Fréttablaðið


Fréttablaðið - 15.01.2011, Qupperneq 38

Fréttablaðið - 15.01.2011, Qupperneq 38
38 15. janúar 2011 LAUGARDAGUR Þ að er óhætt að full- yrða að nostalgí- an hafi hríslast um margan knatt- spyrnuáhugamann- inn þegar Kenny Dalglish gekk inn á Old Trafford leikvang þeirra Manchester Unit- ed manna síðastliðinn sunnudag til að stýra liði Liverpool gegn erkifjendunum, tveimur áratug- um eftir að hann sagði starfi sínu lausu hjá félaginu. Hvort um hafi verið að ræða unaðshroll eða gamalkunnug óþægindi fer væntanlega eftir því hvort téðir áhugamenn fylgi Liverpool að málum eður ei, því undir stjórn „kóngsins“, eins og stuðningsmenn Liverpool kalla hann, naut félagið gríðarlegrar velgengni á árunum 1985 til 1991 og vart fannst það lið sem stóðst því snúning á löngum köfl- um hvað varðar áferðarfagra og árangursríka spilamennsku. Eins er líklegt að margir minn- ist Dalglish sem eins allra besta leikmanns Evrópu áður en hann gerðist spilandi knattspyrnu- stjóri Liverpool. Hann og annað nafn sem er vel til þess fallið að vekja upp fortíðarþrá, hinn velski Ian Rush, mynduðu saman fram- herjapar sem flestir andstæðing- ar hræddust og enn er í minnum haft. Er að sinna skyldu sinni En nú er öldin önnur. Liverpool, þetta sögufræga knattspyrnu- félag, hefur verið á hraðri niður- leið síðustu misserin. Liðið hefur ekki unnið ensku deildina síðan vorið 1990 (þá undir stjórn Dal- glish) meðan nágrannarnir í Manchester hafa raðað inn titl- unum. Yfirstandandi leiktímabil er það versta í hálfa öld, hvert niðurlægjandi tapið hefur rekið annað og nú er svo komið að liðið situr í þrettánda sæti deildarinn- ar, aðeins fjórum stigum frá fall- sæti. Á fyrsta blaðamannafundi sínum sem endurráðinn stjóri Liverpool um síðustu helgi kvaðst Dalglish, sem tók við í kjölfar þess að Roy Hodgson var rekinn eftir einungis hálft ár í starfi, hreinlega vera að sinna skyldu sinni. Vissulega væri heilmargt að hjá klúbbnum, en hann myndi gera sitt besta til að lægja öld- urnar meðal stuðningsmanna og freista þess að rétta skipið af, en skýrt og greinilega var tekið fram að ráðning Dalglish væri aðeins tímabundin. Tap í fyrstu tveimur leikjum hans sem stjóra, gegn Manchester United í bikarnum og Blackpool í Úrvalsdeildinni, ætti að gefa glögga mynd af þeim óteljandi vandamálum sem hrjá Liver- pool-liðið um þessar mundir. En Dalglish ætti líka að vera betur í stakk búinn en margir aðrir til að setja hlutina í rétt samhengi. Bill Shankly, samlandi Dalglish og knattspyrnustjórinn sem hóf Liverpool til vegs og virðingar fyrir alvöru á sjöunda áratug síð- ustu aldar, lét eitt sinn hafa eftir sér að fótbolti væri ekki spurning um líf og dauða, því hann væri mun mikilvægari en svo. Eftir að hafa verið viðstaddur þrjá af mannskæðustu harmleikjum knattspyrnusögunnar, á Ibrox, heimavelli Glasgow Rangers árið 1971, Heysel-leikvanginum í Belgíu vorið 1985 og Hills borough í Sheffield í Englandi árið 1989, er ljóst að Dalglish er á allt ann- arri skoðun. Alls lét 201 knatt- spyrnuáhugamaður lífið í þessum harmleikjum og þessi áföll höfðu að endingu svo djúpstæð áhrif á Dalglish að hann fann sig knúinn til að segja upp störfum hjá Liver- pool fyrir tuttugu árum. Fyrsti harmleikurinn Kenny Dalglish lék einungis með tveimur liðum allan sinn feril, Liverpool og Glasgow Celtic, og gerðist síðar knattspyrnustjóri þeirra beggja, en hann þjálfaði einnig lið Blackburn Rovers og Newcastle United um hríð. Hann hafði nýlega tryggt sér sess í aðalliði Celtic sem heim- sótti erkióvinina í Rangers heim í „Old firm“ leik (eins og leikir þessa liða eru vanalega kallaðir) fyrir rétt rúmum fjórum áratug- um, 2. janúar 1971. Hann var þó ekki valinn í liðið þennan dag en stóð í stúkunni með fleiri leik- mönnum liðsins. Þegar ein mínúta var eftir af viðureigninni skoraði Jimmy Johnstone fyrir Celtic og margir aðdáendur Rangers hófu að yfirgefa völlinn þar sem þeir töldu ljóst að leikurinn væri tap- aður. Colin Stein tókst þó að jafna fyrir Rangers í uppbótartíma og upphófust mikil fagnaðar- læti í stúkunni. Við það reyndu fjölmargir áhorfendur að kom- ast aftur inn á völlinn í gegnum inngang númer 13, sem orsakaði gríðarlegan troðning. Rannsókn leiddi í ljós að