19. júní - 19.06.1956, Page 45
SVAFA ÞORLEIFSDÓTTIR:
Ingunn Jónsdóttir frá Kornsá
Aldarminning.
(Flutt i ríkisútvarpinu 31. júlí 1955).
Það ber alloft við, að minnzt er karlmanna, sem
á einn eða annan hátt hafa þótt bera af öðrum.
Hitt er fátíðara, að kvenna sé minnzt með sama
hætti, enda eru þau tiltölulega fá, kvennanöfnin,
sem skráð eru á söguspjöld íslenzku þjóðarinnar,
þótt vitað sé, að konur engu síður en karlar hafa
tekið þátt í því, sem gerzt hefur á liðnum öldum
og einnig hitt, að þær hafa borið sinn hluta erfið-
leikanna, þegar að hefur sorfið. En konurnar hafa
yfirleitt aðeins unnið „kyrrlátu, góðu störfin“,
eins og Þórhallur biskup Bjarnason komst eitt sinn
að orði. Þeirra verkahringur hefur verið innan
veggja heimilisins, og þaðan fara fáar sögur, sem
í letur eru færðar. Þarna hafa konurnar stritað og
stritt, hlúð að og annazt um uppvaxandi kynslóð-
ina og þar með i raun réttri lagt grundvöllinn að
framtíð þjóðarinnar. Fáum þeirra hefur enzt þrek
til frekari starfa. Flestar verið þrotnar að kröftum
að þessum störfum loknum, hafi þeim þá enzt
lengra líf. En svo undursamlegri lífsorku var hún
gædd konan, sem hér verður minnzt, að eftir að
hún hafði staðið í vafstri umfangsmikils sveitabú-
skapar og erfiði af uppeldi eigi allfárra barna,
vannst henni þrek til að inna af höndum ritstörf,
sem lengi mun á lofti haldið, ef að líkum lætur.
Þessi kona er Ingunn Jónsdóttir frá Kornsá.
Ingunn Jónsdóttir er fædd að Melum í Hrúta-
firði 30. dag júlimánaðar 1855. Foreldrar hennar
voru þau Jón bóndi Jónsson að Melum og Sigur-
laug Jónsdóttir kona hans. Höfðu forfeður Jóns
bónda í beinan karllegg þá búið að Melum að
minnsta kosti í 200 ár, en bæði voru þau hjónin
komin af merkum bændaættum i Húnaþingi. Á
heimili foreldra sinna ólst svo Ingunn upp og naut
þeirrar fræðslu og menntunar, er góð sveitaheim-
ili þeirra tíma veittu börnum sinum. Nokkur bóka-
kostur var á heimilinu og las Ingunn allt, er hún
náði til. Jón bróðir hennar, síðar prófastur að
Stafafelli, gekk menntaveginn, en las um tíma
heima. Fékk þá Ingunn nýjar bækur í hendur, auk
þess sem bróðir hennar veitti henni nokkra tilsögn
í dönsku og reikningi. Árið 1876 ræðst Ingunn til
ferðar austur að Bjarnarnesi í Hornafirði til þess
að standa fyrir búi Jóns bróður síns, sem þá var
orðinn prestur þar. Varð ferð þessi allsöguleg, eins
og siðar mun að vikið. I Hornafirði dvaldi Ingunn
næstu fjögur árin, og telur hún þau liafa verið
einhver beztu ár ævi sinnar. Er það og svo sem
að líkum lætur. Hún stendur þá í blóma æskimn-
ar og er i fyrsta sinni á ævinni fullkomlega sjálf-
ráð og ábyrg gerða sinna, auk þess sem hún
kynntist þar eystra nýju umhverfi bæði meðal
manna og eins hvað umhverfið snerti. Skömmu
eftir dvöl sina í Hornafirði fer hún utan, til Dan-
merkur fyrst, til að kynna sér þar smjörgerð og
osta, en dvelur að því búnu á stuttu námskeiði við
lýðháskólann Vilan í Svíþjóð. Alls mun hún hafa
dvalið erlendis um það bil eins árs tíma. Mun
för þessi jafnan hafa verið ljúf endurminning í
huga Ingunnar, enda án efa haft rík áhrif á hina
gáfuðu, ungu konu og leyst úr læðingi ýmislegt,
er i sál hennar bjó.
Árið 1883 giftist Ingunn Birni syni sr. Sigfús-
ar Jónssonar frá Reykjahlið, lengstum prests að
Tjörn á Vatnsnesi, og konu hans, Sigriðar Björns-
dóttur Blöndal. Bjuggu þau, Björn og Ingunn,
fyrstu þrjú árin að Hofi i Vatnsdal í Húnavatns-
sýslu, en fluttu þá að Grímstungu í sömu sveit.
Bjuggu þau þar í 13 ár, en fluttu vorið 1899 að
Kornsá í Vatnsdal. Bjuggu þau hjónin þar allan
sinn biiskap upp frá því eða til ársins 1925, er
þau brugðu búi, en við tók sonur þeirra, Runólfur.
Þá um haustið flutti Ingunn til Reykjavíkur til
Sigríðar dóttur sinnar, þar sem hún svo dvaldi
síðan til dauðadags, en hún lézt 9. ágúst 1947,
rúmlega 92 ára að aldri.
19. JtJNl
33