Fréttablaðið - 15.01.2011, Síða 102

Fréttablaðið - 15.01.2011, Síða 102
74 15. janúar 2011 LAUGARDAGUR PERSÓNAN Eva Rut Hjaltadóttir Aldur: Verður 24 ára í lok mánaðarins. Starf: Vinnur á lager hjá Heilsu og þjálfar súludans í Xform. Fjölskylda: Aron Guð- mundsson, kærasti, og Emilíana Aronsdóttir, stjúpdóttir. Foreldrar: Edda Linda Gunn- laugsdóttir, stuðningsfulltrúi í Álftanesskóla, og Hjalti Þórarinsson, sölumaður hjá Mítra. Búseta: Álftanes. Stjörnumerki: Vatnsberi. Eva Rut Hjaltadóttir keppir á Norður- landamótinu í súlufimi í Stokkhólmi í næstu viku. „Aðsóknin hefur verið mjög góð og það hafa í kringum 25 þús- und séð myndina. Við reiknum fastlega með því að hún fari yfir þrjátíu þúsund gesta markið um helgina, það hefur verið það góður gangur á henni,“ segir Sigurður Victor Chelbat hjá Sambíóunum. Ekki hefur verið hefð fyrir því að Íslendingar þyrpist í bíó til að sjá evrópskar kvikmynd- ir, þar sem aðalleikararnir tala ekki ensku. Og þaðan af síður ef myndirnar hafa verið á ein- hverju af Norðurlandamálunum. Á þessu varð hins vegar breyting þegar Karlar sem hata konur var frumsýnd í júlí 2009. Myndin var gerð eftir samnefndri bók Stiegs Larsson og þegar yfir lauk höfðu 52 þúsund Íslendingar séð hana. Hinar myndirnar tvær, Stúlkan sem lék sér að eldinum og Loft- kastalinn sem hrundi, komust ekki nálægt þessari aðsókn. Tæp- lega 32 þúsund sáu Stúlkuna og „aðeins“ 26 þúsund borguðu sig inn á Loftkastalann. Snæbjörn Steingrímsson hjá Smáís, sem heldur utan um aðsóknartölur kvikmyndahús- anna, leyfir sér að efast um að aðsókn á myndir frá þessum löndum hafi einhvern tímann verið svona góð. „Karlar sem hata konur var náttúrulega ein- stök því þá kom í bíó fólk sem er ekki vant því að fara í bíó. En ég á alveg eins von á því að Klovn slái henni við, hún hefur verið að spyrjast það vel út og fólk virðist ekki hika við að sjá hana tvisvar,“ segir Snæbjörn. Formlegar mælingar hófust ekki fyrr en 2005 og því er nokkuð erfitt að fullyrða að þessar fjór- ar myndir séu best sóttu skand- inavísku kvikmyndirnar frá upp- hafi. „En menn skulu hafa það í huga að hér áður fyrr þótti það bara nokkuð gott ef kvikmynd frá Skandinavíu fékk yfir tíu þúsund gesti,“ segir Snæbjörn. Klovn-myndin er nú þegar orð- inn aðsóknarmesta kvikmynd Dana síðustu tíu ár og hefur sleg- ið við Flammen og Citronen sem sló í gegn 2008. Alls hafa nú rúm- lega 680 þúsund Danir greitt sig inn á Klovn: The Movie sem þýðir að bónus Klovn-tvíeykisins hækk- ar eflaust eitthvað frekar. Kvik- myndasérfræðingar í Danmörku eru sannfærðir um að aðsókn- in eigi enn eftir að aukast og að Klovn gæti jafnvel átt eftir að slá fleiri met. SNÆBJÖRN STEINGRÍMSSON: MYNDIR FRÁ NORÐURLÖNDUM Æ VINSÆLLI Klovn spáð viðlíka vin- sældum og Stieg Larsson ÓTRÚLEGA VINSÆLIR Alls hafa 25 þúsund Íslendingar séð Klovn-myndina í bíó og er búist við því að hún fari yfir þrjátíu þúsund gesti um helgina. Aðsókn á kvikmyndir frá Skandinavíu hefur aukist síðust ár. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Netrisinn Google hefur stofnað fyrirtæki á Íslandi. Google er með íslenska kennitölu og lög- heimili að Stórhöfða 21. Stofn- endur fyrirtækisins samkvæmt Lögbirtingablaðinu eru Graham Law, fjármálastjóri hjá Google, og Ronan Aubyn Harris, fram- kvæmdastjóri hjá Google. Báðir eru þeir skráðir til heimilis á Írlandi en höfuðstöðvar Google í Evrópu eru einmitt í höfuðborg Írlands, Dublin. Ráðgjafarfyrirtækið Hyrna sem er til heimilis að Stórhöfða 21 aðstoðaði við að stofna fyrir- tækið hér á landi. Bernhard Peter- sen, framkvæmdastjóri fyrirtæk- isins, staðfesti þetta í samtali við Fréttablaðið en sagðist hins vegar ekki vita til hvers Google væri að stofna fyrirtækið hér á landi og vildi ekkert tjá sig frek- ar um málefni þess. Á hinn bóg- inn sagði hann að þegar erlend fyrirtæki stofnuðu fyrirtæki hér á landi mætti gera ráð fyrir „að þau væru að skoða möguleikann á því að vera með tekjuskapandi verkefni hér á landi“. Fréttablaðið hafði samband við Laurie Mannix hjá fjölmiðladeild Google á Írlandi. Hún hafði fátt um þetta fyrirtæki að segja en bætti því við að Google Europe hefði ekki í hyggju að opna skrif- stofu á Íslandi í bráð. - fgg Google stofnar fyrirtæki á Íslandi RISI Google er eitt af stærstu fyrirtækj- um í heimi. Fyrirtækið hefur nú fengið íslenska kennitölu og heimilisfang að Stórhöfða 21. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Franski leikstjórinn Romain Gavras verður gestur og dómari á Northern Wave-kvikmynda- hátíðinni sem haldin verður í Grundarfirði fyrstu helgina í mars. Gavras hefur unnið með ýmsum þekktum tónlistarmönnum og leikstýrði meðal annars hinu umdeilda myndbandi söng- konunnar M.I.A. við lagið Born Free. Auk þess hefur hann unnið með bresku hljómsveitinni The Last Shadow Puppets og hinni vinsælu dans- sveit Justice. Gavras þykir mjög efnilegur kvikmynda- gerðarmaður og hefur frægðarsól hans risið hratt undanfarin ár. Hann er einnig sonur gríska leikstjórans Costa-Gavras, sem er þekkt- astur fyrir kvikmyndina Z, og hefur því ekki langt að sækja hæfileikana. Dögg Mósesdóttir, framkvæmdastjóri Northern Wave, segist mjög ánægð með þátt- töku Gavras enda sé hún mikill aðdáandi verka hans. „Mér datt í hug að athuga hvort hann hefði áhuga á að koma og taka að sér að dæma þau tónlistarmyndbönd sem taka þátt í ár. Hann tók mjög vel í boðið og situr því bæði í dómnefnd og verður með fyrir- lestur á hátíðinni,“ segir Dögg og bætir við: „Þetta er í annað sinn sem franskur leikstjóri er í dómnefnd hjá okkur. Sá fyrri endaði á því að taka upp heila kvikmynd hér á landi eftir dvölina hér og sú var meðal annars sýnd á kvikmyndahátíð í Feneyjum. Það verður spennandi að sjá hvort heimsókn Romains verði honum líka innblástur.“ - sm Frægur leikstjóri á leið til Grundarfjarðar Helgi Jean Claessen, sem gaf fyrir jól út bók um hinn umdeilda Jón stóra, er kominn undir verndarvæng Björns Inga Hrafnssonar og félaga á Pressunni. Helgi verður ritstjóri nýrrar karlasíðu á þeirra vegum sem mun eiga að verða einhvers konar systurvefur Bleikt. is. Hermt er að slóðin á karlavefinn verði Boltinn. is. Sú síða hefur hingað til verið helguð fótbolta og þurfa aðdáendur hennar því ekki að leita langt yfir skammt, vilji þeir fá nýjasta karlaslúðrið beint í æð. - fb FRÉTTIR AF FÓLKI GÓÐ SAMAN Hér má sjá leikstjórann Romain Gavras ásamt söngkonunni M.I.A. Hann verður í dómnefnd á Northern Wave-kvikmyndahátíðinni. Dögg Mósesdóttir, framkvæmdastjóri hátíðarinnar, en ánægð með þátttöku hans. NORDICPHOTOS/GETTY 50 stólar til sölu. Verð 3.900 kr. stk. Hentar t.d. vel fyrir samkomusali. Upplýsingar í síma 665 0555 Lau 15.1. Kl. 19:00 Sun 16.1. Kl. 19:00 Lau 22.1. Kl. 19:00 Sun 23.1. Kl. 19:00 Lau 29.1. Kl. 19:00 Fös 4.2. Kl. 19:00 Lau 5.2. Kl. 19:00 Lau 15.1. Kl. 20:00 Sun 16.1. Kl. 20:00 Fim 20.1. Kl. 20:00 Lau 22.1. Kl. 20:00 Sun 23.1. Kl. 17:00 Allra síð.sýn. Sun 23.1. Kl. 20:00 Síð. sýn. Sun 16.1. Kl. 13:00 Sun 16.1. Kl. 15:00 Sun 23.1. Kl. 13:00 Sun 23.1. Kl. 15:00 U Fíasól (Kúlan) Íslandsklukkan (Stóra sviðið) Gerpla (Stóra sviðið) U Ö Sun 13.2. Kl. 13:30 Sun 13.2. Kl. 15:00 Sun 20.2. Kl. 13:00 Sun 20.2. Kl. 15:00 Sindri silfurfiskur (Kúlan) Fim 20.1. Kl. 20:00 Sun 30.1. Kl. 20:00 Lér konungur (Stóra sviðið) Ö Ö Fim 3.2. Kl. 18:00 Sun 6.2. Kl. 14:00 Sun 6.2. Kl. 17:00 Sun 13.2. Kl. 14:00 Sun 13.2. Kl. 17:00 Sun 20.2. Kl. 14:00 Sun 20.2. Kl. 17:00 Sun 27.2. Kl. 14:00 Sun 27.2. Kl. 17:00 Ballið á Bessastöðum (Stóra sviðið) U Ö Ö Hænuungarnir (Kassinn) Fim 13.1. Kl. 20:00 6. sýn Fös 14.1. Kl. 20:00 7. sýn Fös 21.1. Kl. 20:00 8. sýn Fim 27.1. Kl. 20:00 Fös 28.1. Kl. 20:00 Fös 11.2. Kl. 20:00 Lau 12.2. Kl. 20:00 Þri 18.1. Kl. 20:00 Mið 19.1. Kl. 20:00 Þri 25.1. Kl. 20:00 Mið 26.1. Kl. 20:00 Hvað EF – skemmtifræðsla (Kassinn) Ö Ö Ö U Ö U U Ö Ö Ö Ö Ö Ö Ö U U U U U
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.