einhver, mögu- lega barn sem var borið á öxlum föður síns, hefði dottið og olli það keðjuverkun sem leiddi til þess að 66 manns lágu í valnum af völd- um köfnunar á eftir, þar á meðal mörg börn. Tvö hundruð aðrir slösuðust og sumir alvarlega. Enginn leikur þess virði Eftir að hafa unnið til fjölmargra titla með Celtic, meðal annars sem fyrirliði liðsins, keypti knatt- spyrnustjórinn Bob Paisley Dal- glish til Liverpool sumarið 1977 sem arftaka goðsagnarinnar Kevin Keegan, sem flutti sig um set til Hamborgar. Dalglish öðl- aðist umsvifalaust sess í hjört- um stuðningsmanna Liverpool með spilamennsku sinni og prúð- mannlegri framkomu innan vall- ar sem utan, en næsti harmleikur var því miður ekki langt undan og þar með svartasti bletturinn í sögu félagsins. Hann átti sér stað þegar Liver- pool lék gegn Juventus í úrslita- leik Evrópukeppni meistaraliða 29. maí 1985. Leikurinn fór fram á Heysel-leikvanginum í Brussel, þjóðarleikvangi Belgíu, sem var gamall og úr sér genginn völlur og allur aðbúnaður í raun stór- hættulegur áhorfendum, eins og átti eftir að koma í ljós. Eins var öll skipulagning varðandi áhorf- endamál í molum, þar sem ákveð- ið var að úthluta fjölda miða til hlutlausra belgískra áhorfenda sem áttu að skilja að aðdáendur liðanna tveggja í stúkunni. Mið- arnir fóru þó flestir á svartan markað og lentu í höndum stuðn- ingsmanna Juventus, sem olli því að einungis lítil girðing aðskildi stuðningsmannahópana tvo. Ytri aðstæður firra þó ekki stuðningsmenn Liverpool ábyrgð á því sem gerðist um klukkustund fyrir áætlað upphaf leiksins, þegar sumir af stuðningsmönnum Juventus hófu að kasta steypu- brotum sem molnað höfðu úr nið- urníddri stúkunni yfir á svæði þeirra rauðklæddu. Nokkrir þeirra brugðust við með því að rífa niður girðinguna og hlaupa ógnandi í átt að stuðningsmönn- um Juventus, sem hörfuðu þús- undum saman að vegg sem hrundi ungan þunganum. 38 stuðnings- menn Juventus og einn Belgi lét- ust þegar þeir tróðust undir, og um sex hundruð til viðbótar slös- uðust. Fjórtán stuðningsmenn Liverpool hlutu síðar dóma fyrir verknaðinn. Eftir langa töf, og af óskiljan- legum ástæðum, var ákveðið að úrslitaleikurinn færi fram þrátt fyrir harmleikinn. Juventus stóð uppi sem sigurvegari eftir 1- 0 sigur, en í ævisögu sinni seg- ist Dalglish ekki hafa vitað að fólk hefði látið lífið fyrir leikinn. Stuðningsmaður númer eitt Kenny Dalglish, þjálfari Liverpool, hefur upplifað meiri gleði og sorg í fótboltanum en flestir aðrir. Hann hefur unnið til ótal titla en líka verið viðstaddur þrjá af mannskæðustu íþróttaharmleikjum sögunnar. Kjartan Guðmundsson kynnti sér feril „kóngsins“. KÓNGURINN Kenny Dalglish var illa haldinn af streitu þegar hann sagði starfi sínu lausu hjá Liverpool árið 1991 eftir farsælan feril sem leikmaður og þjálfari. Nú er hann snúinn til baka, í það minnsta tímabundið. FRÉTTABLAÐIÐ/AFP Fólk fer á völlinn til að horfa á fótboltaleik en það býst aldrei við svona málalokum, er það? Enginn fótbolta leikur er svona mikils virði. Átt þú góða hugmynd í fórum þínum? Rekur þú fyrirtæki og vilt þróa nýja vöru eða þjónustu? Vinnumálastofnun/Velferðarráðuneyti auglýsir styrki til atvinnumála kvenna vegna ársins 2011 lausa til umsóknar. Skilyrði er að verkefnið/hugmyndin falli að eftirfarandi skilyrðum. • Verkefnið sé í eigu konu/kvenna og stjórnað af konu • Verkefnið feli í sér nýnæmi eða nýsköpun • Verkefnið feli í sér atvinnusköpun til frambúðar • Viðskiptahugmynd sé vel útfærð • Veittir eru styrkir til gerðar viðskiptaáætlunar, vegna markaðssetingar og gerðar markaðsáætlunar, þróunar vöru eða þjónustu, hönnunar og efniskostnaðar. • Ennfremur geta konur sem hafa fullmótaða viðskiptaáætlun og hafa hug á því að stofna fyrirtæki á næstunni eða hafa stofnað fyrirtæki en ekki hafið rekstur, sótt um styrk til að koma henni í framkvæmd. Heildarfjárhæð styrkja að þessu sinni eru kr. 30.000.000 og er hámarksstyrkur kr. 2.000.000 en ekki eru veittir lægri styrkir en kr. 300.000. Umsóknarfrestur er til og með 07.02.2011 og skal sækja um rafrænt á heimasíðu verkefnisins www.atvinnumalkvenna.is til að láta drauminn rætast Það þarf áræðni, kraft og þor
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.