19. júní


19. júní - 19.06.1969, Page 14

19. júní - 19.06.1969, Page 14
Rjómabústýra hjá baróninum á Hvitárvöllum Rætt viö eina nemandann, sem enn er á lífi, írá mjólkurskólanum á Hvanneyri áriö 1901, fru Helgu Björnsdóttur á Hagamel 15. t „Kvennablaðinu“ árið 1898 er þess getið, að nú hafi fyrsta íslenzka stúlkan lokið háskólaprófi i málum, en þrjár aðrar hafi byrjað bóklegt nám, að vísu muni tvær hættar aftur, sökum lasleika í höfði. Þessi frétt varpar ögn af ljósi á ástandið í mennta-málum kvenþjóðarinnar á þessum tima. Fáeinir kvennaskólar, þar sem hannyrðir voru mikill þáttur kennslunnar, voru þó komnir á stofn, mest fyrir ódi'epandi áhuga kvenna eins og Þóru Melsted og Elinar Briem. Það var rætt í blöðum, hvort konur þyrftu í rauninni nokkra menntun. Jafnvel bústjórn, aðalævistarf flestra, þótti varla vert að kenna. Elin Briem barðist fyrir að koma upp hússtjórnarskóla i Beykjavik, þar sem einkum væri veitt tilsögn í matreiðslu og sótti í því skyni um opinberan styrk til alþingis. En mörgum þing- mönnum þótti það heimskufyrirtæki og báru ýmsu við, til dæmis þvi, hver ætti að torga öllum matn- um, sem búinn yrði til á slíkum skóla! Elin gafst ekki upp. Hún beið ekki eftir þing- styrknum, útvegaði sér lán og tók á leigu húsnæði Gamla steinhúsiS á Hvítár- völlum, sem Andrés Fjeld- sted byggSi, meS timbur- viSbyggingu, þar sem bar- óninn bjó. 12 Eftir vatnslilamynd Collingwoods 19. JÚNÍ

x

19. júní

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.