Fréttablaðið - 15.01.2011, Blaðsíða 84
56 15. janúar 2011 LAUGARDAGUR56
menning@frettabladid.is
Fjalla Eyvindur eftir Jóhann Sig-
urjónsson gengur í endurnýj-
un lífdaga í Norðurpólnum í dag.
Marta Nordal leikstjóri segir það
áskorun að setja upp klassískt
verk í hráu rými.
„Þetta er langþráður draumur að ræt-
ast,“ segir Marta Nordal leikstjóri um
Fjalla Eyvind, sem frumsýnt verður í
Norðurpólnum á Seltjarnarnesi í dag í
sviðsetningu leikhópsins Aldrei óste-
landi. „Við Edda Björg Eyjólfsdótt-
ir stofnuðum þennan hóp sérstaklega í
kringum þetta verk. Við sátum einhvern
tímann yfir kaffibolla og vorum að tala
um hvað það væri spennandi að setja
upp Fjalla Eyvind. Eftir dálitla umhugs-
un ákváðum við að taka slaginn og leit-
uðum til fólks sem við vildum vinna
með.“
Leikritið Fjalla Eyvindur eftir Jóhann
Sigurjónsson er eitt af perlum íslenskra
bókmennta og var frumsýnt fyrir réttri
öld. Það byggir á samnefndri þjóðsögu
og segir frá ekkjunni Höllu og vinnu-
manninum Kára sem fella hugi saman.
Kári á sér leyndarmál sem reynist þeim
afdrifaríkt. Þegar Halla kemst að sann-
leikanum verður hún að gera upp við sig
hvort hún eigi að flýja til fjalla ásamt
ástmanni sínum eða lifa áfram í öryggi
án ástar.
„Það sem heillar mig við þetta verk
er þessi sterka ástarsaga,“ segir Marta.
„Jóhann skrifar gífurlega fallegan texta
og hefur mikið næmi fyrir sambandi
karls og konu. Ég er líka mjög áhugasöm
um að setja upp sígild íslensk leikverk.
Þau fara ekki oft á fjalirnar en það er
mjög spennandi að glíma við menningar-
arfinn.“ Rýmið í Norðurpólnum er lítið
og hrátt og segir Marta það hafa verið
krefjandi að setja verkið upp þar. „Það
er mikil ögrun fyrir leikarana að flytja
svona melódramatískan og ljóðrænan
texta í jafnmikilli nálægð við áhorfend-
ur.“
Með hlutverk Höllu og Kára fara Edda
Björg Eyjólfsdóttir og Guðmundur Ingi
Þorvaldsson en með önnur hlutverk fara
Valdimar Örn Flygenring og Bjartur
Guðmundsson. Nánari upplýsingar um
sýningartíma má finna á nordurpollinn.
com. bergsteinn@frettabladid.is
Spennandi glíma við
menningararfinn
Helga Laufey Finnbogadóttir píanóleikari, Gunn-
ar Hrafnsson kontrabassaleikari og Einar Valur
Scheving trommuleikari leiða saman hesta sína í
Norræna húsinu á sunnudag á djasstónleikum undir
yfirskriftinni Leikið af fingrum fram. Þetta er í
fjórða sinn sem þau leika saman á tónleikum, en síð-
astliðið sumar tóku þau þátt í sumardagskrá Múlans
ásamt hollenska saxófónleikaranum Efraim Truj-
illo.
Á efnisskránni verða aðallega útsetningar Helgu
Laufeyjar á djasslögum og íslenskum söng- og þjóð-
lögum í bland við frumsamið efni.
Helga stundaði framhaldsnám við Sweelinck-tón-
listarháskólann í Amsterdam, fyrst í klassískum
píanóleik en færði sig síðan yfir í djassdeild skólans
og lauk píanódeildinni þar, fyrst kvenna, árið 1994.
Gunnar og Einar eru í hópi þekktustu djassleikara
landsins og hafa starfað með fjölda tónlistarmanna
innanlands og utan.
Djass í norræna húsinu
GUNNAR, HELGA LAUFEY OG EINAR VALUR Leika útsetningar
Helgu Laufeyjar á djasslögum og íslenskum söng- og þjóðlög-
um í bland við frumsamið efni.
FÍFA (Húsgagnahöllinni) – Sími 552 2522 – www.fifa.isOpið: Mán. - Fös: 10-18 Lau.: 10-17 - Sun.: 13-17
Allt fyrir börnin
30% AFSLÁTTUR
AF ÖLLUM FATNAÐI
ÚTSALAN ER HAFIN
FRÉTTIR VIÐSKIPTI ÍÞRÓTTIR LÍFIÐ UMRÆÐAN
Meiri Vísir.
KRISTJÁN TEKINN TIL KOSTANNA Bergsveinn Þórsson fjallar um innsetningu Kristjáns Guðmundssonar, Environ-
mental Sculpture frá árinu 1969, á Listasafni Íslands klukkan 14 á morgun. Bergsveinn skoðar verkið út frá lokaritgerð sinni í
listasögu þar sem hann fjallaði um sögu þess og samhengi, í umfjöllun um upprunaleika, söfnun og varðveislu samtímalistar.
Verkið var umdeilt á sínum tíma og var fyrst sýnt í Gallerí Súm 1969.
MARTA NORDAL Er áhugamanneskja um íslenskar leikbókmenntir
og vill gjarnan fá fleiri klassísk verk sett á svið. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN