Fréttablaðið - 15.01.2011, Side 96

Fréttablaðið - 15.01.2011, Side 96
68 15. janúar 2011 LAUGARDAGUR HANDBOLTI Íslenska landsliðið fékk þá óskabyrjun sem það vildi í opn- unarleik sínum á HM. Þrátt fyrir köflóttan leik unnu strákarnir öruggan sex marka sigur, 32-26, á Ungverjum og hefðu hæglega getað unnið mun stærri sigur. Það var nokkur skrekkur í báðum liðum í upphafi leiks og nokkuð mörg mistök. Arnór Atlason mætti mjög einbeittur til leiks og skoraði þrjú fyrstu mörk Íslands. Varn- arleikurinn virkaði vel frá fyrstu mínútu með Alexander Petersson í broddi fylkingar. Hann hélt stór- skyttunni Ferenc Ilyés í heljar- greipum og stal boltanum ítrekað af Ungverjum. Strákarnir náðu fljótlega frum- kvæðinu í leiknum en þegar Guð- mundur byrjaði að skipta hrundi takturinn í sóknarleiknum. Í stað þess að hreinlega keyra yfir Ung- verjana og klára leikinn í fyrri hálfleik þá munaði aðeins þremur mörkum í hálfleik, 14-11. Ungverjarnir minnkuðu muninn í tvö mörk, 16-14, í síðari hálfleik en þá sagði maður leiksins, Aron Pálmarsson, hingað og ekki lengra. Hann tók leikinn í sínar hendur og byrjaði að raða inn mörkum með þrumuskotum. Við það slitnaði end- anlega á milli liðanna og íslenska liðið sigldi öruggum sigri í höfn. Sigurinn hefði að ósekju mátt vera stærri en íslenska liðið bauð Ungverjum ítrekað inn í leikinn í stað þess að ganga frá honum. Þetta var kaflaskiptur leikur og íslenska liðið á klárlega mikið inni. Það segir ansi mikið um styrk íslenska liðsins að það var nokkuð frá sínu besta, gerði haug af mis- tökum en vann samt öruggan sigur. Það segir okkur að þetta lið er frá- bært. Það er alltaf ákveðinn léttir að koma fyrsta leiknum frá og ekki verra að gera það með sigri. Strák- arnir eiga vafalítið eftir að vaxa með hverjum leik. Þeir þurfa þó að laga tæknifeilana sem voru of margir og þeir fóru einnig illa með allt of mörg færi. Aron og Alexander voru yfir- burðamenn í íslenska liðinu og það er einnig afar ánægjulegt að liðið sé að spila frábæra vörn eins og gegn Þjóðverjum. Það gefur fyrir- heit um gott mót. Það var líka mik- ilvægt að dreifa álaginu vel en að sama skapi er áhyggjuefni hversu mikið liðið datt niður þegar þurfti að gera breytingar. Í heildina var þetta mjög fín frumsýning og rétt eins og hjá góðum leikhópi mun íslenska liðið slípast með hverjum leik og vaxa ásmegin. Þetta lið er til alls líklegt á þessu móti. Vátryggingafélag Íslands hf. | Ármúla 3 | 108 Reykjavík | Sími 560 5000 | vis.is Strákar! Gangi ykkur vel á HM. Strákarnir okkar eru svo skemmtilega ólíkir og okkur þykir óskaplega vænt um þá alla. VÍS er stoltur styrktaraðili íslenska landsliðsins á HM í Svíþjóð. A-RIÐILL Frakkland-Túnis 32-19 (15-9) Þýskaland-Egyptaland 30-25 (15-12) Spánn-Barein 33-22 (16-8) B-RIÐILL Ísland-Ungverjaland 32-26 (14-11) Noregur-Japan 35-29 (18-13) Austurríki-Brasilía 34-24 (17-13) C-RIÐILL Króatía-Rúmenía 27-21 (11-13) Danmörk-Ástralía 47-12 (21-8) Serbía-Alsír 25-24 (13-9) D-RIÐILL Svíþjóð-Síle 28-18 (15-8) Suður Kórea-Argentína 25-25 (14-11) Pólland-Slóvakía 32-30 (15-17) Leikir dagsins A-riðill Síle-Suður Kórea 15.15 Slóvakía-Svíþjóð 17.15 Argentína-Pólland 19.15 B-riðill Ungverjaland-Noregur 15.30 Japan-Ástralía 17.45 Ísland-Brasilía 20.00 ÚRSLITIN Á HM Ísland-Ungverjaland 32-26 (14-11) Mörk Íslands (Skot): Aron Pálmarsson 8 (11), Alexander Petersson 5 (8), Arnór Atlason 4 (5), Guðjón Valur Sigurðsson 4 (8), Ólafur Stefánsson 4/1 (10/1), Róbert Gunnarsson 3 (3), Ingimundur Ingimundarson 2 (4), Þórir Ólafsson 1 (1), Snorri Steinn Guðjónsson 1/1 (5/1), Ásgeir Örn Hallgrímsson 0 (1), Kári Kristjánsson 0 (1). Varin skot: Björgvin Páll Gústavsson 