Fréttablaðið - 15.01.2011, Qupperneq 49
LAUGARDAGUR 15. janúar 2011 3
INNKAUPASTJÓRI FERSKVÖRU
Öfl ugt verslunar- og þjónustufyrirtæki óskar eftir að ráða innkaupastjóra. Viðkomandi
ber ábyrgð á innkaupum, verðlagningu, vöruvali og markaðsmálum. Innkaupastjóri sér
um stýringu vörufl æðis, samskipti við birgja ásamt því að sinna framlegðargreiningu,
birgðagreiningum og markaðsherferðum. Leitað er að aðila með háskólamenntun
sem nýtist í starfi og/eða með reynslu af sambærilegu starfi . Skipulagshæfi leikar og
álagsþol ásamt góðri samskiptahæfni eru nauðsynlegir eiginleikar.
Starf nr. 101216-01.
RÁÐGJAFI – INNKAUP/RAFMAGNAVERK- EÐA TÆKNIFRÆÐINGUR
Þjónustu- og tæknifyrirtæki leitar að metnaðarfullum og árangursdrifnum
einstaklingi til að sinna tæknilegri sölu og ráðgjöf, innkaupum, samskiptum
við birgja og viðskiptavini auk fl eiri krefjandi verkefna. Ferðalög fylgja starfi nu.
Leitað er að söludrifnum einstaklingi með frumkvæði, sem býr yfi r leiðtoga- og
samstarfshæfni. Staðgóð raftæknimenntun á sterkstraumssviði, t.d. verk- eða
tæknifræði eða rafi ðnfræði. Góð íslensku- og enskukunnátta er skilyrði, lesskilningur í
Norðurlandamáli nauðsynlegur. Starf nr. 110103-01.
VILTU VERÐA RÁÐGJAFI HJÁ CAPACENT?
Capacent óskar eftir að ráða sérfræðing til starfa. Viðkomandi mun fá tækifæri til
að þróast yfi r í að verða ráðgjafi á sviði stjórnunar og mannauðsmála. Umsækjandi
um starfi ð verður að búa yfi r metnaði, samskiptahæfni og drifkrafti, geta unnið
sjálfstætt að fl óknum verkefnum og lagað sig að ólíkum aðstæðum og áskorunum.
Háskólamenntun á sviði sálfræði, viðskipta eða félagsvísinda er nauðsynleg.
Viðkomandi verður að vera góður í Excel og PowerPoint og hafa gott vald á íslensku
og ensku. Lykileiginleikar eru skipulagshæfni, þjónustulund og sjálfstæði í starfi .
Capacent vinnur með mörgum af stærstu fyrirtækjum landsins í fjölbreyttum
verkefnum. Markmið Capacent er að vera fyrsti valkostur fyrir kröfuharða viðskiptavini
og metnaðarfullt starfsfólk. Starf nr. 110111-03.
LÖGFRÆÐINGUR
Fjármálafyrirtæki óskar eftir að ráða einstakling með embættispróf eða masterspróf í
lögfræði. Kostur ef viðkomandi hefur hdl. réttindi. Helstu verkefni eru samningagerð,
uppgjör samninga, málfl utningur og almenn lögfræðiráðgjöf. Æskilegt er að
viðkomandi hafi nokkurra ára starfsreynslu, haldgóða þekkingu á löggjöf varðandi
fjármálamarkað og hæfni til að tjá sig í ræðu og riti á íslensku og ensku. Reynsla af
störfum innan fjármálageirans kostur. Sjálfstæði, nákvæmni og ögun í vinnubrögðum
ásamt góðum samskiptahæfi leikum eru æskilegir eiginleikar. Starf nr. 110114-01.
MARKAÐSFULLTRÚI
Traust innfl utningsfyrirtæki óskar eftir ráða drífandi og dugmikinn starfsmann í starf
markaðsfulltrúa. Markaðsfulltrúi mun sinna gerð og eftirfylgni markaðsáætlana,
samskiptum við erlenda birgja, samskiptum við auglýsingastofu og miðla, uppsetningu
á markaðs-, sölu- og kynningarefni sem og skýrslugerð, markaðsrannsóknum og
viðskiptavinagreiningum. Gerð er krafa um menntun í markaðs- eða viðskiptafræðum.
Reynsla af markaðsstarfi mikill kostur. Kunnátta í Photoshop, Illustrator eða
sambærilegt mikill kostur. Markaðsfulltrúi verður að búa yfi r frumkvæði í starfi og
sjálfstæði í vinnubrögðum sem og mikilli hæfni í mannlegum samskiptum.
Starf nr. 110112-01.
