19. júní


19. júní - 19.06.1984, Blaðsíða 4

19. júní - 19.06.1984, Blaðsíða 4
Frá rítstjóra Hefur jafnréttisumrœðan haft áhrif á samskipti kynjanna? Þessari spurningu er varpað fram í 19. JÚNÍað þessu sinni ogsvara leitað hjáfjölmörgum sem m.a. stöðu sinnar vegnar œttu að geta svarað henni á raunhæfan hátt og án þess að láta tilfinn- ingarnar hafa ofmikil áhrifá sig. En hvernig skyldu svo svörin vera? Flestir ef ekki allir eru sammála um að umræðan hefur ein- hver áhrifhaft. Hún hefur vakiðfólk til umhugsun- ar, en mörgum finnst lítið annað hafa áunnist. Það er jákvætt ef umræða vekur fólk til umhugsunar, en neikvætt efhún kallar um leiðfram hræðslu sem verður þess valdandi að viðbrögð verða öðru vísi en þeir sjálfir vilja sem hrœðast, eins og einn viðmælandi blaðsins kemst að orði um viðbrögð margra karlmanna. Hvað segirfólk um jafnréttisumrœðuna og áhrif hennar á samskipti kynjanna? ...Fólk hefur vaknað til umhugsunar um veru- leikann... ...Kröfur um að karlar gerist jafningjar kvenna innan heimilis sem utan og sýni það í orði og verki, hafa reynst með ólíkindum erfiðar og flóknar í framkvæmd... ... Konur erufarnar að gera meiri kröfur til þjóð- félagsins - og til lífsins - að mega njóta sín... ...Umræðan hefur ruglað margar konur í rím- inu, sem voru áður vissar um stöðu sína. Kon- unum sem eftir sitja heima finnst þœr verða útund- an... ... Uppeldisþátturinn er orðinn minni í lífi kvenna og við karlarnir höfum ekki bætt honum á okkur nema síður sé... ... Karlmenn eru farnir að taka miklu meiri þátt í meðgöngu og barnsburði og hafa meiri tilfinn- ingufyrir því að þeir séufeður—að barnið sé þeirra afkvœmi og þeir beri ábyrgð á því... ...Stundum flýgur manni í hug að tilveran hafi verið einfaldari áður, þegar kynhlutverkin voru fastákveðin og erfðust kynslóð eftir kynslóð... Þetta voru nokkrar tilvitnanir í viðtölin um jafn- réttisbaráttuna. Nú er komið að lesendum að spyrja sjálfa sig og svara hver fyrir sig. Hafi lítið áunnist verður annað hvort að herða róðurinn eða breyta um baráttuaðferðir. Það sem kannski vekur einna mestar vonir um að breytingar geti átt eftir að verða meiri næstu ár en fram til þessa er hlutdeild feðra í umhugsun og umönnun ungra barna. Það er vissulega breyting að feður skuli vera farnir að fylgjast með alltfrá því móðirinfer ífyrstu skoðun á mæðradeild, og trúlegt að það eigi eftir að segja til sín þegarfrá líður með auknum áhuga og aukinni ábyrgðartilfinningu gagnvart börnunum. Úti á vinnumarkaðinum er misréttið enn aug- Ijóst. Konur bera minna úr býtum en karlar þótt þœr vinni sömu störf. Og einu launþegarnir í verkalýðshreyfingunni sem settir voru á taxta sem var fyrir neðan lágmarkslaun í samningunum í vetur voru konur í bónus. Eftil vill má binda ein- hverjar vonir um breytingar á þessu sviði við stofnun Framkvæmdanefndar um launamál kvenna og Samtaka kvenna á vinnumarkaðinum, en báðar þessar hreyfingar voru stofnaðar á liðnum vetri og hafa það að markmiði að breyta stefnunni í launamálum kvenna. Hefur verið látið að því liggja að konur verði að kljúfa sig út úr verkalýðsfélögunum til þess að ná fram bættum kjörum. Verkalýðsleiðtogarnir telja það ekki réttu leiðina, því einar muni konurnar ekki ná meiru fram heldur en í samfloti með körlunum. En hvað sem því líður verða konur trúlega enn um sinn að leggja á sig tvöfaldan vinnudag og margfalda vinnu á meðan sigurinn er ekki í höfn. Menntun hefur lengi verið álitin lykillinn að jafnréttinu. Vissulega skiptir menntun máli, en rétt er að fara varlega og gæta sín jafnvel á menntun- inni. Konur mega ekki láta menntunina verða til þess að kljúfa fylkingarnar. Jafnréttisbaráttan er barátta allra kvenna hvort sem þær hafa hlotið menntun eða ekki. Jafnrétti ætti að vera það að fá sjálfur að velja sér lífsvettvang, að svo miklu leyti sem það er í valdi einstaklingsins innan heimilis eða utan, í háu starfi eða lágu, og öðlast menntun eða ekki, eftirþvísem hugurhvers ogeinsstefnir. fb
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.