13/1 (39/5, 33%) Hraðaupphlaupsmörk: 9 (Ingimundur 2, Guðjón 2, Alexander 2, Arnór 2, Aron) Fiskuð víti: 2 (Ólafur, Snorri Steinn) Brottvísanir: 8 mínútur. Mörk Ungverja (Skot): Tamás Mocsai 5/3 (9/4), Péter Gylyás 4 (4), Máté Lékai 4 (7) Gergely Harsányi 2/1 (2/1), Szabolcs Törö 2 (2), Szabolcs Zubai 2 (2), Gyula Gál 2 (4), Kornél Nagy 2 (4), Ferenc Ilyes 2 (5), Gergö Iváncsik 1 (2). Varin skot: Nandor Fazekas 6 (17/2, 35%), Roland Mikler 10 (31, 32%) Hraðaupphlaupsmörk: 8 (Gylyás 3, Törö 2, Ilyes, Mocsai, Zubai) Fiskuð víti: 5 (Törö, Nagy, Gylyásm, Scuch, Lékai) Brottvísanir: 10 mínútur. Fín frumsýning hjá strákunum Strákarnir okkar byrjuðu HM með stæl þegar þeir unnu öruggan sigur á Ungverjum þrátt fyrir að hafa ekki spilað sinn besta leik. Það undirstrikar hversu gott þetta lið er orðið. Brasilía bíður í dag. STÓÐ UPP ÚR Í GÆR Aon Pálmarsson var valinn maður leiksins af mótshöldurum enda átti hann frábæran leik einkum í seinni hálfleiknum. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI HM 2011 „Það er gott að vera búinn með fyrsta leikinn. Ég fann fyrir smá spennu í byrjun en fyrstu tíu mínúturnar voru ekki alveg nógu góðar. Vörnin var frábær í leikn- um, Bjöggi flottur og Aron frábær í seinni hálfleik. Við hefðum lík- lega átt að vinna þennan leik enn stærra,“ sagði glaður landsliðsfyr- irliði, Ólafur Stefánsson, eftir sig- urinn á Ungverjum í gær. Hann var þó ekki alveg nógu ánægður með sinn leik en hefur samt ekki miklar áhyggjur af því og ætlar að mæta grimmari í næstu viðureign. „Ég hefði getað sparað mér fjór- ar sendingar aftur fyrir mig. Það voru of margir tæknifeilar hjá mér í þessum leik. Varnarmennirn- ir bakka svolítið gegn mér og ég verð að vera graðari í að skjóta og skora. Ég þarf persónulega að taka eitt skref fram við,“ sagði Ólafur. Hann er þó afar ánægður með liðið í heild sinni. „Liðið lítur mjög vel út. Við erum að rúlla þessu vel og mér finnst allir vera á tánum. Þetta er fyrsta skrefið og ég held að við séum orðnir flott mótlið. Við lékum okkur aðeins of mikið að eldinum í þessum leik og það var vonandi smá sviðsskrekkur. Við munum bæta okkur í næstu leikjum.“ - hbg Landsliðsfyrirliðinn Ólafur Stefánsson segir íslenska handboltalandsliðið líta mjög vel út eftir fyrsta leikinn: Við hefðum átt að vinna stærri sigur ALLIR TILBÚNIR Ólafur Stefánsson, Alexander Petersson og Ingimundur Ingimundar- son búa sig undir að verjast aukakasti Ungverja. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Henry Birgir Gunnarsson og Valgarður Gíslason fjalla um HM í Svíþjóð henry@frettabladid.is - valgard.gislason@365.is HANDBOLTI Austurríki vann tíu marka sigur á Brasilíu, 34-24, í síðasta leiknum í íslenska riðl- inum í gærkvöldi. Brasilíumenn verða mótherjar íslenska lands- liðsins í kvöld. Brasilíska liðið hélt í við Aust- urríki í byrjun og staðan var 12-11 eftir 24 mínútna leik. Austurrík- ismenn unnu síðustu sex mínútur fyrri hálfleiks hins vegar 5-2 og voru 17-13 yfir í hálfleik. Austurríska liðið skoraði síðan fimm af fyrstu sjö mörkum seinni hálfleiks, komst í 22-15 og eftir það var ljóst að Brasilíumenn yrðu ekki mikil fyrirstaða hjá fyrrverandi lærisveinum Dags Sigurðssonar. Danir hófu HM í Svíþjóð á sann- kallaðri skotsýningu á móti Ástr- ölum en Danir unnu leikinn með 35 marka mun, 47-12, eftir að hafa verið 21-8 yfir í hálfleik. Átta leik- menn Dana skoruðu fjögur mörk eða fleiri í leiknum. - óój Austurríksmenn á HM í gær: Tíu marka stór- sigur á Brasilíu GUSTAVO CARDOSO Brasilíumenn ættu ekki að vera mikil fyrirstaða fyrir íslenska landsliðið í dag. MYND/NORDIC PHOTOS/AFP
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.