VERSLUNARSTJÓRI
Öfl ug verslun á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir að að ráða verslunarstjóra til
starfa sem fyrst. Leitað er að jákvæðum og drífandi aðila með mikla stjórnunar- og
söluhæfi leika. Verkefni viðkomandi eru dagleg stjórnun verslunar, starfsmannastjórnun
sem og ábyrgð og umsjón á vöruframboði og framsetningu vöru í verslun. Gerð er
krafa um reynslu af verslunarstjórnun eða mannahaldi. Menntun á sviði viðskipta eða
verslunarreksturs mikill kostur. Viðkomandi verður að hafa góða íslensku-, ensku- og
tölvukunnáttu sem og getu til að tjá sig í ræðu og riti. Metnaður, leiðtogahæfi leikar
og færni í mannlegum samskiptum eru lykileiginleikar. Starf nr. 110105-07.
RÁÐGJAFI Á SVIÐI MATVÆLAIÐNAÐAR
Spennandi ráðgjafafyrirtæki á sviði matvælaiðnaðar og gæðakerfa óskar eftir að ráða
ráðgjafa til starfa. Starfi ð felst meðal annars í ráðgjöf og þjónustu varðandi gæðakerfi
fyrir matvælaiðnaðinn, innleiðingu gæðakerfa, samstarfi við stjórnendur um gæðamál
og þátttaka í þjálfun og fræðslu starfsmanna. Góð enskukunnátta er skilyrði. Gerð
er krafa um háskólamenntun á sviði matvælafræði, sjávarútvegsfræði eða verkfræði
(B.Sc, M.Sc. eða Ph.D.). Þekking og reynsla af ofangreindum verkefnum er kostur.
Þekking á matvælaiðnaðinum og tengsl þar inn er mikill kostur. Lykileiginleikar
ráðgjafa er að geta sýnt frumkvæði og starfað sjálfstætt, einnig að geta skipulagt og
haldið utan um mörg verkefni á sama tíma. Viðkomandi verður að hafa góða hæfni í
mannlegum samskiptum. Starf nr. 100830-03.
SÉRFRÆÐINGUR Í SÖLU- OG FLUTNINGADEILD
Traust fyrirtæki með starfsemi á Íslandi og erlendis óskar eftir að ráða starfsmann
í sölu- og fl utningadeild. Næsti yfi rmaður er sölustjóri. Um spennandi og krefjandi
starf er að ræða fyrir réttan einstakling. Verkefni viðkomandi snúa að samskiptum
við fl utningaskip og kaupendur, frágangi á pappírum tengdum sölum á afurðum og
fl utningum og utanumhald um rekstur leigðra fl utningaskipa. Háskólamenntun á sviði
viðskipta er mikill kostur sem og reynsla af vinnu við útfl utning. Góð enskukunnátta
er skilyrði, talað og skrifað mál. Góð kunnátta á Excel og Word er skilyrði.
Greiningargeta, skipulagni í vinnubrögðum og nákvæmni eru mikilvægir kostir.
Starf nr. 100929-02.
BÓKARI – 50% STARF
Fyrirtæki á sviði verklegra framkvæmda óskar eftir að ráða bókara til starfa, um
50% starf er að ræða. Starfi ð er nýtt vegna aukinna verkefna. Verk- og ábyrgðarsvið
viðkomandi er skráning í lánadrottnakerfi og innsláttur fjárhagsbókhalds, umsjón með
viðskiptamannabókhaldi, útskrift reikninga sem og ýmsir útreikningar í Excel. Gerð er
krafa um reynslu af vinnu við reikningshald, sem og góða tölvu- og Excelkunnáttu.
Viðkomandi verður að hafa mikið sjálfstæði og skipulagsgetu, sýna nákvæmni í
vinnubrögðum og hafa ánægju af samskiptum og þjónustu. Starf nr. 101220-01.
HUGBÚNAÐARSALA
Fyrirtæki á sviði upplýsingatækni óskar eftir að ráða öfl ugan aðila til starfa sem hluta
af sterkum söluhópi. Viðskiptavinir eru fyrst og fremst í smásölu, heildsölu, framleiðslu
og dreifi ngu. Um sölu á eigin hugbúnaði er að ræða. Starfssvið viðkomandi er
sala, ráðgjöf og þjónusta til fyrirtækja, heimsóknir til viðskiptavina, kynningar á
hugbúnaðnum, öfl un verkefna sem og samninga- og tilboðsgerð. Tölvu-, tækni- eða
markaðsmenntun kostur. Reynsla og mikill áhugi á sölumennsku sem og reynsla af
sölu á fyrirtækjamarkaði. Reynsla, þekking og áhugi á tæknimálum nauðsynlegur.
Góð tölvu- og enskukunnátta skilyrði. Viðkomandi verður að búa yfi r sjálfstæði í
vinnubrögðum, skipulagsgetu og góðri samskiptahæfni, bæði við viðskiptavini og
samstarfsmenn. Starf nr. 101124-02.