19. júní


19. júní - 19.06.1969, Page 39

19. júní - 19.06.1969, Page 39
un, öðlast konur engan aðgang að embættum né heldur rétt á að njóta góðs af styrktarfé því, er hingað til hefur ákveðið verið námsmönnum við presta- og læknaskólann. Konur mega heldur ekki stiga í stól- inn, þótt þær njóti kennslu í prestaskólanum eða hafi gengið undir próf það í guðfræði, er um getur í 2. grein." (Stjórnartiðindi). IIIII7 Bríet Bjarnhéðinsdóttir heldur fyrirlestur opinberlega 30. des. 1887. Fyrirlesturinn gefinn út á prenti 1888. 1UI19 Kvenrjafræðarinn — 370 blaðsiðna bók um heimilis- störf og matargerð — eftir Elinu Jónsdóttur Briem, forstöðukonu Kvennaskólans á Ytri-Ey i Húnavatns- sýslu, gefinn út i Reykjavik 1889. (4. útgáfa 1911). — Camilla (Stefánsdóttir) Bjarnarson (Torfason síðar) tók stúdentspróf í Kaupmannahöfn árið 1889 og ári síðar cand. phil. próf við Hafnarháskóla. (Melkorka 1960, 1. liefti 16. árg., grein eftir Ragnheiði Guð- mundsdóttur, lækni). 1U90 Ölafia Jóhannesdóttir gengur undir fjórðabekkjarpróf í Latínuskólanum. Var fyrst synjað um það, þrátt fyrir lögin 1886. Sótti um að taka stúdentspróf eftir eitt ár, en var synjað um það. Nafn Úlafíu finnst ekki i skólaskýrslum hins lærða skóla. (Ólafía Jóhannes- dóttir — Rit I, bls. 114—117, og Hannes Þorsteins- son — Endurminningar . . . 1962, bls. 152). IH94 8 konur í Reykjavík boða til fundar 26. janúar 1894 til þess að koma á samskotum til styrktar háskóla á Islandi. Um 200 konur úr Reykjavík og af Seltjarnar- nesi komu á fundinn. Þessi fundur var upphaf Hins íslenzka kvenfélags, sem hafði réttindamál kvenna aðallega á stefnuskrá. Þorbjörg Sveinsdóttir ljósmóðir var lífið og sálin í félaginu, en Ólafia Jóhannesdóttir var hennar önnur hönd. (Nýtt Kvennablað 1944, 5. árg., 4. tbl., grein eftir Ragnhildi Pétursdóttur og Ólafiu Jóhannesd. — Rit I, bls. 25, og neðanmáls á bls. 137). 1095 Tvö kvennablöð hefja göngu sina 1895: Framsókn á Seyðisfirði 8. janúar. Ritstjórar Sigríður Þorsteinsdóttir og Ingibjörg Skaptadóttir. KvennablaSiS í Reykjavík 21.febrúar. Ritstjóri Briet Bjarnhéðinsdóttir. 1097 Fyrsta kona á íslandi tekur burtfararpróf í Lærða- skólanum í Reykjavik. 1 skólaskýrslu fyrir skólaárið 1896—97 segir svo: „í desember mánuði var yngis- mey Elínborgu Jakobsen, dóttur skóara J. Jakobsens (fæddri í Reykjavik 10. okt. 1871), veitt inntaka í 6. bekk skólans af stiftsyfirvöldunum samkvæmt bréfi ráðgjafans fyrir Island, dags. 10. nóv. 1896.“ Stú- dentsprófinu lauk hún 30. júní 1897, en 4. bekkjar- próf tók hún í júní mánuði 1894. 1090 Fyrstu lærðu lijúkrunarkonurnar á Islandi, sem um er vitað, útskrifast frá Diakonissestiftelsen í Kaup- mannahöfn: Guðný Guðmnudsdóttir og Kristín Hall grimsdóttir. Ársskýrsla Diakonissestiftelsen 1898, bls. 16: „De to förste islandske elever, som vare uddannede paa Dia- konissestiftelsen, Kristin Hallgrimsdatter og Gudny Gudmundsdatter, rejste hjem i Efteraaret og begyndte Pleje paa det nye Spedalskhedshospital i Reykjavik stralcs ved dets Aabning i Okt. 1898;.......