19. júní

Ataaseq assigiiaat ilaat

19. júní - 19.06.1969, Qupperneq 40

19. júní - 19.06.1969, Qupperneq 40
opinberum sjóðum námsmönnum við æðri og óæðri menntastofnanir landsins. — 3. gr. Til allra embœtta hafa konur sama rétt og karlar, enda hafa Jtær og í öllum greinum, er að embættisrekstri lúta, sömu skyldur og karlar.“ (Stjórnartiðindi). 10J4 Verkakvennafélagið Framsókn stofnað í Ileykjavík 25. okt. 1914 (25 ára afmælisrit félagsins og 50 ára afmælisrit). 1915 Islenzkar konur og hjú fá kosningarrétt til Alþingis með stjórnskipunarlögum nr. 12 19. júni 1915 miðað við 40 ára aldur, en siðan skyldi lækka aldursmarkið um eitt ár næstu 15 ár. (Stjómartiðindi). 1917 Bandalag kvenna í Reykjavik stofnað vorið 1917 (19. júní, nóv. 1917). — Hjón eru jafngildir lögráðamenn ósjálfráða barna sinna samkv. lögum um lögræði nr. 60 14. nóv. 1917. Óskiigctnu barni ræður móðir. (Stjórnartiðindi). — Mánaðarblaðið 19.júní hefur göngu sina í júlí 1917. Ritstjóri er Inga Lára Lárusdóttir. 1919 15. grein laga um skipun barnakennara og laun þeirra, nr. 75 28. nóv. 1919 er svo hljóðandi: „öll ákvæði um kennara í lögum þessum eiga og við kennslukonur“. (Stjórnartíðindi). 1920 Með stjórnarskrá konungsrikisins Island, lög nr. 9, 18. mai 1920, og lögum nr. 12 sama dag um breyt- ingar á lögum frá 1915 um alþingiskosningar, fá ís- lenzkar konur og hjú full pólitisk réttindi 25 ára. (Stjórnartiðinndi). 1921 Öskilgetin börn fá erfðarétt eftir föður og föður- frændur með lögum um afstöðu foreldra til óskilget- inna barna, nr. 46, Si7. júní 1921, 36. grein. (Stjórn- artíðindi). — 1 lögum um lífeyrissjóð embættismanna og ekkna þeirra, nr. 51, 27. júní 1921, 12. grein, segir svo: „Ekkill konu, sem hefur gegnt embætti, hefur sama rétt til lífeyris úr sjóðnum sem ekkja embættis- manns, með öllum sömu takmörkunum.“ Sams konar ákvæði eru í lögum nr. 30 sama dag um lífeyrissjóð barnakennara og ekkna þeirra. (Stjórnartiðindi). 1922 Ingibjörg H. Bjamason, skólastjóri Kvennaskólans í Reykjavík nær kosningu við alþingiskosningarnar 1922. Fyrsta kona á Alþingi. 1925 Ný lög um fjármál hjóna. Sameignarreglan afnumin og lijúskapareignaregla upptekin, en jafnskiptireglu við hjúskaparslit haldið. Lög nr. 20, 20. júni 1923 um réttindi og skyldur hjóna. (Stjórnartíðindi). — Fyrsti landsfundur Kvenréttindafélags Islands hald- inn 7.—12. júni. 60 konur viðsvegar að af landinu koma til fundar í Reykjavík. (40 ára afmælisrit KRFl — 1947). — Katrin Thoroddsen fyrsta kona héraðslæknir á Islandi — i Flateyrarhéraði. 1926 Björg Þorláksdóttir Blöndal ver doktorsritgerð við Sorbonne háskólann í Paris 17. júní 1926. (Tók stú- dentspróf í Kaupmannahöfn 1901 og cand. phil.-próf við háskólann árið eftir). (Melkorka 1960, l.hefti 16. árg., grein eftir Ragnheiði Guðmundsdóttur lækni)- 19211 Dr. Björg Þorlákssdóttir Blöndal stofnar félag há- skólakvenna á Islandi 7. apríl 1928. (Melkorka 1960, 1. hefti 16. árg., grein eftir Ragnheiði Guðmunds- dóttur). — Mæðrastyrksnefnd stofnuð að tilhlutan Kvenréttinda- félags Islands 20. april 1928. (40 ára afmælisrit K.R.F.I. — 1947). 