19. júní


19. júní - 19.06.1956, Page 26

19. júní - 19.06.1956, Page 26
hafið þið fengið gistingu?" Við kváðum nei við því. „Við færum saman rúmin,“ sagði María, „og sof- um svo allar í þeim þversum." Þetta þótti okkur vel boðið og fórum niður að sækja töskur okkar. I stiganum mættum við Ester Graf. Hún hrópaði líka upp, þegar hún sá okkur: „En hvar ætlið þið að sofa í nótt?“ „Maria segir, að við eigum að sofa í þínu rúmi,“ anzaði ég, „en verra er, að „Pera- hera“ skuli vera lokið.“ „Hvaða vitleysa,“ sagði hún, „ég er einmitt að leita að einhverjum til að fara með út, skrúðgangan er rétt að byrja aftur núna.“ Sjaldan hef ég orðið glaðari við nokkra fregn. Rétt fyrir utan hótelið hittum við lögreglu- þjón, sem vísaði okkur hvert við ættum að fara til að sjá skrúðgönguna. Það var auðvitað marg- faldur mannhringur fyrir endanum á götunni, en þá bar þar að nokkra pilta, sem höfðu verið svo forsjálir að taka með sér bekk til að standa á, og lofuðu þeir okkur að tylla okkur á hann lika, svo að við höfðum ágæta yfirsýn. Þetta var engu lík- ara en ævintýri úr þúsund og einni nótt. Fullur máninn eins og kinkaði kolli til okkar frá dimm- bláum tindrandi stjörnuhimni, mannf jöldinn allt í kring í þögulli, hljóðri eftirvæntingu, og nú heyrð- ist trumbusláttur og svipusmellir, hvellir eins og skotið væri af byssu. Fyrstur kom stóri fíllinn með tönnina, þá mennirnir með svipurnar, á eftir þeim gengur yfirmaður musterisins í virðulegum hátíð- leik, honum fylgja blysin, og glitrar á gullsaum- aðan búning hans í ljósadýrðinni, þá koma trumbu- slagararnir, söngvarar og dansmenn. Hundruð fíla, þungir og virðulegir, ganga þeir þrir í hverri röð, klæddir ábreiðum alsettum ljósum og glitrandi steinum, endalaus röð í öllum regnbogans litum, og í kring um þá sveima dansmenn og söngvarar, klæddir hvítum pilsum; fyrir ofan mitti eru þeir naktir að öðru leyti en því að þeir bera á brjósti djásn mikið alsett glitrandi steinum. Á höfði liafa þeir málmhjálm með smábjöllum, sem hringlar í við hverja hreyfingu. Klukkutíma er skrúðgangan að fara fram hjá. Maður stendur eins og í leiðslu, alltaf ber eitthvað nýtt fyrir augað. En eftir á finnst mér að hin djúpa þögn og hrifning þúsundanna allt i kring skilji eins mikið eftir í huganum og sjálf skrúðgangan. Ég er þakklát fyrir að hafa fengið að sjá þessi hátíða- höld á meðal þúsundanna á götunni, en ekki út um glugga eða ofan af svölum eins og fína fólkið sér þau. Skyndilega rofnar fylkingin fyrir framan okk- ur. Skrúðgöngunni er lokið. Nokkrir blysberar 14 koma inn í götuna og halda í áttina til musterisins. Við röltum á eftir þeim. Á báðar hendur hafa verið sett upp smáborð með blómum og allskonar sælgæti, margir kaupa sér Betel, sem er tyggigúm Asíumanna, aðrir kaupa lótusblóm til að leggja á altarið fyrir framan Búddha í musterinu. Á tröppunum upp að musterinu standa nokkrir fílar, það er verið að færa þá úr skrautinu og hressa þá á pálmagreinum, einstaka maður smeyg- ir sér fram hjá þeim upp í musterið. „Eigum við ekki að fara líka?“ hvíslar Ester. „Heldurðu að trúvillingar eins og við megum það á þessari há- tíðlegu stund?" — Þá ber þangað lögregluþjóninn okkar góða, og hann sagði: „Jú, jú, ykkur er vel- komið að fara þangað.“ „En fílarnir?“ sagði ég. „O, þeir gera ykkur ekki neitt." Og upp fórum við. Innan úr musterinu berst ómur af söngli og bænum, blandað barnsgráti, því að margar kon- urnar eru með smábörn i fanginu. Við förum í þetta sinn ekki lengra en á svalirnar fyrir fram- an musterisdyrnar, þar sem dansmennirnir safn- ast saman, og bogar af þeim svitinn. „Eruð þið ekki þreyttir?“ spyrjum við. „Jú, en þó ekki svo, að við getum ekki dansað fyrir ykkur“, og um leið glumdu trumburnar og allur hópurinn dansaði. Þegar við svo komum heim á hótelið aftur, var dyravörðurinn búinn að útvega okkur ágætt her- bergi. Einhver, sem hafði leigt sér herbergi bara til að geta horft á „Perahera“ af svölunum, var farinn heim til sín. Rétt þegar við vorum að fara í rúmið, kl. 2 um nóttina, heyrðist enn trumbu- sláttur, og i fjórða sinn þennan dag fór skrúðgang- an um borgina. — Þarna af svölunum fékk ég líka svar við spurningu, sem ég hafði verið að velta fyr- ir mér um kvöldið, en hún var sú, hvar allur þessi mannfjöldi fengi inni yfir nóttina. Þeir sváfu á gangstéttunum, mæðurnar vöfðu endanum af sarí- inu sínu utan um börnin, sem voru bara í einni flik og öll berfætt, eins og flest alþýðufólk á Ceylon. — Þegar „Perahera“ var komin framhjá hnipruðu allir sig saman og sofnuðu svefni hinna réttlátu. Þannig endaði fyrsti dagurinn okkar í þessu dásamlega landi. Sem kunnugt er, liggur eyjan Ceylon eða Lanka, eins og íbúarnir kalla hana, suður af Indlandi og er aðeins mjótt sund á milli. Suðurendinn er rétt norðan við miðjarðarlínu, og falla því sólargeisl- arnir hér um bil þráðbeint niður. Hitinn er þó ekki eins mikill og ætla mætti, því að enginn lands- hlutinn er lengra en 70 mílur frá hafi, og þar blása Monsúnvindarnir. Norðaustan vindurinn, sem 19. JfJNl

x

19. júní

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.