19. júní - 19.06.1956, Qupperneq 29
innbyrSis ófriði, og það voru hinir ekki seinir að
nota sér, byggðu sér virki og lögðu undir sig
strandlengjuna og héldu henni að miklu leyti þang-
að til Hollendingar ráku þá burt 1658. Portúgalar
lögðu mikið kapp á að kristna þjóðina, og á þeirra
gamla yfirráðasvæði eru margir ennþá rómversk-
kaþólskir.
Hollendingar settu lög i landinu, seni mörg eru
enn í gildi, byggðu dómhallir og kirkjur, lögðu
vegi og gerðu skurði til að auðvelda verzlunina.
1796 skarst i odda með þeim og Englendingum og
lögðu Englendingar undir sig allar eignir þeirra.
f öll þessi ár, undir erlendum yfirráðum, var þó
einn landshluti, sem aldrei glataði frelsi sínu, það
var konungsdæmið Kandy. Þeim tókst að hrinda
öllum árásum, þangað til árið 1815, að Englend-
ingar náðu þeim undir sin yfirráð með samningi.
Stjórn Englendinga á Ceylon var að mörgu leyti
góð. Þeir byggðu skóla og kirkjur, lögðu vegi og
járnbrautir, ruddu frumskóginn og létu planta te,
kaffi og gúmmitrjám. Eftirspurn eftir cocoshnet-
um óx og lífskjör fólksins bötnuðu, þótt þau séu
ennþá léleg á okkar mælikvarða. Ceylonbúar eru
gáfaðir og fljótir að taka við nýjungum, og nú eru
flestir læknar, lögfræðingar og verkfræðingar inn-
fæddir menn.
Á árunum milli heimsstyrjaldanna urðu miklar
frámfarir á eyjunni. Ceylon varð fyrst af öllum
Asíuþjóðum til að veita konum og körlum almenn-
an kosningarétt, og 1948 var hún viðurkennd sem
frjálst samveldisland í brezka heimsveldinu. Þing
þeirra er sniðið eftir brezka parlamentinu.
FUNDURINN.
Fundurinn byrjaði með garðveizlu hjá formanni
Asiudeildar Y. N.A.W., frú Ezlynn Deranyagala,
Var ævintýri líkast að koma þangað, því að garð-
urinn var allur upplýstur, trén voru með marglit-
um ljósum og glitti á blómin rauð og gul á milli
ljósanna. Hringinn í kring og meðfram öllum
gangstígum voru ljós með stuttu millibili, þannig
að kókósolía er látin í örlitlar leirskálar og kveikur
settur í. Skiptu ljós þessi hundruðum. Formaður-
inn var áður búinn að segja mér, að stundum hefði
hún lítinn dreng til að kveikja aftur, ef slokknaði
á einhverri skálinni. En svo var kyrrt þetta kvöld,
að hann var atvinnulaus.
Formaðurinn og móttökunefndin tóku á móti
gestunum í anddyri hússins, sem var fagurlega
blómum skreytt. Þar afhenti ég gjöfina frá K.R.F.f.,
sem var fánastöng með landvættunum, og vakti
hún mikinn fögnuð, því að það var eina gjöfin,
sem félaginu var gefin. Seinna skrifaði ég eftir
beiðni upp fyrir hana hvað myndirnar á stönginni
táknuðu.
f garðinum var komið fyrir smáborðum og þar
svifu berfættir, hvitklæddir þjónar í sarong um, og
báru gestunum kaffi, te, kalda drykki og allskonar
sælgæti. Var það mjög skemmtilegt, að heilsa upp
á gamla kunningja frá fyrri fundmn í þessu ævin-
týralega umhverfi. Þegar við fórum stóðu lögreglu-
þjónar fyrir utan húsið til að stjórna umferðinni,
en bílarnir, sem við höfðum komið í, biðu allan
tímann.
Hátíðleg opnun fundarins fór svo fram daginn
eftir í kaþólskum skóla, sem lánaður var til funda-
haldanna. Salurinn var fagurlega skreyttm: með
fánum félagsins, pálmablöðum, kókóshnetum og
ljósum. Formaður E. G. og heiðursformenn tóku á
móti landstjóranum og borgarstjóranum í Colombo,
og þegar þau gengu inn í salinn dönsuðu litlir
drengir Kandy-dansa á undan þeim við trumbu-
slátt. Og á meðan á athöfninni stóð, stóðu tveir
trumbuslagarar, fagurlega búnir, sinn hvorum
megin við sviðið og börðu bumbur sínar þegar við
átti. — Landstjórinn hélt ræðu og talaði um það
mikla starf, sem Ceylonskar konur jrnnu fyrir land
sitt, og vænti hann þess, að þessi fundur yrði þeim
hvatning í starfi þeirra. — Borgarstjórinn bauð
fulltrúa velkomna til Colombo. Kvaðst hann hafa
verið hlynntur kvenréttindum allt frá stúdentsár-
um sínum. Lagði hann mikla áherzlu á það, hversu
nauðsynlegt það væri, að konur legðu fram krafta
sína þjóðfélaginu til heilla.
f svarræðu sinni gat formaður þess, að markmið
félagsskapar okkar væri það sama og birtist i mann-
réttindaskrá S. Þ. Hvort sem við kæmum frá austri
eða vestri, suðri eða norðri væru vandamálin í
grundvallaratriðum þau sömu, þótt við værum mis-
jafnlega langt á veg komnar með að leysa þau. Fé-
lagið hefði áhuga á að fjöldanum væri gefin kostur
á að leggja fram sinn skerf til velfarnaðar í þjóð-
félaginu. Yið trúum á réttmæti kröfunnar um jafn-
rétti kynjanna, ekki einungis frá sjónarmiði mann-
réttinda, heldur engu siður að ]tjóðfélögin, á þess-
um umrótatímum, vinni við að njóta samvinnu
kvenna og karla. En til þess að sú samvinna geti
tekizt vel, þurfa konur að njóta aðstoðar karl-
manna alveg eins og karlmenn þurfa aðstoðar
kvenna.
19. JÚNl
17