1929 Mánaðarblaðið 19.júní hættir útkomu i árslok 1929. Blaðið var málgagn kvenréttindabaráttunnar um 121) árs skeið undir forustu Ingu Láru Lárusdóttur. 1930 Kvenfélagasamband Islands stofnað í Reykjavik i jan- úarmánuði. (Grein eftir Svöfu Þórleifsdóttur í Nýju Kvennablaði 1943, 5. tbl.). — Landspitalinn tekur til starfa. Islenzkar konur áttu drjúgan þátt í því að spítalinn komst upp. Idófu fjár- söl'nun til hans í tilefni stjórnmálaréttinda sinna 19. júní 1915. 19. júní var hátíðar- og fjáröflunardagur kvenna fyrir Landspítalasjóðinn. (1 19.júní er meira og minna í hverjum árg. um Landspitalasjóðinn og Landspítalann frá l.blaði 1917 til siðasta blaðs í des. 1929). 1933 Ásta Magnúsdóttir verður rikisféhirðir. — Kvenna- samtökin í landinu sendu áskorun til ríkisstjórnar- innar um að veita henni embættið. (19. júní 1952 við- töl við konur i opinberri þjónustu). 1935 Framfærslulög, nr. 135, 31. des. 1935, ætla mæðrum að fá óendurkræfan styrk með börnum sinum. Sveit- arflutningar mæðra og bama þeirra afnumdir. (Fram til 1934 varðaði sveitarstyrkur missi kosningarréttar, afnumið með stjórnskipunarlögum nr. 22/1934. — Olafur Jóhannesson: Stjórnskipun Islands, 1960). (Stjórnartiðindi — 40 ára afmælisrit Kvenréttinda- félags Islands 1947). — 28. janúar 1935 eru gefin út lög (nr. 38) „um leið- beiningar fyrir konur og varnir gegn Jiví að verða barnshafandi og um fóstureyðingar". (Lagasafn — Gildandi islenzk lög ....). 1938 I lögum nr. 16, 13. jan. 1938, sem nefnast „lög um að heimila í viðeigandi tilfellum aðgerðir á fólki, er koini í veg fyrir, að Jiað auki kyn sitt“ eru m. a. leyfðar fóstureyðingar, ef nauðgun hefur átt sér stað og ef barnið er í mikilli hættu af einhverjum ástæð- um. („Rauðir hundar" — á fyrstu mánuðum með- göngutímans valda heyrnarleysi og jafnvel blindu bamsins). (Lagasafn — Gildandi islenzk lög ....). 1943 i endurskoðuðum lögum um lifeyrissjóð starfsmanna rikisins og lögum um lífeyrissjóð bamakennara og ekkna þeirra er, þótt gleymzt hafi að fella ekkju- heitið úr fyrirsögn þeirra síðarnefndu, jafnan talað um sjúbjélaga og eftirlifandi maka, en ekki ekkju eða ekkil. Lögin eru nr. 101 og 102, 30. des. 1943, og nema úr gildi lögin frá 1921. (Lagasafn — Gild- andi islenzk lög 1954 og Stjómartíðindi). 1944 Hulda (Unnur Benediktsdóttir Bjarklind) fær verð- laun (að hálfu með Jóhannesi úr Kötlum) fyrir ljóða- flokk — hátiðarljóð við endurreisn lýðveldis á Islandi. (Æviminningabók Menningar- og minningarsjóðs sjóðs kvenna I, 1955). — Kvenréttindafélag Islands gerir samþykkt á lands- fundi 1944 um m. a., að allar konur, giftar sem ógift- ar, eigi rétt á fæðingarhjálp úr ríkissjóði, og að kona, sem er í atvinnu, eigi rétt á fríi frá störfum allt að 38 1 9. JÚNÍ
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

19. júní

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.