19. júní


19. júní - 19.06.1969, Síða 34

19. júní - 19.06.1969, Síða 34
Málfríður Einarsdóttir SPÁSÖGN „Lífi'5 er sem Ijós í grœnum skógi, Ijós á jördu fjöllum soe og himni, grónar rœtur greinar kvistir renglur, gegnumskinin blöð í hárri krónu, rauðu hvítu heiÖu sólarljósi.“ Hér er þáð sem lífið á sér upptök. Hér er það sem lífið á sér aldur. he manteia Þessa birtu œtla ég að erfa og við henni báðum höndum taka. Karin Boye: DIMMLEITIR E N G L A R. Dimmleitir englar stafa bláu bliki, og haddur þeirra líkist sjávarsorta, þeir kunna svar við hverri þinni spurn, og vita hvar á dauðans dökku móðu var spöngin fyrrum lögð í Ijóssins heim, og þekkja allra sálna samastáð, og eiga sjálfir heima í björtu húsi, í föðurhúsi heitnu eftir þeim. MálfrítSur Einarsdóttir Jtýddi. Mjöll Snæsdóttir EFTIR HEIMSENDI. Blind stara húsin á okkur gegnum málmlitáða skimu þess morguns, sem við vœntum ekki. í!r rökkri í rökkur hverfist jörðin án þess að þarfnast okkar. Við fædd til að hlusta strjúkum hina hinztu nótt af enni okkar og rísum til okkar völtu tignar með bleikt hár og eggjar í augum. Og við gröfum upp úr öskunni það sem ekki brann og höldum áifram. K V E Ð J A. Jörðin hefur talað við mig grœnni rödd sinni og andað kyrrð á augu mér. Blásið burt hryggðinni af vöngum mínum og breitt yfir mig brúnt teppi úr mold. 32 19. JÚNÍ

x

19. júní

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.