19. júní - 19.06.1956, Page 48
—
VILBORG DAGBJARTSDÓTTIR:
GLEÐI
Hamingjan fyllir hundraSföld
hugann fögrum vonum.
Pósturinn hérna kom í kvöld,
kom rneð bréf frá honum.
ÞORRAÞRÆLL
Þegar illur þorri fer,
þrengir nœturskugga.
Fylkir úfinn fœrSi mér
frosna rós á glugga.
\______________________________/
hún upp þann sið, að leggja blað og blýant á borðið
við rúmið sitt, er hún gekk til hvílu á kvöldin og
notaði svo andvökustundirnar til ritstarfa. Á þenn-
an hátt varð víst flest það til, er hún ritaði. Var
eigi ætlun hennar í fyrstu að 'láta koma á prent
það, sem hún skrásetti, heldur líklega fremur hitt,
að láta það iiggja sem handrit t. d. í Landskjala-
safninu til fróðleiks fyrir eftirkomendurna. En
fyrir atbeina dr. Sigurðar Nordal og fleiri góðra
manna fór þó handritið til prentunar. tJt kom svo
„Bókin mín“ á öndverðu ári 1926, og var höfund-
urinn þá á fyrsta árinu yfir sjötugt. Tilgangi sín-
um með bókinni lýsti Ingunn með vísu sr. Einars í
Eydölum:
Heilagur andi hvert eitt sinn
hefur það kennt mér, bróðir minn,
lífsins krydd, ef lítið finn,
að leggja það ekki í kistur inn.
Mjög var Ingunn hvött til að halda áfram rit-
störfum, enda hægara um vik fyrir hana eftir að
hún lét af búskap. Kom svo önnur bók hennar,
„Minningar“, út árið 1937, og hafði Ingunn þá
tvo um áttrætt. En jafnvel eftir þann tíma skrifaði
hún enn nokkuð. Birtust þeir kaflar í bókinni
„Gömul kynni“, ásamt efni fyrri bóka hennar,
„Bókin mín“ og „Minningar“. „Gömul kynni“
kom út árið 1946, ári áður en Ingunn dó.
Eins og kunnugt er lilutu bækur Ingunnar á
Kornsá ágæta dóma hinna ritfærstu manna þjóð-
arinnar. T. d. sagði dr. Sigurður Nordal meðal
margra annara lofsamlegra orða: „Hún (þ. e. Bók-
in mín) er sönn, einlæg, blátt áfram, skemmti-
leg, spakleg“. Sigfús Halldórs frá Höfnum kvað
svo fast að orði um sömu bók: „Það þarf ekki lang-
ar forsendur að því, að þessi bók er svolítið meist-
araverk“. Jóhannes úr Kötlum ritaði meðal ann-
ars um „Minningar“ Ingunnar þetta: „Eins og áð-
ur hjá þessum höfundi, er það hinn hlýi, kyrrláti
andi mæðra vorra, sem svífur yfir þessari bók, —
manni verður einkennilega notalegt í skapi, eins og
hin aldna kona sitji við hlið manns í skammdegis-
rökkrinu og dragi dýrgripi reynslu sinnar upp úr
djúpi liðinnar ævi“. Einhver ónafngreindur skrif-
aði í blaðið „Tímann" ásamt mörgum fleiri sterk-
um lofsorðum um bækur Ingunnar: „Ég hygg, að
ekki sé til önnur verðmætari Islandssaga en ein-
mitt þessar bækur, það sem þær ná“. Sigurður
Guðmundsson skólameistari sagði í bréfi til S. H.
frá Höfnum: „Afskaplega þótti mér gaman að
„Minningum11 Ingunnar frá Kornsá. Þær rifjuðu
svo margt upp fyrir mér, sem móðir mín kenndi
mér á æskudögum mínum og sagði mér frá fólki
og hefðarmönnum í Vatnsdal og Þingi. Þær
minntu mig á vísur, sem hún kenndi mér, og mér
hafa eigi komið í hug milli 40 og 50 ár. Málfar
og skýrleiki hennar er hvort tveggja í bezta lagi.“
Enda þótt ummæli þessara manna séu sam-
hljóða um ágæti þess, er Ingunn ritaði, er hér í
engu of mælt. Getur hver maður sannfærzt um það
sjálfur, er bækur hennar les. Ósjálfrátt verður
manni að hugsa: „Hvað veldur því, að bækur Ing-
unnar frá Kornsá eru svo ágætar, sem raun ber
vitni?“ Jóhannes úr Kötlum segir á einum stað í
ritdómi sínum um „Minningar11: „Hún lítur jafn
vingjarnlega til beggja, Blöndals sýslumanns og
Magnúsar „blessaða11, og því verður öll frásögn
hennar svona hugnæm, að æðasláttur hins stríð-
andi lýðs niðar þar á bak við“. Mér er nær að
halda, að liér sé svarið við spurningunni. Ekkert
mannlegt var Ingunni óviðkomandi. Sérhver
mannssál, jafnt barnsins sem hins fullþroska
manns, umkomuleysingjans engu síður en hins,
sem hærra var settur, átti rétt til þess, að sam-
ferðamennirnir gerðu sér far um að skilja hana.
Ingunni var sú list lagin, að íhuga og meta og
byggja dóma sína á rólegri yfirvegun, en ekki
augnabliksáhrifum. Þess vegna er það, sem hún
ritaði svo hugðnæmt og satt, og hún sjálf er hin
spakvitra, umburðarlynda og æðrulausa kona í
minningu allra þeirra, sem gæfu báru til að kynn-
ast henni í lifanda lífi.
36
19. JÚNl