19. júní


19. júní - 19.06.1969, Síða 36

19. júní - 19.06.1969, Síða 36
Formannaskipti í Kvenréttindafélagi íslands Lára Sigurbjörnsdóttir var kosin formaður K.R.F.l. 1964. Eftir nýjum félagslögum á kosning formanns að fara fram eftir en ekki fyrir lands- fund eða fulltrúaráðsfund, og var því á aðalfundi formannskjör. Lára Sigurbjörnsdóttir baðst þá ein- dregið undan kosningu. Hún var búin að vera for- maður í 5 ár, og áður varaformaður í 11 ár og ritari í 4 ár, eðta samtals 20 ár í stjórn félagsins. A siðasta ári — 1968 — reyndi hvað mest á stjórn- arhæfileika og dugnað Láru, en þá var að loknum landsssfundi félagsins haldinn fundur norrænna kvenréttindafélaga á Þingvöllum. Á fundinum og eftir hann hlaut Lára verðskuldað lof hinna er- lendu fulltrúa fyrir formanns- og fararstjórnar- hæfileika. Lára hefur einnig starfað í ýmsum öðr- um félagsskap af miklum áhuga. 19. júní þakkar Láru Sigurbjörnsdóttur áhuga hennar og gott sam- starf við útbreiðslu og dreifingu blaðsins. Sigurveig Guðmundsdótlir, kennari og húsmóðir í Hafnarfirði, var kosin formaður Kvenréttinda- félags fslands á aðalfundi 12. marz 1969. Hún var í stjórn félagsins 1964 til 1968. Á landsfundi 1964 var hún kosin i útgáfustjórn 19. júní, og á lands- fundi 1968 í útvarpssnefnd, en var áður varamað- ur. 19. júní óskar Sigurveigu Guðmundsdóttur allra heilla í hinu umfangsmikla starfi hennar sem for- inaður K.R.F.Í. og væntir alls góðs í samvinnu við hana á ókomnum árum. 34 1 9. JÚNÍ

x

19. júní

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.