19. júní


19. júní - 19.06.1969, Page 15

19. júní - 19.06.1969, Page 15
í Iðnaðarmannafélagsliúsinu (Iðnó), sem þá var nýbyggt og þótti höllu likast. Skyldu námsmeyjar selja þar fæði, taka „kostgangara“. Salarkynni hússins voru hentug fyrir samkvæmi, svo sem af- mælis- og hrúðkaupsveizlur, og sáu námsmeyjar um veitingar. Enn fremur báru þær kaffi og kök- ur, sem þær auðvitað hökuðu sjálfar, fyrir gesti á leiksýningum Leikfélags Reykjavikur. Fyrri hluta vetrar sóttu skólann mest stúlkur af Austurlandi, seinni hlutann af Vesturlandi. Að minnsta kosti er ein af námsmeyjunum frá 1898 enn á lífi, Helga María Björnsdóttir frá Svarfhóli í Stafholtstungum, og skortir nú einn í nirætt. Helga er grönn og kvik og verður ung í annað sinn, þegar hún hugsar til námsáranna um alda- mótin. „Mér fannst elcki mikið að fara suður um miðj- an vetur, ríðandi með póstinum í rigningu fyrir Hvalfjörðinn endalausan og veglausan. Við vorum þrjá sólarhringa að potast alla leið. Það var margt að læra í skólanum, og ágætur kennari. Forstöðukona var Fridrika Briem, sem leit sérstaklega vel eftir því, að við legðum fallega á borðin. Nokkrar brúðkaupsveizlur voru haldnar. Við fengum að skreppa á leiksýningarnar, ef ekki var fullt. Og af því að ég var yngst og höfð í snún- inga, kom það í minn hlut að færa leikstjóranum, Indriða Einarssyni, te, þegar hann var að stjórna æfingum. Næsta vetur fór ég aftur suður að læra dönsku og ensku, og hjó þá hjá Leopoldine og Halldóri Kr. Friðrikssyni yfirkennara. Ég komst á eitt geysifint embættismannaball á Hótel Island, af því að ég bjó í svona fínu húsi. Þar komu Hannes Hafstein og frú Ragnheiður. Hún var í gulum silkikjól, skó- síðum, og aldrei í þau sjötíu ár, sem síðan eru liðin, hef ég séð eins glæsileg hjón. Töfrandi fall- legur franskur barón lék á selló fyrir dansi. Það hljóðfæri hafði ekki þekkzt hér fyrr.“ Þótt ungu borgfirzku stúlkunni þætti sem hún hefði aldrei komið á glæsilegra mannamót, mun haróninn, sem á selióið lék, einhvern tíma hafa séð annað eins. Hann hafði leikið í einkasamkvæmi hjá Bretadrottningu. Og eitt sinn hafði hann ætlað að halda opinbera tónleika þar í landi. Allir mið- ar voru seldir, þegar listamanninum varð skyndi- lega hugfall. Llann kvaddi tónlistina í bili og sneri sér að umfangsmiklum fjármálaframkvæmdum. Og nú var liann kominn til Islands. Þetta var í sannleika óvenjulegur maður. Hann lærði íslenzku á örskönnnum tíma, var mikill vin- ur Einars Benediktssonar skálds og deildi með hon- um sýninni um gullið, sem mundi flæða yfir hina köldu eyju. Hann var fullur af framfarahug fyrir íslands liönd, og það var ótrúlegt, hve fljótur hann var að átta sig á öllu, sem til umbóta horfði. Aðal- áhugamál hans var að stofna útgerðarfélag, sem ræki ekki færri en 16 togara. En meðan hann ynni að framgangi þess, gerði hann umfangsmikla land- búnaðartilraun. Hann keypti Hvítárvelli, eina heztu jörðina í Borgarfirði, en byggði jafnframt stærsta fjós á íslandi fyrir fjörutíu kýr í Reykja- vík, þar sem nú heitir Barónsstígur. Til heyflutn- inga þarna á milli fékk hann sér mótorbát, sem gekk upp Hvítá, og hafði þess háttar farkosti ekki fyrr verið siglt á íslenzku fljóti. En mjólkurpottinn var ekki hægt að selja dýrar en fyrir 15 aura á þeirri tíð, og leið ekki á löngu, fyrr en baróninn neyddist til að selja fjósið á helmingi lægra verði en byggingarkostnaði svar- aði. Flutti hann kýrnar upp að Hvítárvöllum og ákvað að setja þar upp rjómabú. 19. JÚNÍ 13

x

19. júní

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.