19. júní

Ataaseq assigiiaat ilaat

19. júní - 19.06.1956, Qupperneq 38

19. júní - 19.06.1956, Qupperneq 38
Jft . i L M, »1 1%; W 'jJI, % 1 | ‘J \ ié Svœfingarvél. (Sjá bls. 27). þegjandi á rúmbríkina, og loks kom bóndinn á bænum, ungur maður og ólundarlegur, og fekk sér sæti á stól við borðið, einnig án þess að mæla orð frá munni. Lestina rak Rauðskeggur okkar með stóran böggul í fanginu. Litla einmanalega stofan okkar var allt 1 einu þéttsetin fólki. A miðju gólfi var grammólinn á litlu borði, og við hlið þess stóð roskinn, lotinn maður með rautt skegg og upplitaðan hatt og var að losa seglgarn utan af stórum böggli í þykkum, brúnum umbúðapappír. Umbúðapappírinn var varlega tekinn af, og í ljós kom lítill hlaði af grammófcnplötum. Þetta var hátíðleg stund. Eftirvænting skein úr hverju andliti í stofunni, ekki sízt okkar, ókunnugu gestanna. Við heyrðum ekki lengur i straumþungri ánni, sáum ekki drung- ann úti fyrir. öll athygli okkar beindist að gramm- ólanum og manninum, sem var nú með stirðum fingrum að setja plötu á hann. Klunnalegir fingur festu varfærnislega nál í hljóðdósina, sveifinni var snúið nokkra snúninga og platan sett af stað. Nálin snart plötuna, og um leið bárust furðu- leg hljóð um stofuna. Bak við urg og sarg heyrðist 26 ógreinileg mannsrödd. Lagið var næstum óþekkj- anlegt — platan var stórskemmd. Ég leit á Rauðskegg. Þetta hlutu að vera sár vonbrigði fyrir hann. En hann var seztur á stól við borðið, kinkaði til mín kolli og einblíndi á nál- ina meðan hún færðist eftir plötunni. Er hún var á enda, var henni lyft varlega af, sett til hliðar og önnur plata sett á grammófóninn. Nálin nam næst- um við plötuna, er hann kippti hljóðdósinni upp aftur. „Ég var næstum búinn að gleyma að skipta um nál.“ Hann brosti afsakandi um leið og hann los- aði nálina, tók aðra úr lítilli öskju, sem geymd var í grammófóninum, og skrúfaði hana fasta í hljóð- dósina. Sama sagan endurtók sig — platan var jafnskemmd og hin fyrri, svo að lagið heyrðist varla. Þannig var hver platan spiluð af annarri. Við hlustuðum öll þegjandi. Gamla konan reri fram og aftur á rúmstokknum, börnin hölluðu sér að móðurinni, sem vaggaði litla barninu; það hafði sofnað vært, þrátt fyrir hin undarlegu hljóð. Og þrátt fyrir hin undarlegu hljóð hvildi hátið- leiki yfir stofunni, lítilli, hrörlegri stofu á af- skekktu heiðabýli, þar sem gamall maður var að spila á fornfálegan, hálfskemmdan grammófón, umkringdur af heimilisfólkinu og okkur, ókunn- ugu aðkomufólki, sem leitað hafði húsaskjóls tveim dögum áður gegn regni og roki. Klunnalegar hend- ur settu hverja plötuna af annarri á grammólann, itirðir fingur skiptu um nálar hverju sinni, sem ný plata var spiluð. Allar voru plöturnar skemmdar, en allir í stofunni hlustuðu hljóðir og stilltir. Uti fyrir grúfði grár himinn yfir eyðilegri náttúru, sem grammólinn með hljóðum sínum gerði óraun- verulega. Rauðskeggur var aftur farinn að vefja pappírn- um utan um plöturnar. Það kom hreyfing á fólkið, sem tíndist út úr stofunni, hljóðlega eins og það hafði komið. Rauðskeggur rak lestina með gramm- ólann og plöturnar, eftir að við höfðum þakkað honum með virktum fyrir þessa stund, sem við vissum að myndi okkur seint úr minni liða. Við vorum aftur ein í stofunni. Kyrrðin, eyðileikinn færðist yfir að nýju. Það hafði dimmt í lofti, og byrjað var aftur að rigna. Drophljóðin í stofunni hófust að nýju — á einum stað létt hljóð, ótt og títt, á öðrum stað láku þungir dropar með löngu bili, og þunglyndislegur árniður- inn í fjarska lék undir sitt einróma lag. 19. JtJNf
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

19. júní

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.