19. júní


19. júní - 19.06.1969, Side 42

19. júní - 19.06.1969, Side 42
Frá félagsstarfsemi K.R.F.L og Landsfundurinn 1968 Félagsstarfið hefur verið með líku móti og áður, reynt að fá athyglisverð erindi flutt á fundum félagsins. Má nefna m. a. erindi um tryggingamál, flutt af tryggingafræðingi Guðjóni Hansen. Erindi um Alþjóðamannréttindaárið flutti Anna Sigurðardóttir og einnig á fundum hjá aðildarfélög- um i Reykjavik og hjá Kvenfélaginu á Selfossi. Á des.-fundinum var bókmenntakynning að vanda og ung- ar skáldkonur fluttu ljóð sin. Fundur með kvenréttindanefndum var haldinn og sá vara- formaður Petrina Jakohsson um fundinn í fjarveru formanns. Guðný Helgadóttir skýrði frá Menningar- og minningarsjóði kvenna og frá minningarbókum kvenna, og Petrina Jakohs- son sagði frá fundi norrænu kvenréttindafélaganna á Þing- viillum 1968. Útvarpsdagskráin 19. júní var helguð Alþjóðamannrétt- indaárinu og flutti Guðrún Erlendsdóttir hrl., ritari Félags Sameinuðu þjóðanna á Islandi, erindi um það, en Sigríður J. Magnússon sagði frá 21. fundi Alþjóðasambands kvenna í London 1967. I september-dagskránni voru umræður um hlutverkaskipan í þjóðfélaginu. Aðalfundur félagsins var haldinn i marz. I upphafi fund- arins var minnzt þeirra félagskvenna, sem látizt höfðu á s.l. starfsári, en þær voru: Ása Guðmundsdóttir, Guðný Ásberg, Guðrún Pálsdóttir, Halldóra B. Bjömsson, Hallfriður Jónas- dóttir, Ingibjörg Guðmundsdóttir, Kristbjörg Jóhannesdóttir og Valgerður Guðmundsdóttir. Á fundinum voru endanlega samþ. ný félagslög K.R.F.I. og samkv. þeim átti að kjósa: formann til tveggja ára, vara- formann til eins árs og þrjár stjómarkonur. Formaður Lára Sigurbjörnsdóttir baðst eindregið undan endurkosningu, sömuleiðis stjórnarkonumar Anna Sigurðardóttir og Þóra Einarsdóttir. Stjórri K.R.F.Í.: Sigurveig Guðmundsdóttir, formaður, Guðný Helgadóttir, varaformaður, Katrin Smári, Anna Þorsteinsdóttir, Brynhildur Kjartansdóttir, Fanney Long, Valborg Bentsdóltir, varakona Guðrúnar Heiðberg, sem lézt í apríl, Lóa Kristjánsdóttir, og Valgerður Gísladóttir. Tilmæli bámst frá Alþjóðafélaginu um að K.R.F.I. skip- aði blaðafulltrúa, og var Anna Sigurðardóttir kjörin til þess i nóv. um óákveðinn tima. Kosin hefur verið æskunefnd félagsins með öllum félags- konum innan 35 ára, og er formaður liennar Hlédís Guð- mundsdóttir. Verkefni nefndarinnar eru bréfaskipti við æsku- nefnd Alþjóðafélagsins. Yfirleitt hefur sala skuldabréfa Hallveigarstaða gengið vel, þó eru allmörg eftir óseld, og fást þau á skrifstofu K.R.F.I. Tilllögur og áskoranir. Skorað á menntamálaráðherra að veita Margrétu Indriða- dóttur stöðu fréttastjóra Rikisútvarpsins. Undir þessa tillögu tók Landsfundurinn 1968. Send bréf til biskupsins yfir íslandi og heilbrigðismála- ráðherra vegna leiðbeiningarstöðva um fjölskyldumál. Skorað á félagsmálaráðherra að hækka fæðingarstyrkinn, svo hann nemi kostnaði við barnsfæðingu, þ. e. daggjöld á fæðingardeild og heimili hér í Reykjavik. Sent bréf til utanrikisráðuneytisins vegna væntanlegrar fullgildingar á Alþjóðamannréttindasáttmálanum. Tekið undir samjiykkt Bandalags kvenna í Reykjavik frá aðalfundi þess, þar sem bent er á þá brýnu nauðsyn að stækka Fæðingardeild Landspítalans og að bæta aðstöðu til nútima geislalækningar. Sent bréf til Alþingis og látin í ljós ónægja K.R.F.I. vegna frumvarps til laga um breytingu á lögum um vernd barna og ungmenna, en þar er talið sjálfsagt, að konur eigi sæti í Barnaverndarráði. K.R.F.I. benti þó á, að a. m. k. 2 konur þyrftu að vera i þvi ráði. Sent bréf til Alþingis og mótmælt eindregið framleiðslu og sölu á áfengu öli hér á landi. LANUSFUISDUR 1968. 12. landsfundur kvenna var haldinn dagana 8.—11. júm' 1968, að Hallveigarstöðum. 1 byrjun fundarins flutti Sig- riður Anna Valdimarsdóttir hugleiðingu og formaður bauð fulltrúa velkomna til landsfundar, i fyrsta sinn að Hall- veigarstöðum. Aðalmál fundarins voru: Endurskoðun laga K.R.F.I. og stefnuskrá félagsins. Stefnuskránni var visað til milliþinga- nefndar, en lögin voru samþykkt með nokkrum hreytingum til næsta aðalfundar K.R.F.I., sem samþykkti þau eins og þau komu frá landsfundi. Fundarkonur fóru til Bessastaða í boði forseta Islands, Ásgeirs Ásgeirssonar, miðvikudaginn 12. júní ásamt fulltrú- unum á norræna fundinum. 40 19. JÚNÍ

x

19. júní

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.