19. júní

Ataaseq assigiiaat ilaat

19. júní - 19.06.1969, Qupperneq 31

19. júní - 19.06.1969, Qupperneq 31
entaskóli muni ráða bót á „stórri vanrækslusynd menntaskólanna, sem fyrir eru, að því er varðar hinar sérstöku menntunarþarfir kvenna“. Minnihlutamennirnir sjá konuna greinilega fyrst og fremst innan veggja heimilisins, en sé hún þar ekki, skín í hana við ritvélina í einhverri undir- tyllustöðu. Og víst er það, að sérstakur mennta- skóli fyrir konur mun fremur stuðla að óbreyttri stöðu kvenna í þjóðfélaginu, viðhalda þeirri stöðu, sem við kvenréttindakonur erum ekki ánægðar með og viljum breyta. Ég viðurkenni ekki, að til eigi að vera sérstakar námsgreinar við hœfi kvenna í menntaskólum og kannast ekki við neinar vanrækslusyndir þeirra skóla, sem bitna fremur á stúlkum en öðrum nem- endum. Hér er ef til vill átt við vélritun, sauma- skap og matseld. Sé svo, er því til að svara, að vélritun eiga menn að vera búnir að læra, þegar að menntaskólastiginu kemur, en hin hversdags- legu heimilisstörf má læra á námskeiðum eða í heimahúsum og það mál kemur ekki mennta- skóla við. Það er aftur á móti rétt, að menntaskólarnir taka ekki tillit til þess, að flestar stúlkur verða mæður, en þeir taka heldur ekki tillit til þess, að flestir piltar verða feður. Þetta mættu þeir þó hvort tveggja gera með því að kenna sálar- og upp- eldisfræði og það einmitt í samskóla. Einnig mættu menntaskólarnir taka tiliit til þess, að allir verða nemendur þeirra fólk, sem lifir í samfélagi við annað fólk, og það mætti gjarnan auka á skilning þeirra á því samfélagi með bættri kennslu í þjóð- félagsfræðum, auk þeirrar siðfræði, sem samskipti manna ættu að grundvallast á. Kvennaskólinn í Reykjavik er gömul og merk stofnun og sjálfsagt er kominn tími til að breyta henni á einhvern hátt. Ég veit, að skólastjóri hans er mikilhæf kona og hefur ekki síður náð árangri sem kennari drengja en sem kennari stúlkna. Ég vildi mjög gjarnan sjá hana sem rektor mennta- skóla. Og því ekki að breyta Kvennaskólanum í Reykjavík í almennan menntaskóla, sem bæði pilt- ar og stúlkur ættu jafnan aðgang að? Sigríður Einars: E I M Y R J A SlokknaSur eldur — hvorki logi sem brennur né leiítur af báli áSeins móaska ylvolg og mjúk sem felur ósýnilega eimyrju. Það er á okkar valdi Það er á valdi okkar kvenna að spara erlendan gjaldeyri og efla atvinnulíf í landinu. Á hvern hátt? munu margir spyrja. Með þvi að kaupa ís- lenzkar framleiðsluvörur, sem eru jafn góðar þeim innfluttu, og í mörgum tilfellum eru þær betri. Ég kom í stóra kvenfataverzlun um daginn og skoðaði kápur. Mér leizt bezt á eina tegundina og spurði afgreiðslustúlkuna, hverrar þjóðar flikin væri. Hún svaraði: „Hún er bara íslenzk.“ Þetta þótti mér undarlegt svar, mér fannst stúlkan hálf- afsakandi yfir því, að þarna skyldi vera íslenzkur fatnaður á boðstólum. Sá hugsunarháttur hefur því miður verið alltof algengur hér á landi, að allt væri betra, sem flutt væii inn frá iVllöndum. Þess vegua hafa íslenzkir iðnrekendur stundum gripið til þess ráðs að nefna framleiðsluvörur sínar er- lendum nöfnum, til þess að villa um fyrir kaup- endum og gera vöruna þannig seljanlegri. Þetta ættu iðnrekendur ekki að þurfa að gera. Yið ætt- um að vera stoltar yfir því að geta keypt innlend- ar vörur, sem í mörgum tilvikum eru betri, smekk- legri og jafnvel nú á seinni tímum ódýrari. Mikill hluti af tekjum lieimilanna fer í gegn um okkar hendur, og vitanlega er það okkur metn- aðarmál að gera sem hagstæðust innkaup. Ef við getum sameinað eigin hagsmuni og þjóðarhag, þá getum við verið ánægðar. Konur, hvar sem við erum búsettar á landinu, sameinumst um að efla íslenzkan iðnað. Það er þjóðarhagur. L. J. 1 9. JÚNÍ 29
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

19. júní

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.