðu Lenny fara með fleipur, en listamaðurinn hló að öllu saman og sagðist bara hafa verið að grínast, enda lagið öðru fremur byggt á trixum sem hefðu hæglega getað verið hluti af náms- efninu Rokkgítarriff 101. En alhæfing Kravitz er fráleitt einstök í sögunni. Með reglulegu millibili hefur dauða rokksins verið spáð og stórbrotinni endur- reisn þess jafnharðan. Því má í raun furðu sæta að enn þann dag í dag veki slíkir spádómar mikla athygli, eins og raunin varð í vik- unni þegar fyrirsagnir netmiðla um allan heim öskruðu á lesend- ur að rokkið væri sannarlega dautt og grafið, með vísan í tölur yfir vinsælustu lög síðasta árs í Bret- landi. Hrun á vinsældalistanum Að þessu sinni var það breska tón- listarbransatímaritið MusicWeek sem hratt umræðunni um van- heilsu rokksins af stað á ný með þeirri tilkynningu að aðeins þrjú rokklög vermdu listann yfir hundr- að vinsælustu lögin í Bretlandi á síðasta ári. Samkvæmt útreikn- ingum tímaritsins hafa rokklögin á listanum ekki verið færri í hálfa öld og hefur algjört hrun verið í vinsældum þeirra síðan fyrir tveimur árum þegar rokklögin á listanum voru 27 talsins. Árið 2009 voru þau þrettán. Á síðasta ári var hipphopp og R‘n‘B vinsælast, en 47 lög á listanum voru þeirrar tegund- ar, á meðan popplög voru fjörutíu og danslög tíu talsins. Það sem mörgum þykir jafnvel enn undarlegra er að vinsælasta rokklagið árið 2010 var hinn þrjá- tíu ára gamli slagari Don‘t Stop Believing með iðnaðarrokksveit- inni Journey, sem sló aftur í gegn eftir að hafa heyrst í hinni ofur- vinsælu unglingasápuóperu Glee sem sýnd er á Stöð 2, fólki til mis- mikillar ánægju. Hin tvö lögin sem MusicWeek flokkar undir rokklög á listanum eru Hey, Soul Sister með Train og Dog Days Are Over með Florence + The Machine, en vafalaust eru þeir margir til sem setja myndu bæði þessi lög í hóp popplaga í stað rokklaga. Raunar tilgreinir MusicWeek ekki nákvæmlega hvaða aðferð- um tímaritið beitir í flokkun sinni, enda slíkar útskýringar nánast ómögulegar nú til dags þegar dæg- urtónlistin hefur tvístrast í ótelj- andi og margra laga undirflokka. Líklega er óhætt að fullyrða að flest öll tónlist sem byggir á hinum hefðbundna rafmagns gítarleik, bassa, trommum og fleiri hljóð- færum í aukahlutverkum, falli undir hugtakið rokk í þessu til- liti. Þá er enn fremur litið framhjá þeim lærðu skoðunum margra að rokkið sé í sífelldri þróun, að til dæmis house-tónlist sé einungis einn armur þessa víðtæka hug- taks. En einhvers konar skilgrein- ingar verður jú að nýtast við, vilji fólk stytta sér stundir með að rýna í þessi mál. Og vissulega er gaman að velta þeim fyrir sér með hliðsjón af þessum tölum. Sjálft rokkið fædd- ist ekki í Bretlandi en þaðan hefur þó komið margt af því frægasta og vinsælasta sem tónlistarstefnan, í víðum skilningi, hefur alið af sér í gegnum tíðina. Frábær rokklög sjaldgæf Í viðtali við The Guardian segir tónlistarsérfræðingurinn og plötu- snúðurinn Paul Gambaccini, sem hefur marga fjöruna sopið í þess- um málum, nokkuð orðrétt: „Þetta eru endalok rokktímabilsins. Það er búið, á sama hátt og tímabil djassins er liðið undir lok. Það þýðir þó ekki að aldrei muni góðir rokktónlistarmenn koma fram á sjónarsviðið aftur, en rokkið, sem ráðandi stefna, er liðin tíð. Ég kenni í brjóst um rokktónlistar- menn í dag, því plötufyrirtæki kjósa frekar að elta skjótfenginn gróða en þróun til langs tíma,“ segir rokkprófessorinn svokallaði Gambaccini og tekur sem dæmi einbeittan brotavilja plötufyrir- tækja við að koma keppendum í raunveruleikaþættinum X Factor á framfæri. Framkvæmdastjóri útvarps- töðvarinnar Absolute Radio tekur í sama streng og segir í viðtali við MusicWeek að gítartónlist hafði verið sofandi á árinu 2010, á meðan George Ergatoudis, tónlistarstjóri BBC Radio 1, telur afar sjaldgæft að frábær rokklög séu samin nú á dögum. Bon Jovi vinsælust á síðasta ári Ekki svo að skilja að öllum rokk- hljómsveitum og -tónlistar- mönnum gangi illa að selja afurðir sínar í Bretlandi og víðar. Vinsældir þeirra má þó fremur merkja á tónleikamiðasölu og sölu á stórum plötum en ekki smáskíf- um, en smáskífusala hefur löng- um verið viðmið vinsælda í Bret- landi. Það sem flestir af vinsælustu rokkurum dagsins í dag eiga sam- eiginlegt er hár aldur, sem gæti bent til þess að tónlistarneytend- ur finni fátt nýtt í rokkinu lengur, og vissulega eru ár og aldir síðan „alvöru“ rokkstjarna af gamla skólanum kom fram á sjónarsvið- ið. Bon Jovi græddi mest allra hljómsveita á tónleikamiðasölu á síðasta ári, AC/DC varð þar í öðru sæti og U2 í þriðja. Samanlagður aldur söngvara þessara sveita er 161 ár. Samkvæmt skýrslu Deloitte verða fjörutíu prósent af tuttugu tekjuhæstu rokktónlistarmönnum þessa árs sextug eða eldri á næsta ári og uppreisnarandinn sem áður þótti einkenna rokkið líklega víðs fjarri. „Skipuleggjendur tónleika eru með hjartað í buxunum vegna þess að innan tíu ára verða þess- ar hljómsveitar hættar að spila, og hvað gera þeir þá?