19. júní


19. júní - 19.06.1969, Side 10

19. júní - 19.06.1969, Side 10
mætti ég sem fulltrúi félagsins á Þingvallafundi Kvenréttindafélagsins 1944. Það var ógleymanleg- ur fundur. Lýðveldishátiðin nýafstaðin, fögnuður og vor í lofti, og féll í Ijúfa löð að gera Kven- réttindafélagið að landsfélagi, en á því höfðu ver- ið ýmsir örðugleikar áður. Um haustið gekk ég svo auðvitað í félagið. Formaður þess var ég svo frá 1947 til 1964, en varaformaður 1946—47. Fyrsta trúnaðarstarf mitt var að fara sem fulltrúi félagsins á 75 ára afmæli Dansk Kvindesamfund og á fund Norræna kvenréttindasambandsins, sem haldinn var samtímis. Eftir það fór ég á hvern einasta fund Alþjóðakvenréttindafélagsins, sem haldinn er þriðja hvert ár víðs vegar um heim, og var í stjórn þess um skeið. Enn fremur í stjórn Krabbameinsfélagsins frá stofnun og í stjórn sam- takanna „Vernd“. Átti sæti í framkvæmdastjóm Hallveigarstaða, og síðustu árin, sem stjómin starf- aði, var ég formaður hennar, þar til byggingu Hallveigarstaða var lokið og hún afhent hinum þremur aðildarfélögum." Sigríður J. Magnússon var löngum ritstjóri eða í ritstjóm „19. júní“, blaðs K.R.F.I., og síðustu fjögur árin, sem hún var ritstjóri þess, var ég í ritnefndinni með henni þar og kynntist henni að öllu góðu og þeirri glaðværð, sem gerði allt sam- starf skemmtilegt, frjálst og eðlilegt. Það var blátt áfram gaman að geta unnið að því, að blaðið jTði sem bezt úr garði gert. Þá má ekki gleyma gest- risni hennar heima hjá henni, þar sem oftast varð að vera vinnustaðurinn, og því góða kaffi, sem alltaf var framreitt þar. Nú þegar frú Sigríður er að eigin ósk hætt störfum við ritstjórn „19. júní“, skal henni þakkað mikið og óeigingjarnt starf, hug- kvæmni og árvekni við að gera þetta eina málgagn K.R.F.I. svo vel úr garði, að margir útlendingar, sem ég hef sent það, hafa lokið á það miklu lofs- orði. Að lokum segir frú Sigríður: „Ég hef alltaf kunnað vel við mig hér í Reykjavík, en þó em það tveir aðrir staðir, sem togast á í huga mínum, hraunið, vatnið og hlíðin á Vífilsstöðum og fjöll- in í Arnarfirði. Þótt ég hafi víða farið um ævina, hef ég hvergi séð þeirra líka.“ Og hér með óska ég henni allra heilla. Sigr. E. Guðrún P. Helgadóttir, skólastjóri, varði í des- ember s. 1. doktorsritgerð sína um Hrafns sögu Sveinbjarnarsonar við háskóla í Oxford. Dr. Guð- rún er þekktur kennari og íslenzkufræðingur og hefur verið skólastjóri Kvennaskólans í Reykjavík s. 1. 10 ár. Guðrún er fædd 19. apríl 1922, dóttir Helga Ingvarssonar yfirlæknis á Vífilsstöðum og konu hans Guðrúnar Lámsdóttur. Lauk B.A.-prófi í ís- lenzku, ensku og heimspeki við Háskóla Islands 1949. Hún var ritstjóri „19. júní“ árið 1958 til 1963 og gegndi því starfi með ágætum. Bækur hennar, Skáldkonur fyrri alda, eru mörgum kunn- ar, einnig Sýnisbók íslenzkra bókmennta, sem hún vann að með dr. Sigurði Nordal og manni sínum, Jóni Jóhannessyni, prófessor. Blaðið óskar Islandi til hamingju með hinn nýja doktor, og Guðrúnu P. Helgadóttur með þessa miklu viðurkenningu. H. G. 8 19. JÚNÍ

x

19. júní

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.