Fréttablaðið - 15.01.2011, Side 42
4 FERÐALÖG
FRAMHALD AF FORSÍÐU
Ísi lagt altari Kamakura-hátíðin er ávallt haldin í febrúar í Yokote í Akita-
héraði í norðausturhluta Japan. Þar biður fólk fyrir góðri uppskeru, öryggi
fjölskyldunnar, velgengni og vernd gegn eldum.
Snjóraðhús Þessi heillandi snjóhúsaþyrping er í Kakslauttanen í finnska
hluta Lapplands. Í snjóhúsaþorpinu er einnig snjókapella og snjóbar, og
vinsælt hjá ástföngnum að gefast hvort öðru í stórbrotnu vetrarríkinu.
LAPPLAND
Ískaldir húsmunir Listamenn í ísskurði fá notið sín við innanhússhönnun
snjóhúsanna í Davos, eins og sjá má í þessum hlýlega veitingasal þar sem
fjölskylda nýtur veitinga í einstakri snjólistasmíð.
SVISS
Hitað upp með ást Ástfangið par hvílist á loðfeldum í snækaldri rekkju róm-
antísks snjóhúss skíðaparadísarinnar Krvavec í Slóveníu. Hitastig í snjóhús-
inu, sem geymir móttöku, bar og sauna, fer aldrei niður fyrir frostmark.
SLÓVENÍA
Óvanalegur nestisstaður Gestir gæða sér á fondú inni í Iglu-Dorf í Davos.
Þar er klasi fimmtán snjóhúsa sem tengjast saman með göngum hátt uppi í
ægifegurð Alpafjalla.
SVISS
Einn ískaldan, takk! Ískalt sake og fleira ljúft í frosin glös fæst á þess-
um klakabar í snjóhúsi á ísilögðu Shikaribetsu-vatni í Daisetsuzan-
þjóðgarðinum í Hokkaido í Japan.
JAPAN
KONUNGLEGA RÓMANTÍSKIR DAGAR Í LUNDÚNUM
Hver hefur ekki yndi af konunglegum brúðkaupum og óskar þess
í laumi að vera mitt á meðal boðsgesta? Leikur einn að skella sér
mitt í hringiðu sögulegra atburða þegar Vilhjálmur prins gengur að
eiga sína heittelskuðu Kötu í Westminster Abbey 29. apríl. Hátíð-
arstemningin mun engan láta ósnortinn sem verður í Lundúnaborg
á þessum degi þar sem þjóðin mun safnast saman á götum úti.
Ýmis hótel Lundúna, eins og Royal Garden Hotel í konunglega hluta
Kensington, býður gestum konunglegan brúðarpakka þegar brúð-
kaupsklukkurnar klingja, þar sem sopið verður á eftirmiðdagste,
konungssvítan heimsótt og jafnvel litið inn í Kensington-höll.
NÝ TEGUND AF FERÐAHANDBÓK
Ferðahandbók fyrir iPad og
iPhone er komin á markaðinn,
Locals Recommend, sem er
byggð upp af upplýsingum,
auglýsingum og myndskeið-
um með ráðum búnum til af
heimamönnum í hverri borg sem
auðvelda ferðamönnum lífið á
nýjum stað. Reykjavík er fyrsta
borgin og þegar komin í sölu í
Apple Apps búðinni. Reykjavík var einnig valin sem „New and Not-
eworthy“ af Apple. Fleiri borgir eru í framleiðslu og fara í dreifingu
á næstunni, ásamt útgáfu fyrir Android-kerfið. Locals Recommend
leitar að samstarfsaðilum í borgum heimsins, sem geta búið til
svona myndskeið. Áhugasamir sendi póst á info@localsrecomm-
end.org. Sjá www.localsrecommend.org
JAPAN