Fréttablaðið - 15.01.2011, Blaðsíða 80

Fréttablaðið - 15.01.2011, Blaðsíða 80
52 15. janúar 2011 LAUGARDAGUR krakkar@frettabladid.is Ísold Ylfa Magnúsdóttir 7 ára SÝNING Þú getur sent brandara til krakkar@frettabladid.is Þjónninn: Jæja, í dag er ég með reykta tungu, steikta lifur, nýru í kássu og grísa- lappir. Gestur: Ég var ekki að spyrja um heilsufar þitt. Af hverju fer Lúlli laukur alltaf í ljós? Svo hann verði ekki hvítlauk- ur. Hvað sagði mjói fiskurinn við feita fiskinn? Fiskibolla. Hvað er líkt með fíl og gíraffa? Þeir eru báðir gulir, nema fíllinn. Hvað kallar þú fíl í kjól með bleik eyrnaskjól? Hvað sem þér sýnist, hann heyrir hvort sem er ekkert. Hvers vegna er fíllinn stór, grár og krumpaður? Af því að ef hann væri lítill, glær og glansandi þá væri hann lýsispilla. WWW.CLUBPENGUIN.COM er síða með auðveldum en skemmtilegum leik. Hægt er að leika eitthvað frítt en einnig er hægt að gerast meðlimur á síðunni. Leit er hafin að hæfileikaríkum krökkum á aldrinum 8 til 18 til að taka þátt í leikritinu Galdra- karlinum í Oz, sem verður sýnt í Borgarleikhúsinu í haust. Skráningardagur fer fram í for- sal Borgarleikhússins 19. janúar milli klukkan 16.15 og 17.30. Gott er ef hver og einn mætir með útfyllt skráningarblað sem er aðgengilegt á vefsíðunni borgar- leikhús.is. Allir verða myndaðir og síðan sagt hvenær þeir eiga að mæta í prufu. Hæfileikadagar fara fram dagana 24. janúar til 14. febrúar. Þá er um að gera að láta ljós sitt skína og ýmist leika, syngja, dansa, gera heljarstökk eða annað sem manni er til lista lagt. Hægt er að flytja atriðið einn eða í hópi en skilyrði er að það sé gert án hjálpar- tækja og skal hámarkslengd hvers atriðis vera þrjár mínútur. LEIT AÐ UNGUM LISTAMÖNNUM Komdu að leika Ísold Ylfa fór á sýninguna „Komdu að leika“ á Árbæj- arsafni sem fjallar um leiki og leikföng barna í Reykjavík á 20. öld en þar geta gestir prófað leikföng frá ýmsum áratugum. Með hverjum fórstu á sýning- una? Ég fer oft á sýninguna, oftast með ömmu minni, stundum með pabba mínum og einu sinni með sumarnám- skeiði. Hvaða leikföng þótti þér skemmtilegust að prófa? Mér finnst öll leikföngin jafn skemmtileg. Voru einhver leikföng sem voru ekkert skemmtileg eða kannski skrítin? Það voru engin leikföng sem eru ekki skemmti- leg og engin eru skrítin. Sástu einhver leikföng sem þú vildir sjálf eiga? Mig langaði að eiga dúkkuna sem var með mér á mynd- inni. Sástu leikföng sem mamma þín og pabbi léku sér með þegar þau voru lítil? Mamma mín lék sér með barbie-dúkkur þegar hún var lítil og pabbi með leikjatölvur. Mælirðu með sýningunni fyrir aðra krakka og kannski fyrir fullorðna líka? Ég mæli með sýningunni fyrir krakka. Árbæjarsafn er besta safn í heimi!!!!!! Yfir vetrartímann er föst leiðsögn um Árbæjarsafn alla mánudaga, miðvikudaga og föstudaga milli klukkan 13 og 14. Krakkar fá ókeypis inn. Hvenær byrjaðir þú að æfa handbolta? Ég byrjaði svona níu eða tíu ára. Æfðir þú aðrar íþróttir? Já, ég byrjaði í fótbolta fimm ára og æfði alveg upp í annan flokk auk þess sem ég var í körfu- bolta í tvö ár. Ég ætlaði alltaf að verða fótboltamaður en svo var ég víst betri í handbolta. Hvert er uppáhaldsfótbolta- liðið þitt? Hér heima held ég með FH en svo er ég Chelsea- maður. Hver er skemmtilegastur í íslenska handboltalandslið- inu? Mér finnst Ásgeir Örn Hallgrímsson skemmtilegast- ur. Hann er aldrei að reyna að vera fyndinn heldur kemur það mjög eðlilega hjá honum og það fíla hann allir. Hver er frekastur? Róbert Gunnarsson. Ef hann fær bolt- ann þá gefur hann ekki. Hver er draumurinn? Draum- urinn er að fá að spila í heims- klassa næstu fimmtán árin og fá að spila um alla titla. Eins langar mig til að vinna gull með landsliðinu. Ætlar þú að halda áfram að spila jafn lengi og Ólafur Stef- ánsson? Ég hef alltaf haldið því fram að ég muni hætta 35 ára en það er aldrei að vita. Hver er uppáhaldsliturinn þinn? Vá, það er langt síðan ég hef fengið þessa spurningu. Það er erfitt að segja. Ég hugsa samt blár eins og búningarnir hjá Chelsea og lands- liðinu. Hver er uppá- haldshljóm- sveitin þín? Rottweil- er. ÁSGEIR ÖRN ER SKEMMTILEGASTUR Handboltakappinn Aron Pálmarsson, sem leikur með Kiel í Þýskalandi, er nú staddur með íslenska landsliðinu á heimsmeistaramótinu í Svíþjóð. Hann ætlar sér stóra hluti í framtíðinni og stefnir á gull með landsliðinu. Hann ljóstrar því upp hér hver er skemmtilegastur og hver frekastur í liðinu. Ég byrjaði í fótbolta fimm ára og æfði alveg upp í annan f lokk auk þess sem ég var í körfubolta í tvö ár. Ég ætlaði alltaf að verða fótbolta- maður en svo var ég víst betri í handbolta..
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.