Fréttablaðið - 15.01.2011, Page 42

Fréttablaðið - 15.01.2011, Page 42
4 FERÐALÖG FRAMHALD AF FORSÍÐU Ísi lagt altari Kamakura-hátíðin er ávallt haldin í febrúar í Yokote í Akita- héraði í norðausturhluta Japan. Þar biður fólk fyrir góðri uppskeru, öryggi fjölskyldunnar, velgengni og vernd gegn eldum. Snjóraðhús Þessi heillandi snjóhúsaþyrping er í Kakslauttanen í finnska hluta Lapplands. Í snjóhúsaþorpinu er einnig snjókapella og snjóbar, og vinsælt hjá ástföngnum að gefast hvort öðru í stórbrotnu vetrarríkinu. LAPPLAND Ískaldir húsmunir Listamenn í ísskurði fá notið sín við innanhússhönnun snjóhúsanna í Davos, eins og sjá má í þessum hlýlega veitingasal þar sem fjölskylda nýtur veitinga í einstakri snjólistasmíð. SVISS Hitað upp með ást Ástfangið par hvílist á loðfeldum í snækaldri rekkju róm- antísks snjóhúss skíðaparadísarinnar Krvavec í Slóveníu. Hitastig í snjóhús- inu, sem geymir móttöku, bar og sauna, fer aldrei niður fyrir frostmark. SLÓVENÍA Óvanalegur nestisstaður Gestir gæða sér á fondú inni í Iglu-Dorf í Davos. Þar er klasi fimmtán snjóhúsa sem tengjast saman með göngum hátt uppi í ægifegurð Alpafjalla. SVISS Einn ískaldan, takk! Ískalt sake og fleira ljúft í frosin glös fæst á þess- um klakabar í snjóhúsi á ísilögðu Shikaribetsu-vatni í Daisetsuzan- þjóðgarðinum í Hokkaido í Japan. JAPAN KONUNGLEGA RÓMANTÍSKIR DAGAR Í LUNDÚNUM Hver hefur ekki yndi af konunglegum brúðkaupum og óskar þess í laumi að vera mitt á meðal boðsgesta? Leikur einn að skella sér mitt í hringiðu sögulegra atburða þegar Vilhjálmur prins gengur að eiga sína heittelskuðu Kötu í Westminster Abbey 29. apríl. Hátíð- arstemningin mun engan láta ósnortinn sem verður í Lundúnaborg á þessum degi þar sem þjóðin mun safnast saman á götum úti. Ýmis hótel Lundúna, eins og Royal Garden Hotel í konunglega hluta Kensington, býður gestum konunglegan brúðarpakka þegar brúð- kaupsklukkurnar klingja, þar sem sopið verður á eftirmiðdagste, konungssvítan heimsótt og jafnvel litið inn í Kensington-höll. NÝ TEGUND AF FERÐAHANDBÓK Ferðahandbók fyrir iPad og iPhone er komin á markaðinn, Locals Recommend, sem er byggð upp af upplýsingum, auglýsingum og myndskeið- um með ráðum búnum til af heimamönnum í hverri borg sem auðvelda ferðamönnum lífið á nýjum stað. Reykjavík er fyrsta borgin og þegar komin í sölu í Apple Apps búðinni. Reykjavík var einnig valin sem „New and Not- eworthy“ af Apple. Fleiri borgir eru í framleiðslu og fara í dreifingu á næstunni, ásamt útgáfu fyrir Android-kerfið. Locals Recommend leitar að samstarfsaðilum í borgum heimsins, sem geta búið til svona myndskeið. Áhugasamir sendi póst á info@localsrecomm- end.org. Sjá www.localsrecommend.org JAPAN
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.