“ 1900 Ný hjúskaparlög. Gift kona fær að ráða yfir eigin tekjum og séreignum sinum. Að öðru leyti hefur bóndi einn umráð yfir félagsbúinu. (Lög nr. 3 12. jan. 1900 um fjármál hjóna. — Stjórnartiðindi). 1902 Kjörgengi til sveitarstjórna og sóknarnefnda fá nú þær konur, sem fengu kosningarrétt samkv. lögum 12. maí 1882. (Lög 6. nóv. 1902 — Stjórnartíðindi). 1904 Konum leyfð innganga í Menntaskólann i Reykjavik með reglugerð um skólann 9. sept. 1904, 3. grein: „Þegar því veiúur við komið, skal skólinn vera sam- skóli, jafnt fyrir stúlkur sem pilta.“ (Stjórnartíðindi). Laufejr Valdimarsdóttir (dóttir Brietar Bjarnhéðins- dóttur) sezt í skólann strax sama haust og lýkur stú- dentsprófi 1910. (Skólaskýrslur Hins almenna menntaskóla í Reykjavik). 1905 Stofnaður lýðháskóli að Hvítárbakka i Borgarfirði. Skólinn er samskóli, jafnt fyrir stúlkur sem pilta. Samkennsla í öllum námsgreinum nema leikfimi. Allt að einn þriðji hluti nemenda var að jafnaði stúlkur. (Hvitárbakkaskólinn — saga lians og starf eftir Sigurð Þórólfsson 1920). 1906 Björg Þ. Blöndal skrifar í des. 1906 grein um Barns- mœSur, er birtist í Skírni 1907. Rekur hún sögu rétt- arstöðu ógiftra mæðra og barna þeirra á Islandi og á Norðurlöndum. 1907 27. janúar 1907 stofnar Briet Bjarnhéðinsdóttir Kven- réttindafélag Islands. Sama ár flytur Guðrún Péturs- dóttir tillögu um réttindi óskilgetinna barna og mæðra þeirra á fundi i júnímánuði. (40 ára afmælisrit KRFl). — Konur í Reykjavik og Hafnarfirði fá kosningarrétt og kjörgengi til bæjarstjórnarkosninga með sömu skil- yrðum og karlmenn með lögum frá 22. nóv. 1907. (Rvik nr. 86 og Hf. nr. 75. — Stjórnartíðindi). 1900 Mesti pólitíski sigur íslenzkra kvenna; Kvennalisti til bæjarstjórnarkjörs í Reykjavik 24. janúar 1908 var kosinn með öllum 4 konunum sem á honum voru. 50% af konum á kjörskrá i Reykjavik tóku þátt i kosningunum og 58% af þeim kaus kvennalistann. (40 ára afmælisrit Kvenréttindafélags Islands — 1947 og Isafold 25. jan. 1908). — Ungmennafél. Islands sendi frá II. sambandsþingi sínu áskorun til Alþingis um m. a. að Iækka kosningar- réttaraldur og að veita konum jafnrétti við karlmenn. (Ungmennafélög íslands 1907—1937. Utg. 1938). — Halldóra Bjarnadóttir verður fyrsti skólastjóri við næststærsta barnaskóla landsins — á Akureyri — eftir að skólaskylda kemst á með lögum 22. nóv. 1907. (Kennaratal á íslandi). 1909 Lög nr. 35 30. júlí 1909 um stofnun háskóla, 17. grein: „Hver sá, kona sem karl, er lokið hefur stúdentsprófi við hinn almenna menntaskóla eða annan lærðan skóla honum jafngildan, á rétt á að vera skrásettur háskólaborgari .............“ (Stjómartíðindi). 1911 Lög nr. 37 11. júlí 1911 um rétt kvenna til embættis- náms, námsstyrks og embætta hljóða svo: „l.grein. Konur eiga sama rétt eins og karlar til að njóta kemtslu og Ijúka fullnaóarprófi í öllum menntaskól- um landsins. — 2. gr. Konur eiga sama rétt eins og karlar til hlutdeildar í styrktarfé þvi, sem veitt er af 1 9. JÚNÍ 37

x

19. júní

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.