“ spyr Gambacc- ini, eðlilega. Bransinn fer í hringi Eins og áður sagði hefur rokk- inu farnast betur með sölu á stór- um plötum en smáskífum, en sala stórra platna hríðminnkar ár frá ári á meðan þeim sem hala niður tónlist ólöglega fjölgar ört. Það setur óhjákvæmilega aukna pressu á plötufyrirtæki að fjárfesta fyrst og fremst í hljómsveitum og lista- mönnum sem eru nokkuð örugg- ir um að seljast vel. Rokkarar eru ekki þeirra á meðal, þessa stund- ina að minnsta kosti. Ekki er þó allt breskt bransafólk reiðubúið að skrifa undir dánar- vottorð rokksins strax. „Tónlist- arbransinn fer í hringi,“ segir Paul Stokes, einn af ritstjórum tónlistartímaritsins New Musical Express, í viðtali við Guardian. „Okkur hefur áður verið sagt að rokkið væri dautt, til dæmis í lok níunda og tíunda áratugar síðustu aldar, en alltaf kemur það aftur.“ Martin Stokes, framkvæmda- stjóri Official Charts fyrirtækisins sem hefur umsjón með samantekt breskra vinsældalista, tekur undir það sjónarmið og telur líklegt að efnahagskreppan komi til með að flýta endurreisn vinsælda rokksins. „Mest af áhugaverðri og ögrandi tónlist hefur verið gert á erfiðum tímum. Kannski virka íhaldsstjórn- ir hvetjandi á ögrandi rokktónlist, og núna höfum við eina slíka.“ (Heimildir: MusicWeek, The Guardian.) Er rokkið komið á endastöð? Dauða rokksins sem ríkjandi tónlistarstefnu er reglulega spáð, nú síðast í vikunni af breska bransatímaritinu MusicWeek, en aðeins þrjú af hundrað vinsælustu lögunum í Bretlandi á síðasta ári teljast til rokklaga. Kjartan Guðmundsson kannaði málið. NÆSTA STÓRA ROKKHLJÓMSVEIT? Paul Stokes hjá tónlistartímaritinu NME segir marga bíða eftir því að næsta stóra rokkhljómsveit komi fram á sjónarsviðið og breyti landslagi tónlistarinnar á ný. Meðal annars bindur hann miklar vonir við hljóm- sveitina The Vaccines, en þar plokkar Árni Hjörvar Árnason bassann. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN JON Bon Jovi var vinsælasta rokksveit heims á síðasta ári. Margir telja þá staðreynd skýrt dæmi um hnignun rokksins sem tónlistarstefnu. „Ef eingöngu er miðað við vin- sældir, þá var kannski einhvern tímann eitthvað til sem hét rokk og það var vinsælast, en er það klárlega ekki lengur. Á Íslandi eru þetta bara „kóverlög“ núna. Helgi Björns að syngja eldgömul dægurlög eða Baggalútur með jólatexta, sem er ekki mjög rokkvænt,“ segir poppspek- ingurinn Dr. Gunni, inntur eftir því hvort dauði rokksins sé á næsta leiti. „En á móti kemur að Dikta er til dæmis mjög vinsæl hljómsveit á Íslandi, og jafnvel Hjaltalín og fleira, svo kannski er aðeins meiri rokkfílingur hér en annars staðar.“ Hann segir þó allt bera að sama brunni í raun. „Ef sú staðreynd að ég er gamall karl sem hefur séð allt og heyrt áður er tekin út úr myndinni,“ segir Gunni og hlær, „þá virðist samt vera frekar dapurt ástand á rokkinu sem slíku. Aðalplöturnar í fyrra virðast hafa verið nýja plata Arcade Fire, sem hljómar eins og Echo & The Bunnymen, og platan með Kanye West sem allir eru að slefa yfir. En það er auðvitað ekki rokk. Og reyndar virðist vera fremur dapurt ástand á músík yfirleitt. Við erum í miðju ládeyðutíma- bili, líkt því sem var um miðjan áttunda áratuginn, rétt áður en pönkið kom. Það sem er vin- sælast er agalega mikið léttmeti og froða. Andleysið er ríkjandi og rokkið hefur fengið marga skelli í gegnum þessa endalausu ædolmennsku, þar sem hlutirnir snúast ekki um frumlegheit og ögrun heldur að vera fær í karókísöng,“ segir Gunni. Hann segist þó ekki syrgja það sérstaklega að rokkið sé dautt. „Svo lengi sem einhver góð tónlist er í gangi, sem vekur hjá manni mikla lífslöngun og sparkar í rassinn á manni á jákvæðan hátt, má hún alveg heita eitthvað annað en rokk. Gróskan á sér heldur ekki stað á vinsælda- listum. Gítarrokk er ekki upphaf og endir alls.“ ROKKIÐ EKKI UPPHAF OG ENDIR ALLS Mest af áhugaverðri og ögrandi tónlist hefur verið gert á erfiðum tímum. AC/DC Angus Young og félagar sungu um að rokkið myndi aldrei deyja. U2 The Edge og Bono eru ekkert að yngjast. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.